Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 12
12 11. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur Barnaníðingurinn Ágúst Magnússon fékk reynslu- lausn frá Litla-Hrauni fyrir skömmu. Ágúst átti eftir að afplána eitt ár af fimm ára dómi sem hann hlaut árið 2004 fyrir að níðast gróflega á sex drengjum og fyrir vörslu á einu mesta magni barnakláms sem fundist hefur hérlendis. Páll Winkel, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, segir að í auknum mæli eigi að beita sérskilyrðum við reynslu- lausn fanga. Ekki er vitað hvar Ágúst mun búa að lokinni afplánun en ákveðið hefur verið að kynferðisafbrota- menn, sem brotið hafa af sér gegn börnum, verði ekki framar vistað- ir á fangaheimilinu Vernd. Páll segir þá skilmála sem settir hafa verið fyrir reynslulausn kynferð- isbrotamanna, meðal annarra, gera fangelsismálayfirvöldum kleift að hafa viðamikið eftirlit með þeim í allt að fimm ár eftir veitingu reynslulausnar. Afpláni brotamenn hins vegar alla refs- ingu hafi fangelsisyfirvöld ekki heimildir til slíks eftir lits og brota- maður því laus allra mála. Rök með veitingu reynslulausnar eru því í mörgum tilvikum sterk. Páll segist þó ekki geta tjáð sig um málefni einstakra fanga og þar með ekki um hvaða skilmálar hafi verið settir fyrir reynslulausn Ágústs. Fórnarlömbin voru fleiri Í byrjun síðasta árs skapaðist mikil umræða um mál Ágústs. Hann var þá að afplána dóm sinn á áfangaheimilinu Vernd en þar hafði hann tölvur og nettengingu. Í gegnum netið reyndi hann að hitta þrettán ára stúlku í kynferð- islegum tilgangi. Stúlkan var tálbeita fréttaskýr- ingaþáttarins Kompáss og í viðtali við þáttastjórnenda viðurkenndi Ágúst að hafa misnotað fleiri börn en þau sex sem hann hafði verið dæmdur fyrir, eða eins og hann sagði sjálfur: „Fórnarlömb hljóta náttúrlega alltaf að vera kannski fleiri hjá einstaklingum, það kemur ekki allt upp.“ Spurður hve mörg þau væru svaraði hann: „Það er kannski enginn rosa fjöldi en það er samt alveg hvað, kannski í kringum fimm, sex, sjö, átta ein- staklingar í viðbót sem þarna voru við þetta sem höfðu verið, sem var kært í sko.“ Reynslulausn tryggir lengra eftirlit Þeir sem eru kunnugir Ágústi telja að af honum stafi enn hætta. Páll segist ekki tjá sig um það en ítrek- ar að þau skilyrði sem Ágúst hafi fengið fyrir reynslulausninni séu til mun lengri tíma en eftirstöðvar refsingar og því sé hægt að fylgj- ast með honum lengur en ef hann hefði afplánað allan dóminn. Páll vísar til laga um fullnustu refsinga, spurður um þau úrræði sem hægt er að nota í tilfelli Ágústs, en skilyrði sem hægt er að setja fyrir reynslulausn eru til dæmis: 1. Að aðili sé háður umsjón og eftirliti fangelsismálastofnunar eða annars aðila sem hún tilnefn- ir. 2. Að aðili neyti ekki áfengis eða ávana- og fíkniefna. 3. Að aðili hlíti fyrirmælum umsjónaraðila um dvalarstað, menntun, vinnu, umgengni við aðra menn og iðkun tómstunda- starfa. 4. Að aðili sæti sérstakri með- ferð innan eða utan stofnunar. Tveggja ára eftirlit Fangelsismálastofnun getur fellt skilyrði niður að nokkru leyti eða öllu ef aðstæður breytast. Þá er einnig heimilt að krefjast þess að fólk á reynslulausn gangist undir öndunarsýni eða blóð- og þvag- rannsókn en heimildir Frétta- blaðsins herma að meðal þeirra skilyrða sem Ágústi sé gert að hlíta er að honum verður óheimilt að neyta áfengis í þau tvö ár sem skilyrði reynslulausnarinnar ná til, hann þurfi að tilkynna sig reglulega til eftirlitsaðila og megi ekki fara á svæði þar sem börn stunda tómstundir, en þess ber að geta að Ágúst starfaði á árum áður í kristilegu ungmennasam- tökunum KFUM. „Við munum beita sérskilyrð- um fyrir reynslulausn í auknum mæli og með markvissum hætti,“ segir Páll. Mál Ágústs Magnússonar er eitt umfangsmesta barnaklámsmál sem komið hefur upp hérlendis. Ágúst beitti unga drengi brögðum með það eitt að markmiði að stunda með þeim kynferðis legar athafnir, hafa við þá kynmök og taka af þeim klámfengnar kvikmyndir. Hann notaði Netið til að ná til drengjanna og vílaði ekki fyrir sér að ljúga bæði um nafn og aldur. Hann var fundinn sekur um að hafa á yfirvegaðan hátt og með blekkingum tælt og misnotað drengina kynferðislega. Fórnarlömbin áttu það sameigin- legt að standa illa félagslega áður en til kynna þeirra við Ágúst kom. Misnotkunin olli drengjunum sálrænu tjóni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir þroska þeirra og sjálfsmynd. TÆLDI TIL SÍN BÖRN Á YFIRVEGAÐAN HÁTT Reynslulausn verður markvissari PÁLL WINKEL Getur ekki tjáð sig um skilmála reynslulausnar einstakra fanga, en meðal skilyrða sem hægt er að setja er að aðili sé háður umsjón og eftirliti. „Það gengur yfirleitt betur að vinna með mönnum sem hafa brotið af sér gagnvart barni eða börnum innan fjölskyldunnar,“ segir Björn Harðarson sálfræðingur, sem meðal annars hefur unnið með mönnum með barnagirnd, um möguleika svokallaðra barnaníð- inga á betrun. „Auðvitað er glæpurinn jafn alvar- legur en þeir sem ítrekað hafa brotið af sér gagnvart ókunnum börnum eru mun erfiðari viðfangs en þeir fyrr- nefndu. Sumir sérfræðingar flokka þá sem eins konar rándýr og ganga marg- ir svo langt að halda því fram að þeir séu ólæknandi,“ bætir hann við. Björn segir afar mikilvægt að slíkir menn séu í stöðugri meðferðarvinnu og gæti þess vel að umgangast ekki börn. Hann bendir á að ekki sé algengt að menn sem dæmdir hafi verið fyrir kynferðisbrot gegn börnum hljóti aftur fangelsisdóm fyrir slík brot. Það þurfi þó ekki að segja alla söguna. Verið geti að þeir sýni meiri aðgát eftir fangelsisdóm auk þess sem sönnunar- byrðin í málum sem þessum sé afar erfið. „Þó að menn geti ekki brotið af sér gegn börnum á meðan þeir eru lok- aðir í fangelsi þá ljúka þeir einhvern tímann afplánun. Ég tel að það sé mun betra að veita þessum mönnum reynslulausn með ströngum skilmál- um og hafa eftirlit og vinnu með þeim við raunverulegar aðstæður heldur en að láta þá sitja allan tímann inni og hleypa þeim svo út að því loknu án nokkurs eftirlits.“ Möguleikar barnaníðinga á betrun BJÖRN HARÐARSON FRÉTTASKÝRING KAREN D. KJARTANSDÓTTIR karen@frettabladid.is John McCain virðist nú nokkuð öruggur um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum þegar kosið verður í haust. Helsti mótframbjóðandi hans, Mitt Romney, hefur hætt við framboð sitt og nánast engar líkur þykja á því að Mike Huckabee geti skákað honum. Á hann möguleika? Fáir efast nú um að McCain verði forsetaefni Repúblikanaflokksins. Meiri óvissa er um það hvort hann eigi möguleika á að sigra í kosningunum í nóvember, þegar hann þarf að etja kappi við Hillary Clinton eða Barack Obama, eða jafnvel við þau bæði ef annað verður varaforsetaefni hins. Þar skiptir máli hvort honum tekst að afla sér stuðnings hægri kjarnans í Repúblikanaflokknum, sem hingað til hefur haft lítið álit á málflutn- ingi hans. Einnig gæti hann grætt á því ef Obama og Clinton taka upp á því að slást heiftarlega í fjölmiðlum næstu mánuðina. Hvað hefur hann gert? McCain orðinn 71 árs gamall og hefur mikla reynslu á þinginu í Washington. Hann hefur verið öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona síðan 1987, eða í meira en tvo áratugi, en hafði áður verið fulltrúa- deildarþingmaður fyrir sama ríki árin 1983-87. Hann sóttist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins árið 2000, en mátti sín einskis gegn George W. Bush. Á yngri árum var McCain flugmaður í hernum. Hann var stríðsfangi í Víetnam í nærri sex ár, 1967-73, eftir að flugvél hans var skotin niður og mátti þá þola heiftarlegar pyntingar. Hvað vill hann? Hann hefur frá upphafi stutt stríðsrekstur Bandaríkjanna í Írak, en hefur gagnrýnt meðferð á föngum Bandaríkjahers. Hann er andvígur því að í stjórnarskrá Banda- ríkjanna verði ákvæði sem bannar samkynhneigðum að ganga í hjóna- band, en vill á hinn bóginn skilgreina hjónaband sem samband karls og konu. Hann er á móti fóstureyðing- um, nema í undantekn- ingartilvikum. FBL-GREINING: JOHN MCCAIN, LÍKLEGASTI FRAMBJÓÐANDI REPÚBLIKANA TIL FORSETA BANDARÍKJANNA Kominn í forsetaslaginn á áttræðisaldri TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B Engin útborgun, engin fjárbinding, aðeins mánaðarlegar greiðslur. TASKI Swingo 1250 B Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo gólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV RV U N IQ U E 02 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu M ill jó ni r k ró na 50 .4 69 47 .6 24 41 .4 84 36 .2 50 2004 2005 2006 2007 > Velta í bíla- og smásöluverslun, samkvæmt virðisauka- skattskýrslum, í janúar og febrúar hvers árs. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Virðisaukaskattur á bókum er breyti- legur eftir því hvort um er að ræða hefðbundna bók eða hljóðbók. Þá er skatturinn mismunandi á landakortum eftir því hvort þau eru gormuð, innbundin eða í hefðbundnu broti. Helgi Hjörvar alþingismaður vill að skatturinn sé samræmdur við sjö prósentin. Hvers vegna er mismunandi skattur? Það er mismunandi skattur á þessu núna aðallega vegna þess að menn hafa ekki tekið inn nýja tækni í bóka- útgáfu, bæði á vefbókum og síðan á rafrænum bókum sem munu koma inn miklu sterkar á næstu árum. Mun ríkið ekki tapa á þessari skattalækkun? Tekjutap ríkissjóðs á að vera óveru- legt miðað við núverandi ástand enda hefur þessi tækni ennþá rutt sér takmarkað til rúms. En ríkis sjóður verður af skatttekjum í framtíðinni. Þetta breytir því ekki að það er eðlilegt að skattleggja bækur framtíðarinnar eins og við skatt- leggjum bækur dagsins í dag. SPURT & SVARAÐ VIRÐISAUKASKATTUR Á BÓKUM Bækur fram- tíðarinnar HELGI HJÖRVAR ÞINGMAÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.