Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 16
16 11. febrúar 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is SYLVIA PLATH RITHÖFUND- UR LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1963 AÐEINS ÞRÍTUG AÐ ALDRI. „Þegar okkur finnst okkur skorta allt erum við hættulega ná- lægt því að skorta ekki neitt.“ Sylvia var bandarískt ljóð- skáld og rithöfundur. Eitt vinsælasta verk hennar er hin sjálfsævisögulega skáldsaga Glerhjálmurinn. MERKISATBURÐIR 1752 Fyrsta sjúkrahús í Banda- ríkjunum, Pennsylvania Hospital, er opnað. 1814 Noregur lýsir formlega yfir sjálfstæði landsins. 1906 Hið íslenska bókbindara- félag er stofnað í Reykja- vík. 1973 Tíu manns farast með Sjöstjörnunni KE 8, fimm Íslendingar og fimm Fær- eyingar. 1979 Fylgismenn Ayatollah Khomeini ná völdum í Íran. 1980 Metafli næst af loðnu á einum sólarhring, 23,180 lestir. 1993 Janet Reno verður dóms- málaráðherra Bandaríkj- anna fyrst kvenna. Nelson Rolihlahla Mandela var sleppt úr fangelsi í Suður- Afríku þennan dag árið 1990 eftir að hafa verið pólitískur fangi í 27 ár. Mandela er fæddur 18. júlí 1918 og er því á nítug- asta aldursári. Hann var áberandi andstöðumaður kynþáttaaðskilnaðarstefn- unnar í Suður-Afríku og í fyrstu einsetti hann sér að beita aldrei ofbeldi í baráttu sinni, en síðar kom hann að skipulagningu mótspyrnu- aðgerða sem fólust meðal annars í skemmdarverk- um. Þá var hann hnepptur í fangelsi og þar fékk hann að dúsa næstu 27 árin. Mestu af þeim tíma eyddi hann í litlum fangaklefa á Robben- eyju. Sú vist var eitt gleggsta dæmið um ósanngirni að- skilnaðarstefnunnar. Eftir að Mandela var sleppt fór hann fyrir Afríska þjóðarráðinu í samningavið- ræðum um lýðræðislegar kosningar 27. apríl 1994. Að þeim loknum tók hann við forsetaembættinu af Fred- erik Willem de Klerk og var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Hann sat til 1999. Síðan hefur hann ein- beitt sér að baráttunni gegn alnæmi. ÞETTA GERÐIST: 11. FEBRÚAR 1990 Mandela laus eftir 27 ára fangavist NELSON MANDELA FÉKK FRIÐARVERÐ- LAUN NÓBELS ÁRIÐ 1993. AFMÆLI JENNIFER ANISTON leikkona er 39 ára. BURT REYNOLDS leikari er 72 ára. VALUR VALSSON fyrrverandi bankastjóri er 64 ára. GEIR MAGNÚSSON fyrrverandi forstjóri er 66 ára. KÁRI JÓNASSON fyrrverandi ritstjóri er 68 ára. Lesendur Gagnvegar og vefsins strand- ir.is kusu hjónin Valgerði Magnúsdótt- ur og Ásbjörn Magnússon á Drangs- nesi Strandamenn ársins 2007. Þau fengu líka viðurkenninguna Framfarasporið 2007 sem veitt er af ferðamálasamtökunum Arnkötlu. Því fylgdi verðlaunagripur eftir listakon- una Ástu Þórisdóttur. Ástæða þessar- ar upphefðar er sú að þau hjón hafa hlúð vel að ferðaþjónustu á svæðinu. Þau opnuðu nýtt gistihús á síðasta ári sem heitir Malarhorn og einnig veit- ingahúsið Malarkaffi. „Þetta er nú bara sjálfsbjargarviðleitni,“ segir Ás- björn hógvær þegar haft er samband við hann í gegnum síma. „Kvótinn var orðinn svo lítill að það var ekki hægt að lifa á honum. Annað hvort var að hætta alveg eða bæta nýju við. Sjálf- sagt hefði komið betur út fyrir okkur sjálf að selja kvóta og skip og lifa á rentunum en það er lítið gaman að því. Betra að brölta eitthvað og taka þátt í atvinnuuppbyggingu í samfélaginu.“ Ásbjörn hefur boðið upp á sjó- stangveiði og siglingar út í Grímsey á Steingrímsfirði undanfarin sumur en kveðst hafa orðið tilfinnanlega var við að grunnþjónustu við ferðamenn hafi skort á svæðinu eins og gistingu og veitingar, jafnvel bara það að kom- ast á snyrtingu. „Ég fer í fjögurra tíma ferð út í eyjuna með leiðsögn. Stundum koma fullar rútur af fólki og kannski vill bara helmingur hópsins fara í sigl- ingu. Þá hafði hinn hluti hópsins engan samastað á meðan. Nú hefur verið bætt úr því, bæði með kaffihúsinu og nýrri sundlaug sem var opnuð síðastliðið sumar.“ Grímsey liggur skammt frá landi og sigling þangað tekur bara tíu mínútur að sögn Ásbjörns en hvað er þar að sjá? „Þar er stærsta lundavarp í heimi á einni eyju og fuglalífið fjöl- breytt, æðarfugl, teista, álka, skarfur, rita, mávar og mófuglar. Eyjan hefur eiginlega verið ónytjuð hingað til, jafn ótrúlega og það hljómar. Þetta er ósnortið land.“ Sjóstöngin nýtur vaxandi vinsælda að sögn Ásbjörns sem ætlar að koma upp góðri aðstöðu til að ganga frá afla gestanna. Heimamenn hyggjast líka koma upp grásleppu- og nytjasafni á allra næstu árum. Ásbjörn er með í því. Þar á að verða allt um grásleppu- veiðar, hákarlaveiði, reka og æðarbú- skap. „Grásleppuveiðar voru eigin lega fundnar upp hér á Drangsnesi og þær hafa verið stór þáttur í útveg okkar síðan,“ lýsir hann. Aðspurður segir hann saltfiskvinnslu á staðnum og tölu- vart s af trillum í höfninni, en er eitt- hvað að gera í ferðaþjónustu yfir vet- urinn? „Ekki ennþá en okkur langar að byggja upp þátttökutúrisma til að lengja ferðamannatímann. Bjóða fólki í róður og leyfa því að taka þátt í því sem verið er að fást við á staðnum,“ segir Ásbjörn, sem stundar útgerð á veturna, er á línu núna og fer svo á grásleppu. En hvernig eru aflabrögð- in? „Þau eru ágæt en það er verra með gæftirnar. Það er búin að vera langvar- andi óstillt tíð alveg frá því í haust, djúpar lægðir og mikil læti. Það er haugabrim hér núna.“ gun@frettabladid.is ÁSBJÖRN OG VALGERÐUR Á DRANGSNESI: STRANDAMENN ÁRSINS 2007 Annað hvort var að hætta alveg eða bæta nýju við STRANDAMENN ÁRSINS 2007 Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir hafa staðið sig vel í að hlúa að ferðaþjónustu á Drangsnesi. MYND/AUÐUR HÖSKULDSDÓTTIR. Fyrirtækið NTC sem rekur meðal annars versl- anirnar Gallerí Sautján í Kringlunni og Laugavegi og Retro í Smáralind veitti á dögunum Mæðrastyrks- nefnd styrk til kaupa á fermingarfatnaði í verslun- um sínum. Er þetta orðinn árlegur viðburður hjá fyrir- tækinu. Björn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri NTC hf., afhenti Ragnhildi Guð- mundsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar, styrk- inn sem nemur um 700 þús- und krónum í síðustu viku. Styrkir Mæðra- styrksnefnd Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu menningar- mála- og safnanefndar um að styrkja starfsemi Snorra- stofu í Reykholti. Fram- lag Akraneskaupstaðar til Snorrastofu mun verða um 2,3 milljónir í heild sinni á tímabilinu 2008-2010. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir samstarfi á milli Snorrastofu og Byggða- safnsins að Görðum sem snýr að sameiginlegum mál- efnum beggja staðanna. Jafnframt gerir samning- urinn ráð fyrir að Snorra- stofa standi fyrir viðburð- um á Akranesi, í tengslum við Vökudaga, sem höfða sérstaklega til tengsla Akra- ness við Snorra Sturluson en móðir Snorra var frá Akra- nesi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Land- námssetrinu í Borgarfirði. Samstarf við Snorrastofu REYKHOLT Í BORGARFIRÐI Akraneskaupstaður ætlar að styrkja starfsemi Snorrastofu næstu tvö árin. AFHENDING Björn Sveinsson framkvæmdastjóri NTC hf. ásamt Ragn- hildi Guðmundsdóttur og öðrum konum sem vinna ötult starf hjá Mæðrastyrksnefnd. Bestu nemendur Háskól- ans í Reykjavík voru heiðr- aðir fyrir helgi við hátíð- lega athöfn. Að þessu sinni hlutu sjötíu nemendur við- urkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn. Þessi hópur kemst á hinn svokallaða Forseta- lista skólans og fylgir þeim heiðri niðurfelling skóla- gjalda á yfirstandandi önn. Að þessu sinni voru 23 nemendur úr tækni- og verkfræðideild heiðraðir, 20 nemendur úr viðskipta- deild, 13 úr lagadeild, 11 úr tölvunarfræðideild og 3 nemendur úr kennslu- fræði- og lýðheilsudeild. Á Forsetalistanum í dag er 31 kona og 39 karlar. Bestu nemend- ur HR heiðraðir HEIÐURSLISTINN Sjötíu nemendur Háskólans í Reykjavík komust á Forsetalista skólans að þessu sinni. Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Kjartan Guðmundsson Rjúpnasölum 10 (Áður Löngubrekku 2), lést á Landakotsspítala þann 2. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks A6 Landspítalanum í Fossvogi og K1 á Landakoti. Fyrir hönd aðstandenda Hjördís Erla Pétursdóttir LESLIE NIELSEN leikari er 82 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.