Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 6. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Þær segja mér heimsviðskipta- fréttirnar að mesti vöxturinn sé í snyrtivörum fyrir karlmenn í dag,“ segir Heiðar Jónsson, sem verður að teljast til þeirra fróð- ustu í snyrtivörufræðunum enda með áralanga reynslu að baki. Heiðar segir að nýjar snyrtivör- ur fyrir karlmenn komi eins og sprenging inn á markaðinn. „Eins og ég veit ekki hvað,“ líkt og hann tekur til orða. „Við erum í búmm- inu núna! Það er mikil samkeppni í gangi þar og engu líkara en að karlmaðurinn hafi allt í einu risið upp og kastað öllum fordómum á braut,“ segir hann. Reyndar er Heiðar varla búinn að sleppa orð- inu þegar hann segist telja að karl- menn hafi notað snyrtivörur í ár- araðir án þess að gangast við því. „Íslenski sjómaðurinn hefur notað krem í áratugi til að verja sig gegn veðrinu,“ segir Heiðar. „Sjómanni sem fer út á dekk, inn í lúkarn og aftur út á dekk verð- ur rosalega illt í framan af kulda- og hitabreytingum. Margir þeirra, sem og aðrir í útivinnu, hafa upp- götvað að krem klæðir þá, ver húð- ina svipað því og að klæða andlit- ið í föt,“ segir hann og bendir á að karlmenn sem vinni mikið úti, svo sem smiðir, hætti til að verða bláir í framan af hitabreytingum og fá það sem nefnt hefur verið brenni- vínsnef. „Æðarnar á þeim þenjast út til að vinna á móti kuldanum en skreppa saman í hita. Á endanum springa þær.“ Hann segir karlmenn á öllum aldri nota snyrtivörur í meira mæli nú en áður. Ekki síst ungir menn sem eru móttækilegri fyrir mark- aðssetningu og fræðslu. „Þetta er rosalega skemmtileg þróun. Einu sinni var þetta hliðarbúskapur við kvensnyrtivörur en núna er þetta alvöru bisness,“ segir Heiðar. Snyrtivörur frá Nickel eru Heiðari einkar hugleiknar þessa dagana. Vörur fyrirtækisins eru – ólíkt öðrum snyrtivörum – ekki sprottnar upp úr fyrirtækjum sem beina augum sínum að konum. „Nickel er búið til af karlmönn- um fyrir karlmenn og engin kven- mannshönd á bak við það,“ bendir Heiðar á. Stærstir í þessum karla- geira er Zirh, sem er helsti keppi- nautur Nickel. Heiðar segir söguna á bak við Nickel einkar skemmtilega. Upp- hafsmaðurinn hafi verið ungur Frakki sem hafi lært nudd og fleira og hafi dottið í hug að opna snyrti- stofu fyrir karlmenn fyrir um tólf árum. „Honum fannst nuddolían of bleik og með blómalykt sem hentaði ekki karlmönnum. Hann settist niður og hannaði línuna sem er sérstaklega karlmannleg,“ bendir Heiðar á. Sem dæmi er sturtusápan í smurolíudúnki sem getur sómað sér á hvaða bensín- stöð sem er, rakspírinn sé nefnd- ur eftir slökkvistöð og svo fram- vegis. „Hann hitti á þetta á svo réttum tíma að strákbaukurinn er púra milljóner í dag,“ segir Heið- ar og skellir upp úr. Heiðar gerði sér sjálfur dagamun fyrir nokkru og skellti sér á snyrtistofu Nickel í Lundúnum í Bretlandi. „Þarna var ekkert sem minnti á snyrtistofu. Hún er smart, með reipisdúk á gólfinu og veggir úr grófum viði og steinsteypu. Þar er boxherbergi sem manni er hreinlega kastað inn í til að svitna áður en farið er í sturtu. Að því loknu tekur hrika- legt nudd við og þar er ekki tekið á með mjúkum höndum,“ segir hann og hlær á ný. „Þetta er röff og töff, algjört æði!“ Karlsnyrtivörurnar komnar á toppinn MEÐ KARLMANNLEGAR SNYRTIVÖRUR FRÁ NICKEL Snyrtifræðingurinn Heiðar Jónsson mælir með því að karlmenn láti taka vel á sér á snyrtistofum Nickel en þær má finna víða um heim. „Þær eru röff og töff, algjört æði,“ segir hann. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.