Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 24
270 137,6 69milljarðar. Verðið sem Kaupþing skyldi greiða í stærstu viðskiptum Íslandssögunnar, sem síðar voru flautuð af. milljarðar. Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja árið 2007. Ríflega 26 milljörðum minni en í hittifyrra. vikur. Existu-menn segjast eiga handbært fé til næstu sextíu og níu vikna. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Það vakti svo sem enga sér- staka athygli en tveir þeirra sem sendu fyrirspurnir í tölvuskeyta- formi á uppgjörsfundi Existu í síðustu viku voru sérfræðingar hjá greiningardeildum frænda okkar í Danske bank og hinum sænska SEB Enskilda. Að öðrum ólöstuðum flokkast þessir bank- ar seint til Íslandsvina enda hafa þeir báðir sent frá sér greiningar og álit sem hafa komið íslensk- um fjármálafyrirtækjum væg- ast sagt illa. Eins og frægt er orðið hefur Danske bank ítrekað talað niður íslenskt efnahagslíf auk þess sem álit Enskilda olli talsverðu g e n g i s f a l l i hjá Exista fyrir hálfum mánuði. Hvernig gengur? Almannatengslafélag Íslands heimsótti nýverið Morgunblaðið en fram kom í þeirri ferð að þar í efri byggðum þætti mönnum verra að almannatenglar hefðu beint samband við blaðamenn; þeir ættu fremur að senda til- kynningar sínar á þartilgerð tölvupóstföng. Þótti einhverjum sem ritstjórninni þar veitti þó ekki af því að vera í betra sam- bandi við fólk eftir ítrekaðar rangfærslur í fréttum af við- skiptalífi. Hjá Kaupþingi er því vísað á bug að arabar hafi keypt tveggja prósenta hlut í bankan- um, líkt og Mogginn fullyrti í liðinni viku. Fjármálaeftirlitið kannast heldur ekki við bréfa- sendingar sem Mogginn segir að hafi átt sér stað vegna kaupa Kaupþings á NIBC og hjá Exista eru menn enn í uppnámi yfir for- síðuuppslætti með rangfærslum frá Enskilda, alveg án þess að nokkur fengi að bera hönd fyrir höfuð sér. Gott að tala við fólk Skyndibitarisinn McDonalds verður aðalstyrktaraðili danska ólympíuliðsins á Peking-leik- unum í sumar. Mun ein dönsk króna af hverjum seldum rétti á sérstökum ólympíumatseðli renna til danska keppnisliðsins. Þrátt fyrir rausnarlegt framlag McDonalds-manna eru margir innan dönsku ólympíuhreyf- ingarinnar ósáttir við ráðahag- inn, enda McDonalds hingað til ekki verið þekkt sem boðberi heilbrigðs lífernis og afreks- mennsku. „Að tengja hreysti- mennsku íþróttanna við þann ósóma sem McDonalds ber á borð er í hæsta máta ósæmi- legt,“ sagði Bente Klarlund, forsvarsmaður hins danska lýð- heilsuráðs. Borgarar fyrir ólympíufara

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.