Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 23
H A U S MARKAÐURINN 15MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 F Y R S T O G Í Ð A S T „Þetta er ómetanleg gæðastund hjá okkur feðgunum,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, sviðs- stjóri hjá Intrum. Hrafnkell er áhugamaður um íþróttir af flestu tagi sem reyna bæði á kraft og þol. Þar á meðal eru snjóbrett- arennsli og seglbrettasiglingar. Motocrossíþróttin er ein þeirra en hana stundar Hrafnkell með sonum sínum tveimur hvenær sem færi gefst. Hrafnkell fékk sjálfur fyrsta hjólið sextán ára gamall, fyrir 26 árum, og hefur verið með bakter- íuna síðan. Síðastliðin fjögur ár hefur hann verið formaður Vél- hjólaíþróttaklúbbsins, sem á veg og vanda að því að byggja upp akstursvæði á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Bolaöldusvæðið á móts við Litlu Kaffistofuna. Eldri sonurinn, Helgi Már, kom í heiminn fyrir sautján árum – hann fagnar því sautjánda reynd- ar í dag – og eignaðist sitt fyrsta hjól ellefu ára. Fljótlega byrjaði hann að keppa í motocrossinu af fullum krafti. Undanfarin tvö ár hafa þeir keppt saman í tvímenn- ingskeppni á Íslandsmeistara- mótinu í þolakstri með ágætum árangri. „Það er ótrúlega gaman að standa í þessu og það geta ekki verið margar íþróttagreinar þar sem feðgar geta keppt saman þrátt fyrir 25 ára aldursmun.“ segir Hrafnkell brosandi. Hrafnkell segir að hann hafi vart hjólað jafn mikið ævina og eftir að frumburðurinn fékk fyrsta fákinn. Ekki minnkaði það þegar yngri sonurinn bæt- ist í hópinn. „Þróunin er öll í þessa átt. Margir upprennandi keppnismenn í dag eru synir margra ökumanna sem eldri eru. Fjölskyldunum fjölgar jafnt og þétt sem stunda sportið saman “ segir Hrafnkell, sem í vetur hefur stýrt þrekæfingum fyrir son sinn og nokkra liðsfélaga hans. „Þetta er heilmikill fé- lagsskapur fyrir okkur feðg- ana,“ segir Hrafnkell og bend- ir á forvarnargildið sem felist í samverustundunum sé mikið og ómetanlegt. „Þegar hann hring- ir í mig til að fara út á hjólið eða fara saman í ræktina þá er á hreinu að maður hefur áork- að einhverju,“ segir Hrafnkell og leggur áherslu á að sonurinn hvetji hann áfram, jafnvel bölvi honum í sót og ösku standi hann sig ekki á hjólabrautinni. „Það skiptir engu máli þótt það sé 25 ára aldursmunur á okkur feðg- um en það var súrt þegar hann fór hraðar en ég!“ Yngsti sonurinn, Hlynur Örn, sem er níu ára, fékk svo sitt fyrsta hjól um síðustu jól og prófaði það í fyrsta skipti í snjó- byl á jóladag. Hann má lögum samkvæmt ekki að hjóla nema á þar til gerðum akstursbrautum. „Þetta er ekki sérlega hættulegt sport ef rétt er að hlutunum stað- ið og keyrt á góðum brautum,“ segir Hrafnkell. Hann hefur litl- ar áhyggjur af því að sá litli slasi sig á hjólinu enda er hann „dúð- aður“ hlífum frá toppi til táar. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af honum á reiðhjóli í umferðinni,“ segir Hrafnkell. - jab STOLTUR MEÐ STÁLFÁKINN Hlynur Örn Hrafnkelsson, níu ára, með fyrsta hjólið, sem hann fékk um jólin. Hlynur fær ekki að keppa í motocross ásamt föður sínum og eldri bróður fyrr en eftir þrjú ár. MARKAÐURINN/ÚR EINKASAFNI Feðgar á fljúgandi ferð Hrafnkell Sigtryggsson, sviðsstjóri hjá Intrum, hefur smitað báða syni sína af ódrepandi íþróttaáhuga. Hann segir stundirnar sem þeir verji saman ómetanlegar. F R Í S T U N D I N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.