Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 14
● fréttablaðið ● verktakar 6. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR6 Geir Bjarnason stendur í ströngu þessa daga við undirbún- ing fyrir sveinspróf í húsasmíði úr Iðnskólanum í Hafnar- firði sem fer fram í maí. Þar reynir á þann skilning, þekk- ingu og færni sem Geir hefur viðað að sér frá því hann hóf nám fyrir fjórum árum, en minnstu mistök geta fellt menn á prófinu. „Þetta er að mestu leyti vélaunnið fyrir okkur, en svo þurfum við að reikna mest út sjálfir, teikna inn á spýturnar og saga. Það er heljarinnar verk. Sagi maður spýtu aðeins of stutt er maður bara fallinn en það er mjög létt að falla,“ segir Geir og vísar þar í verklega hlutann, sveinsstykkið, sem gildir um átta- tíu prósent prófsins. „Nemendur fá afhentan verkefnalista í maí, þar sem allir smíða sama verkefnið og hafa þrjá daga til að ljúka því en prófið veitir rétt til starfa í húsasmíði og eins til inngöngu í nám til meistaraprófs.“ Geir viðurkennir að vera bæði spenntur og stressaður fyrir prófinu, en á allt eins von á því að ganga vel þar sem smíðin sé honum nánast í blóð borin. „Já, pabbi og afi eru húsgagna- smiðir og frændi minn er smiður. Síðan er mamma í hárgreiðsl- unni, þannig að við erum öll í iðngreinunum,“ útskýrir hann og er ekki annað að heyra en þessi ungi maður sé áhugasamur og hafi gaman af því sem hann er að fást við. Upphaflega var það áhuginn sem rak Geir út í smíðina en hann segist þó allt eins vera spenntur fyrir byggingarfræði. Því sé aldrei að vita nema hann leggi hana fyrir sig eftir sveinsprófið. „Svo heyrir maður smiði líka blóta því að það vanti upp á smiðskunnáttuna hjá arkitektum þannig að smíðin ætti að vera góður grunnur inn í byggingarfræðina.“ Spurning vaknar hvort honum hafi aldrei dottið í hug að snúa við blað- inu og feta hreinlega í fótspor móður sinnar? „Nei, það held ég ekki. En ég hef einu sinni litað hana svo maður hefur nú reynt fyrir sér í þessu,“ segir hann og hlær. - rve Smíðin er mér í blóð borin Geir verður væntanlega í öðrum hópi nemenda sem útskrifast frá Iðnskólanum í Hafnarfirði eftir að grunnnámi var bætt við nám í bygginga- og mannvirkjagreinum, þar sem nemendum gefst kostur á að velja á milli sex iðngreina: húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðnar, múrara- iðnar, pípulagna eða veggfóðrunar/dúkalagnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.