Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 4
MARKAÐURINN 6. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR F R É T T I R Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Breskir fjölmiðlar láta íransættaða fjárfestinn Robert Tchenguiz vart í friði þessa dagana og nota hvert tækifærið á fætur öðru til að ýja að því að veldi hans standi á brauðfótum eftir miklar geng- islækkanir á hlutabréfasafni hans. Tchenguiz, sem rakaði að sér miklum auði á síðustu tveimur ára- tugum síðustu aldar, hefur jafnframt verið stjórn- armaður í Existu frá því í fyrravor en hann situr á fimm prósenta hlut í fjármálaþjónustufélaginu. Eins og margoft hefur komið fram á Tchenguiz tæpan fjórðungshlut í bresku kráarkeðjunni Mitchells & Butler. Hann bætti verulega við hlut sinn í henni í síðustu viku í því augnamiði að ná í gegn tillögum um skiptingu kráarkeðjunnar í rekstrarfélag og fasteignafélag. Þetta eru svipað- ar hugmyndir og hann hefur reifað á hluthafafund- um hjá breska stórmarkaðnum Sainsbury‘s en þar fer hann með stóran hlut. Slíkt hefur hann löngum talið farsæla lausn sem geti aukið eigið fé beggja fyrirtækja. Samkomulag um skiptingu sem þessa náðist í gegn hjá Mitchells & Butler um mitt síðasta sumar. Í kjölfarið voru síðan gerðir tveir afleiðusamning- ar þar sem annars vegar var veðjað á að verðbólga myndi lækka en á hinn bóginn að vextir myndu hækka. Þróunin var hins vegar þveröfug auk þess sem tillaga Tchenguiz náði ekki fram að ganga í síð- ustu viku og neyddist kráarfélagið í síðustu viku til að afskrifa jafnvirði 35 milljarða íslenskra króna vegna samninganna. Útlitið þykir ekki gott því áætlanir gera ráð fyrir samdrætti af völdum minni einkaneyslu auk þess sem reykingabann á krám hefur dregið mjög úr hag þeirra. Þessi þróun hefur leitt til þess að gengi bréfa í Mitchells & Butler hefur fallið um 40 prósent frá í nóvember og félagið orðið skotmark fjárfesta í yfirtökuhugleiðingum. Breska dagblaðið Telegraph segir í vikubyrjun að Tchenguiz hafi ekki riðið feitum hesti frá kaupum á hlutabréfum í kráarkeðjunni og muni hann vera að hugsa gang sinn þessa dagana, ekki síst eftir að krá- arsamstæðan Punch Taverns lagði fram yfirtökutil- boð í Mitchells & Butlers upp á tvo milljarða punda, jafnvirði tæpra 260 milljarða íslenskra króna, í síð- ustu viku. Mestur hluti verðsins verður greiddur í hlutabréfum en 175 milljónir punda með reiðufé. Gangi tilboðið eftir verður til stærsta kráarkeðja Bretlands og verður markaðsverðmæti hennar um fimm hundruð milljarðar íslenskra króna. Blaðið hermir að líkur séu á að Tchenguiz lýsi sig mótfall- inn tilboðinu, haldi uppskiptingu fyrirtækisins til streitu og auki hlut sinn í 30 prósent í kjölfarið. Flestir fjármálasérfræðingar telja líkur á að breski seðla- bankinn muni lækka stýrivexti um fjórðung úr prósentustigi. Verði það raunin hefur bankinn lækkað vextina um 50 punkta frá því í byrjun desember í fyrra og standa þeir þá í fimm prósentum. Þetta eru niðurstöður Bloomberg-fréttaveitunnar sem leitaði upplýsinga um málið hjá 61 hagfræðingi í Bretlandi. Af þeim töldu tveir að bank- inn muni lækka vextina um 50 punkta en aðeins einn telur þá verða óbreytta. Bankinn hefur fram til þessa horft til þess að halda verðbólgu niðri en hún hefur staðið við þrjú prósentin, sem er í hæsta lagi. Mervyn King seðlabanka- stjóri sem nýverið var endur- ráðinn til næstu fimm ára, er sagður hafa meiri áhyggjur nú en áður af lausafjárkrísunni og mikilli lækkun fasteignaverðs sem óttast er að geti komið niður á hagvexti, að sögn Bloomberg. Líkur eru á að bankinn muni lækka stýrivexti frekar á árinu og verði þeir 4,5 prósent í árslok. - jab SEÐLABANKASTJÓRINN Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, er sagður ætla að fylgja fordæmi kollega síns hjá seðla- banka Bandaríkjanna og lækka stýrivexti til að sporna við samdrætti. MARKAÐURINN/AFP Líkur á stýrivaxtalækkun í Bretlandi Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir hæstráðendur hjá Societe Generale hafa brugðist hárrétt við þegar upp komst um verð- bréfaskúrkinn Jerome Kerviel, sem tapaði tæpum fimm milljörðum evra, jafnvirði 470 milljarða ís- lenskra króna, með áhættusömum verðbréfavið- skiptum án heimildar þegar hann starfaði hjá bank- anum. Málið uppgötvaðist fyrir hálfum mánuði og skúrkinum sagt upp störfum. Ráðherrann sagði augljóst að innra eftirlit bankans hefði brugðist. Ráðherra kynnti skýrslu um málið fyrir frönsku ríkisstjórninni á mánudag. Þar er mælt með því að bankar, ekki síst í Frakklandi, verði að herða eftir- lit sitt og koma þannig í veg fyrir að málið endur- taki sig. Rannsókn á málinu hefur leitt í ljós að Kerviel hafi varið 50 milljörðum evra í verðbréfaviðskipt- in. Það er um tíu milljörðum meira en nemur mark- aðsverðmæti bankans miðað við gengi hans á mánu- dag. Haft hefur verið eftir Kerviel að yfirmenn hans hafi vitað af gjörningnum en lokað augunum fyrir því. - jab SKÝRSLAN AFHENT Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, brosti í linsur ljósmyndavélanna í þann mund sem hún afhenti Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, skýrslu um verðbréfabraskið. MARKAÐURINN/AFP Eftirlit bankans brást ROBERT TCHENGUIZ Breskir fjölmiðlar telja líkur á að fasteignamógúllinn Robert Tchenguiz sé mótfallinn yfir- tökutilboði í kráarkeðjuna Mitchells & Butler og vilji fremur auka við hlut sinn í henni. Tchenguiz ætlar sér stærri kráarhlut Líkur eru taldar á að fasteignamógúllinn Robert Tchenguiz auki enn við hlut sinn í kráarkeðjunni Mitchells & Butler. EIN VERSLANA SAINSBURY‘S Robert Tchenguiz á stóran hlut í einum af stærstu stórmörkuðum Bretlands en hefur farið fram á að fasteignahlutinn verði skilinn frá því. með ánægju Hagstæðara verð Aðra leið Tíðar flugferðir Hægt að fljúga til eins áfangastaðar og heim frá öðrum Auðvelt að breyta bókunum Finnum hótel við hæfi Í boði að velja sæti  Engin sunnudagaregla Engin hámarksdvöl Aðstoðum við bókanir á framhaldsflugi erlendra flugfélaga Fjórtán áfangastaðir í sumar Hagstæðir fyrirtækjasamningar í boði Kostirnir eru ótvíræðir: Hafðu samband í síma 5 500 600 eða sendu okkur línu á vidskiptaferdir@icelandexpress.is – Saman leggjum við grunninn að vel heppnaðri viðskiptaferð! Einkaþotur eru svo 2007... London Köben 11 x í viku* 10 x í viku *F rá o g m eð 2 6 . f eb rú ar Með fyrirtækjasamningi við Iceland Express tryggirðu fyrirtækinu hagkvæmara verð og sparar fyrirhöfn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.