Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar 9:38 13:42 17:47 9:33 13:27 17:22 Í dag er mánudagurinn 11. febrúar, 42. dagur ársins. Tvisvar hef ég séð stjórnmála-flokka veikjast heiftarlega. Sá fyrri dó drottni sínum í sælli trú á framhaldslíf á bleiku skýi jafnaðar stefnu á rauðum sokk- um. Sagt hefur verið að þessi flokkur, sem hét Alþýðubanda- lagið, hafi dáið úr innanmeinum. Félaginn tryggi sem fylgdi hús- bóndanum hvert fótmál hlaut sömu örlög. Hann hét Þjóðviljinn og dó við að breytast úr málsvara smáfólks í barefli fyrir frama- gosa og fagfólk í stjórnmálum til að lumbra hvert á öðru. Allavega var átakanlegt að horfa upp á hel- stríð flokks þar sem hinir aðskilj- anlegu hlutar líkamans virtust einungis vera samtaka um að vilja vinna hver öðrum mein. UM síðustu aldamót fóru menn að merkja svipuð sjúkdómsein- kenni hjá Framsókn. Meðgöngu- tíminn gæti þó hafa verið lengri því að nokkru áður hafði hið hundtrygga flokksmálgagn gefið upp öndina. Hafandi horft upp á tvo stjórnmálaflokka dragast upp með þessum hætti rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds við að sjá að sá sjúkdómur sem reyndist svo skæður á hjáleigun- um hefur stungið sér niður í þriðja sinn og er nú sestur að á höfuðbóli íslenskra stjórnmála. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er ekki heill heilsu um þessar mundir; sömu svitaperlur á enn- inu; sama sóttheita augnaráðið, ráðvillt og starandi; sömu kvala- fullu innantökurnar; sömu krampaköstin; sama óráðshjalið. Og síðast en ekki síst, flokks- mál gagn, varðhundurinn sem má muna fífil sinn fegri. Í þessum þremur tilvikum er greinilega um alvarlegan sjúk- dóm að ræða. Einn sjúklinganna er ekki lengur í tölu lifenda. Framsókn mókir rænulítil og vafamál hvort íslensk öræfi luma á lífgrösum sem megna að koma maddömunni á fætur aftur. Sjálf- stæðisflokkurinn virðist hneigj- ast að íhaldssamri forneskju því að nú er talað um að blóðfórn sé eina leiðin til að blíðka örlaga- nornirnar. Í nafni nútímajafn- réttis hefur þó verið ákveðið að fórna ekki hreinum meyjum í lækningaskyni heldur gamla góða Villa sem þjónað hefur flokknum af mikilli trúmennsku áratugum saman. Skyldi saklaust gæðablóð hafa nægilegan lækn- ingamátt til að afstýra hinu óum- flýjanlega? Saklaust gæðablóð?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.