Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 6. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -2,4% -17,1% Bakkavör -2,8% -16,1% Exista 5,9% -29,6% FL Group -9,6% -30,4% Glitnir -5,9% -12,8% Eimskipafélagið 9,7% -6,8% Icelandair -0,9% -1,3% Kaupþing 5,5% -12,8% Landsbankinn -2,9% -13,9% Marel 1,0% -1,5% SPRON -1,5% -27,7% Straumur -3,6% -9,5% Teymi -3,2% -4,7% Össur 2,9% -3,1% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag „Við erum rétt að byrja, komn- ir inn fyrir dyrnar og verðum að sjá hvert það leiðir okkur,“ segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, um útrás fyrirtæk- isins til Bandaríkjanna. Stefnt er að frekari vexti vesturfrá í gegnum nýtt dótturfélag, Bakka- vör USA. Fyrirtækið tilkynnti um kaup á bandaríska matvælaframleið- andanum Two Chefs on a Roll, sem útleggja má sem Tveir kokk- ar í stuði og framleiðir fersk og frosin tilbúin matvæli. Kaupin hafa lengi legið í loft- inu enda löngum sagt að Bakka- vör fylgi breska stórmarkaðinum Tesco líkt og skugginn víða um heim þótt það selji vörur sínar jafnframt í öðrum verslunum. Tesco opnaði sína fyrstu versl- un undir merkjum Fresh & Easy Neighborhood Market í Banda- ríkjunum í nóvember í fyrra að undangenginni viðamikilli rann- sókn á bandarískri kauphegðun. Spurður um ótta fjármálasér- fræðinga um hugsanlegan sam- drátt í einkaneyslu vestanhafs segir Ágúst erfitt að spá fyrir um slíkt. „Ef það gerist er einfalt að aðlaga Bakkavör að breyttum aðstæðum, sameina verksmiðjur og draga úr kostnaði. Við höfum mikil tækifæri til þess,“ segir Ágúst og áréttar að fyrirtækið standi afar sterkum fótum. - jab ÁGÚST GUÐMUNDSSON Forstjóri Bakkavarar segir einfalt að bregðast við breyttum aðstæðum dragist einkaneysla í Bandaríkjunum saman. Fyrirtækið setti fót- inn inn fyrir dyrnar á bandarískum markaði í fyrsta sinn í síðustu viku. MARKAÐURINN/PJETUR Bakkavör rétt að byrja „Mér finnst þetta mjög áhuga- vert verkefni og spennandi fyr- irtæki,“ segir Sindri Sindrason, fyrrum forstjóri og stjórnarmað- ur Actavis og núverandi stjórn- arformaður Eimskipafélagsins, sem nýverið tók við stjórnar- formannsstóli alþjóðlega sprota- fyrirtækisins Carbon Recycling International. Einn af stofnend- um fyrirtækisins er bandarískur Nóbelsverðlaunahafi í efna- fræði. Fyrirtækið hefur þróað tækni sem getur breytt meng- andi útblæstri álvera í bens- ín. Tilraunir hafa stað- ið yfir í nokkra mánuði, skilað góðum árangri og hefur Hitaveita Suður- nesja og Reykjanesbær gefið vil- yrði fyrir byggingu stærri til- raunaverksmiðju á Svartsengi. Hönnun hennar stendur nú þegar yfir og er áætlað að hún verði smíðuð á Indlandi. „Það standa vonir til að hún komist bráðum á koppinn,“ segir Sindri og játar að honum hafi fundist þetta svolítill vísindaskáldskapur í fyrstu. Þegar nánar er að gáð hafi hins vegar verið fjallað um möguleikann fyrir áratug- um. „Ágúst Valfells skrifaði greinar um þetta seint á sjö- unda áratug síðustu aldar og þá var tæknin fyrir hendi,“ segir Sindri. - jab SINDRI SINDRASON Sindri í bensínið VBS fjárfestingarbanki hagnaðist um rúmlega 1,4 milljarða króna árið 2007 og rúmlega fimmfald- aðist frá fyrra ári. Rekstrartekj- ur bankans námu 2,8 milljörðum króna og jukust um 238 prósent frá árinu 2006. Þá jókst eigið fé félagsins um rúman þriðjung á árinu og er nú 8,3 milljarðar króna. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningu frá VBS vegna uppgjörsins að bank- inn eigi engar eignir tengdar skuldabréfavafningum í Banda- ríkjunum. Enn fremur kemur fram að stjórn félagsins hyggist sækja um viðskiptabankaleyfi á árinu, auk þess sem ætlunin sé að óska eftir heimild aðalfundar til út- gáfu nýs hlutafjár fyrir 150 millj- ónir króna að nafnvirði. - jsk Hagnaður VBS fimmfaldast JÓN ÞÓRISSON FORSTJÓRI VBS Hagnaður bankans nam 1,4 millj- örðum á síðasta ári. Össur hagnaðist um 491,5 millj- ónir íslenskra króna árið 2007 og jókst hagnaðurinn um sjötíu og fjögur prósent frá fyrra ári. Hagnaður á hvern hlut nam 8,24 bandarískum sentum og jókst um rúmlega þrjátíu prósent. Sala félagsins nam rúmlega 21,7 milljörðum króna árið 2007 og jókst um réttan þriðj- ung. Á fjórða ársfjórðungi nam salan rétt tæpum 5,5 milljörð- um króna. Jón Sigurðsson forstjóri sagði árið einkennast af sterkum innri vexti, endurskipulagningu í Bandaríkjunum og innri upp- byggingu. „Frá árinu 2005 höfum við lokið við fjölda fyrirtækja- kaupa sem hafa veitt okkur að- gang að nýjum markaði fyrir spelkur og stuðningsvörur. Til þess að nýta til fulls samlegðar- áhrif vegna þessara fyrirtækja- kaupa höfum við einbeitt okkur að því að klára endurskipulagn- inguna á sölukerfum félagsins í Bandaríkjunum.“ - jsk Hagnaðaraukning Össurar Ingimar Karl Helgason skrifar „Ég geri ráð fyrir því að Seðlabankinn muni stíga gætilega til jarðar og ekki tefla gengi krónunnar í tvísýnu,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskól- ann í Reykjavík. Fram kemur í nýjustu Hagvísum Seðlabankans að vísbendingar séu um svipaðan vöxt eftirspurn- ar á seinasta fjórðungi síðasta árs og í fjórðungnum á undan. Seðlabankinn ákvað í desember að halda stýri- vöxtum óbreyttum í 13,75 prósentum. Þá sagði hann að verðbólguhorfur til skemmri tíma væru verri en áætlað var og að vísbendingar væru um svipaða framvindu á seinasta fjórðungi. Óhagstæð fjármálaskilyrði og lækkun eigna- verðs myndu hins vegar draga úr eftirspurn og verðbólguþrýstingi. Ástand á fjármálamörkuðum hefur ekki batn- að mikið síðan þá enda þótt staðan í Kauphöllinni hafi skánað. Uppgjör fyrirtækja, bankanna þar með taldra, þykja þó ásættanleg í þessu árferði. Ólafur Ísleifsson segir að Seðlabankinn sé í þeim vanda að hafa „siglt inn í erfitt ástand með mjög háa vexti og hættu á falli krónu en ekki þarf að ræða mikið um verðbólgumarkmið ef hún tekur á rás“, segir Ólafur Ísleifsson. Ólafur bendir á að gengi krónunnar hafi þegar lækkað töluvert frá síðustu vaxtaákvörðun og færst nær jafnvægisgengi. „Óvissa er samt enn fyrir hendi. Þess vegna geri ég ráð fyrir að varúðarsjón- armið vegi þungt við næstu ákvörðun stýrivaxta. Á hitt er að líta að viðfangsefni hagstjórnar hafa breyst frá því sem var fyrir fáum mánuðum. Þess sjást merki að stjórnvöld í umheiminum ráðgera ýmsar aðgerðir til að treysta grundvöll atvinnulífs- ins og halda hjólum viðskiptalífsins gangandi.“ Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, hefur hvatt Seðlabankann til að lækka stýrivexti í þessu skyni. Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands, bendir á ótta við innlausn jöklabréfa. „Ef vextir lækka hér samanborið við vexti annars stað- ar.“ Það sé þó minni hætta á því, lækki vextir ann- ars staðar. Þórólfur Matthíasson segir að greinilega sé enn mikill verðbólguþrýstingur í hagkerfinu. Hins vegar kunni lækkun eignaverðs að ýta undir stýri- vaxtalækkun, en lítið sé um það í hagvísum. Verðbólga er nú 5,9 prósent samkvæmt Hagstof- unni. Seðlabankinn tilkynnir næst um stýrivexti 14. febrúar. Því er komið inn á þagnartímabil bank- ans fyrir ákvörðun. Þetta fyrirkomulag var ákveðið fyrir ári, til að koma í veg fyrir spákaupmennsku. Tímabilið er hálfur mánuður fyrir vaxtaákvörðun og þrjár vikur fyrir útgáfu Peningamála. Heimilin í landinu tóku ný lán fyrir 130 milljarða króna í fyrra og nam heildarskuld þeirra við lána- stofnanir tæplega 840 milljörðum króna um ára- mót. Það er tæplega fimmtungs aukning frá árinu á undan. Fram kemur í tölum frá Seðlabankanum að yfirdráttarlán hafi aukist um átta milljarða króna á árinu 2007 og nema þau nú ríflega 75,5 milljörð- um króna. Yfirdráttarlánin eru almennt dýrustu lán sem hægt er að fá. Vextir af þeim eru allt upp í 25 prósent. Ætla má að árlegur kostnaður heimilanna vegna yfirdráttarlána nemi um fjórtán og hálfum milljarði króna. Mest aukning varð hins vegar í gengisbundnum lánum í fyrra, en upphæð þeirra næstum tvöfaldað- ist. Gengisbundin skuldabréfalán námu ríflega 70 milljörðum í desember 2006, en tæpum 140 millj- örðum um síðustu áramót. Lán í verðtryggðum skuldabréfum í íslenskum krónum jukust um rúma 60 milljarða króna í fyrra og nema nú tæpum 575 milljörðum króna. Megið af skuldabréfalánunum eru íbúðalán. Vextir af þeim hafa farið hækkandi. Lægstu vextir Íbúðalánasjóðs eru nú 5,5 prósent, íbúðalánavextir bankanna eru á milli sex og sjö prósent. Vanskil hafa sjaldan verið minni, að því er fram kemur í tölum Fjármálaeftirlitsins frá því um miðj- an desember. Þá voru 0,8 prósent skuldbindinga einstaklinga í vanskilum. Varúðarsjónarmið vegi þungt hjá Seðlabanka Hagvísar Seðlabankans virðast ekki fela í sér fyrirheit um lækkun stýrivaxta í þessum mánuði. Búist er við varúð vegna verðbólguþrýst- ings og gengis. Skuldir heimilanna jukust um fimmtung í fyrra. ÆÐSTU MENN Í SEÐLABANKANUM STINGA SAMAN NEFJ- UM Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson bankastjórar og Arnór Sighvatsson aðalhag- fræðingur. „Farsæl og framsækin fyrir- tæki í upplýsingatækni munu vaxa þrátt fyrir efnahagsdrátt,“ segir Mary Mesaglio, yfirmað- ur rannsóknamála hjá alþjóðlega markaðsrannsóknarfyrirtækinu Gartner. Mesaglio mun flytja opnunar- ávarp á ráðstefnu Nýherja um helstu strauma og stefnur í upp- lýsingatækni á morgun. Í erind- inu fjallar hún um niðurstöður nýlegrar rannsóknar um helstu áherslur á þessu ári, samkvæmt stjórnendum á sviði upplýsinga- tækni. - jab Upplýsingatækni lausn í samdrætti                               !!      " #   $                  !       "                    #         "               "   % &     ()  &  $    *    (+, * $        - . (&  / 0  $   12     2&12 &   '& 3$     4 5      6   4 '7899                 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.