Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 81
SUNNUDAGUR 3. febrúar 2008 25 FÓTBOLTI Íslenska landsliðið hóf keppni á fjögurra liða æfinga- móti á Möltu í gær. Fyrsti and- stæðingurinn var Hvíta-Rússland en keppt var á þjóðar leikvangi Maltverja, Ta Qali. Þar sem gærdagurinn var ekki alþjóðlegur leikdagur stillti Ólaf- ur Jóhannesson landsliðsþjálfari upp frekar óreyndu liði þar sem uppistaðan var leikmenn úr Landsbankadeildinni. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, hafi Hvít-Rússar komist yfir á 32. mínútu með sínu fyrsta skoti á markið. Rússarnir komust í 2-0 eftir aðeins tvær mínútur í síðari hálf- leik. Það mark var þrumufleyg- ur af 30 metra færi. Ísland mætir Möltu á morgun. Ekki tókst að ná í Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - hbg Knattspyrnulandsliðið keppir á Möltu: Tveggja marka tap gegn Hvít-Rússum 0-2 Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska landsliðinu öðru sinni í gær og aftur mátti íslenska liðið sætta sig við tap. FRÉTTABLAÐIÐ/MARTIN SYLVEST BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS Svona stillti Ólafur Jóhannesson upp liðinu gegn Hvít-Rússum í gær. Markvörður: Stefán Logi Magnússon H. bakvörður: Birkir Már Sævarsson V. bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson Miðvörður: Bjarni Guðjónsson Miðvörður: Atli Sveinn Þórarinsson Miðjumaður: Aron Einar Gunnarsson Miðjumaður: Stefán Gíslason Miðjumaður: Bjarni Þór Viðarsson H. kantur: Theodór Elmar Bjarnason V. kantur: Tryggvi Guðmundsson Framherji: Helgi Sigurðsson HANDBOLTI Valur minnkaði forskot Fram á toppi N1-deildar kvenna niður í fimm stig í gær þegar liðið rúllaði yfir Hauka, 33-25. Fyrri hálfleikur var jafn fyrsta korterið. Þá náðu Haukar yfirhöndinni í leiknum. Mest náði liðið þriggja marka forystu, 12-9. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 14-12 Haukum í vil og fátt sem benti til þess að Valur myndi vinna yfirburða sigur. Valsstelpur geta þakkað mark- verði sínum Berglindi Hansdóttur að hafa ekki verið enn meira undir en hún varði ófá dauða- færin í leiknum. Valsstelpur mættu mjög ákveðnar til leiks eftir hlé og komust fljótt yfir, 15-16. Haukar svöruðu því með tveimur mörkum í röð en engu að síður virtist liðið skorta viljann og ákafann sem liðið sýndi í fyrri hálfleik og kom það ekki á óvart að Valur sigldi hratt og örugglega fram úr Hafnarfjarðarliðinu. Valur skoraði níu af 10 næstu mörkum leiks- ins og breytti stöðunni úr 17-16 í 18-25 þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Valur bætti um betur og náði mest níu marka forystu, 19-28, þegar 12 mínútur voru til leiks- loka. Valsstelpur slökuðu þá á klónni og Haukar náðu að minnka muninn í sex mörk áður en Valur skoraði þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins. Berglind Hansdóttir var mjög góð í markinu fyrir aftan öfluga vörn Vals. Valsstelpur náðu að stoppa Ramune Pekarskyte sem fór mikinn fyrir Hauka í fyrri hálfleik eftir hlé og auk þess skoraði liðið 13 mörk úr hraðaupphlaup- um í síðari hálfleik. Haukar léku mjög vel í fyrri hálfleik, jafnt í vörn sem sókn. Eftir hlé gekk ekkert hjá liðinu og virtist liðið ekki hafa trú á því að geta sigrað Val. Valur vann síðari hálfleikinn 11-21 og virt- ist liðið hafa ótrúlega lítið fyrir því. - gmi Valur skoraði 21 mark í síðari hálfleik á Ásvöllum og vann góðan sigur á Haukastúlkum: Frábær síðari hálfleikur hjá Valsstúlkum HARÐAR Í HORN AÐ TAKA Valsstúlkur voru geysilega grimmar gegn Haukastúlkum í gær. Hér reynir Haukastúlkan Erna Þráinsdóttir að brjótast í gegnum Valsvörnina með litlum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR NBA Los Angeles Lakers styrkti lið sitt til muna er það fékk spænska landsliðsmanninn Pau Gasol frá Memphis Grizzlies. Memphis fékk í staðinn Kwame Brown, nýliðann Javaris Crittent- on og tvo valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins. „Þessi skipti sýna svo sannar- lega metnað félagsins. Þetta er stórt skref í rétta átt,“ sagði Kobe Bryant, stjórstjarna LA Lakers, himinlifandi. Gasol var með 18,9 stig að meðaltali í leik með Grizzlies í vetur. Hann tók þess utan 8,8 fráköst að meðaltali í leik. - hbg Lakers styrkir sig: Gasol til Lakers GASOL Mun styrkja Kobe og félaga verulega. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Malí-maðurinn Freddie Kanoute var valinn besti knatt- spyrnumaður Afríku fyrir árið 2007. Kanoute er fyrsti leikmað- urinn sem er fæddur utan Afríku sem vinnur til þessara verðlauna en Kanoute fæddist í Frakklandi. Kanoute, sem leikur með Sevilla á Spáni, var fyrir ofan Chelsea-mennina Didier Drogba og Michael Essien í kjörinu en Drogba var valinn bestur árið 2006. „Ég tileinka verðlaunin fjölskyldu minni sem og fólkinu í Malí,“ sagði Kanoute. - hbg Knattspyrnumaður Afríku: Kanoute valinn bestur FREDDIE KANOUTE Hefur staðið sig frábærlega með Sevilla. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Íslendingaliðið GOG tapaði illa í uppgjöri tveggja af bestu liðum Danmerkur - GOG og Kolding - í gær. Kolding vann með sex marka mun, 35-29, og skoraði Snorri Steinn Guðjónsson sjö mörk fyrir GOG og Ásgeir Örn Hallgrímsson tvö. GOG er áfram í öðru sæti þrátt fyrir tapið en annað Íslendingalið, FCK, er á toppnum. - hbg Danski handboltinn: Slæmt tap hjá GOG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.