Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 34
18 11. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Útvarpsáhlustun getur verið besta skemmt- un. Þó er ský á himni hlustandans; reglulega þarf að gera hlé á dag- skránni til þess að leika auglýsingar. Þetta er hið versta mál, sérlega þar sem útvarpsauglýsingar eru oft- ast öllu leiðinlegri en náfrænka þeirra sjónvarpsauglýsingin. Og þá er mikið sagt þar sem sjónvarps- auglýsingar eru flestar frekar niðurdrepandi. En það er um að gera að líta á björtu hliðarnar. Ein er sú útvarps- auglýsing sem skarar fram úr öðrum um þessar mundir. Hún aug- lýsir einhverja borþjónustu úti í bæ; óþarfi er að tilgreina það nánar hér. En auglýsingin sjálf er óvenju- lega hrein og bein sem hlýtur að teljast nokkuð hressandi. Hún er svohljóðandi: „Hvað væri lífið án gata?“ Augljóst er að hér er verið að vísa í þau göt sem borþjónusta getur útvegað manni: göt í steypu, viði, steina og annað það efni sem allajafna er nokkuð erfitt að gata. Lífið væri vissulega fátæklegra ef ekki væri hægt að gera slík göt; til að mynda væri ekkert grín að ætla sér að festa hillu á vegg. Ef ekki nyti bora við og þeirra gata sem þeir gera væru því flestar eigur manns bara á gólfinu og það hugn- ast víst fæstum snyrtimennum. En þegar að eyrum berst svo opin spurning um lífið og götin er óhjá- kvæmilegt að hugurinn reiki að öðrum götum en þeim sem borar hafa skapað. Heimur án lífrænna gata væri sannarlega ömurlegur staður. Næsta víst er að svissnesk- ur ostur nyti ekki þess góða orð- stírs sem hann hefur getið sér; bæði vantaði í hann götin, en jafnframt vantaði á okkur götin sem til þarf til að njóta hans. Í heimi án gata værum við blind, heyrnarlaus og ófær um að anda og nærast. Líkast til væri það þó blessun að geta ekki nærst því í þessu gatalausa ástandi væri ekki beint hlaupið að úrgangs- losun. Vísindamenn vilja sumir meina að sólin sé uppspretta lífs á jörðinni en ljóst er að máttur sólar væri vita gagnslaus ef ekki væri fyrir göt. STUÐ MILLI STRÍÐA Hvað væri lífið án gata? VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR KANN AÐ META SVISSNESKAN OST ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Með þeim betri, Húgó! Öll símtöl verða flutt frá einni deild til annarrar í þeirri röð sem þau bárust. Loksins heiðar- legt fyrirtæki. Allir þjónustufulltrúar okkar eru uppteknir við að draga aðra kúnna á asnaeyr- unum. Því miður. Já, já... Aftur í sjón- varpinu, Ívar? Jú, jú! En eftir miðnætti fóru svæsnir hlutir að gerast! Þetta gerðist allt í sjónvarpinu, er það ekki, Ívar? Fótboltaleikur! Rallíkross! Og ég varð vitni að ástar- þríhyrningi sem endaði voveiflega! Góðan daginn, Ívar! Áttirðu góða helgi? Kannski ættum við að fara heim saman og hugsa málið.Af hverju á ég að sitja í litlu búri á meðan ókunnugt fólk glápir á mig þegar það gengur hjá? Af hverju? Af hverju er ég hér? Af hverju er ég hér? Tiger Sögur af dýrahótelinu Svafstu alla myndina? Ef þú heldur að ég noti barnlausan tíma í að horfa á mynd ertu snarbiluð! Góð!Hvernig var myndin? Bara komin! Sætin voru stór og þægileg og ég er viss um að ég hafi ekki hrotið of hátt. Nei, nei, nei!! Ég sagði frankincense, þú áttir að koma með reykelsi!! Ég hef upplifað ótrúlegustu hluti! Tónleikar með Eric Clapton, hitti notalega indjána með síð eyru í innviðum frumskógarins... MasterCard Mundu ferðaávísunina! Barcelona Vorveisla Prag Budapest Kraká Vilnius

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.