Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 36
20 11. febrúar 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Kynningarplakat fyrir nýj- ustu James Bond-myndina, Quantum of Solace, hefur verið gert opinbert. Þar sést í skuggann af Bond með byssuna á lofti og má því gera ráð fyrir því að ofbeldi og hasar verði í fyrirrúmi í myndinni, rétt eins og fram- leiðandinn Michael Wilson lofaði fyrir skömmu. Sagði hann hasarinn verða tvöfalt meiri en í síðustu Bond- mynd, Casino Royale, og var hann þó mikill fyrir. Myndin, sem verður heims- frumsýnd föstudaginn 7. nóvember, verður með Dani- el Craig á nýjan leik í hlut- verki njósnara hennar hátignar, 007. Tökur hófust í Pinewood-kvikmyndaverinu í Bretlandi í nóvember og hafa þær gengið vel. James Bond með byssu á lofti JAMES BOND 22. James Bond-myndin verður heimsfrumsýnd 7. nóvember. Páll Óskar Eurovision- geggjari blæs til brjálaðs Eurovisionpartís á NASA 23. þessa mánaðar og þar munu stíga á stokk ýmsar hetjur sem nú um stundir bítast um farmiðann til Serbíu. „Þessi tvö lög eru í sjómann hvort við annað. Þarna er reiptogið. Úrslitin ráðast af því hvernig þessi lög verða flutt,“ segir Páll Óskar tónlistarmaður. Páll Óskar er að tala um hina íslensku forkeppni söngvakeppni hinna evrópsku sjónvarpsstöðva. Hann fylgist grannt með gangi mála. Enginn efast um sérfræði- þekkingu Páls Óskars á Eurovision. Hann hefur fylgst með keppninni alveg frá því hann var strákur, auk þess sem hann var fulltrúi Íslands í keppninni ́ 97. Páll Óskar er hafsjór fróðleiks um keppnina og því óhætt að hlusta á það sem hann hefur um þetta að segja. Og jafn- vel setja peningana á þau hross sem njóta velþóknun- ar Páls Óskars sem telur alveg fyrirliggjandi að „Fullkomið líf“ eftir Örlyg Smára með þeim Reg- ínu Ósk og Friðriki Ómar og Euroband- inu og svo „Ho Ho Ho, We Say Hey Hey Hey“ eftir Barða Jóhanns- son með Merced- es Club muni bít- ast um sigurinn. Páll Óskar er að skipu- leggja mikið Eurovision-partí sem verður haldið strax eftir úrslitaþátt Ríkissjón- varpsins að kvöldi 23. febrúar. Svo sannfærður er Páll Óskar um að það séu þessi tvö lög og engin önnur sem slást um sigur að hann er þegar búinn að bóka Euro- bandið og Mercedes Club til að stíga á stokk á NASA við það tækifæri. Og hann lofar leyni- gestum sem bragð er af. Þó að Euro- vision sér- fræð ingur- inn hafi dregið þessi lög úr hópi þeirra laga sem keppa um sig- urinn vill hann ekki gera upp á milli þeirra sem slíkra. „Sko, ég er búinn að heyra ensku útgáfuna hjá Regínu Ósk og Frið- riki Ómari. „Fullkomið líf“ eða „This Is My Life“ er alveg geggjað. Þau eru búin að leggja mikið á sig til að gera þetta enn flottara,“ segir Páll Óskar. Hann lýsir jafnframt yfir mikilli hrifningu á Mercedes Club og Ho Ho Ho, We Say Hey Hey Hey. „Úrslitin munu svo ráðast af því hvernig lögin eru flutt,“ bætir Páll Óskar við. jakob@frettabladid.is Reiptog milli Euro- bandsins og Barða MERCEDES CLUB Mun bítast um farmið- ana til Serbíu við Eurobandið. EUROBANDIÐ „Fullkomið líf“ heitir upp á ensku „This Is Your Life“ og er samkvæmt Páli alveg geggjað. PÁLL ÓSKAR Spáir fyrir um úrslitin alveg viss og leggur upp partíið sitt í samræmi við spá sína. > DÚKKA Þýska fyrirtækið Simba Toys sendi í vikunni frá sér Paris Hilton-dúkkur, sem partí- prinsessan stílíseraði sjálf. Dúkkunum, sem skarta silfur- strípum í hári, fylgja glitrandi mínípils, kvöldkjólar og míní Mp3-spilarar. Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm er kominn aftur til Íslands ásamt hljómsveit sinni eftir vel heppnað tónleikaferðalag um Skandin- avíu. Ferðin hófst í Kaupmannahöfn síðastliðinn mánudag og lauk í Stokkhólmi á föstudagskvöld. Benni segir að ferðin hafi gengið rosalega vel og sveitin hafi fengið frábærar viðtökur. „Þetta er dálítið heilbrigðara umhverfi en margt sem ég hef kynnst og ég hef mikla trú á því að spila hérna í framtíðinni,“ segir Benni, sem var á sinni fyrstu tónleika- ferð um Skandinavíu. „Þetta er aðeins huggulegra en það sem manni er boðið upp á í Englandi og Bandaríkjunum.“ Tveimur afmælum var fagnað í ferðinni. Á miðvikudag hittu þau sænska tónlistarmanninn Jens Lekman í Gautaborg sem fagnaði þá 27 ára afmæli sínu og daginn eftir varð trommarinn Ólafur Björn Ólafsson þrítugur. „Við fórum á krá sem bruggar sinn eigin bjór og þar var haldin gjafaathöfn,“ segir Benni um síðarnefnda afmælið. Um leið og Benni kom til landsins spilaði hann í leikritinu Halla og Kári í Hafnarfjarðarleikhúsinu þar sem hann semur tónlistina. Upptökur á nýrri plötu hófust síðan í gær og kemur hún væntanlega út í sumar. Hinn 21. febrúar spila Benni og félagar síðan á By:Larm-hátíðinni í Osló ásamt FM Belfast og Bloodgroup. - fb Huggulegt í Skandinavíu BENNI HEMM HEMM Tónlistarmaðurinn knái er kominn heim eftir vel heppnaða Skandinavíuferð. International studies in Denmark? Computer Science (2¼ years) Systems designer, Programmer, IT consultant, Project mana- ger, Systems administrator. Marketing Management (2 years) Marketing coordinator, Advertising consultant, Account mana- ger, Purchasing assistant. Multimedia Design and Communication (2 years) Web designer, Web developer, Multimedia consultant, Media planner, Event manager. Higher education academy programmes. Direct qualifications for employment or 1 year top-up to become a bachelor. Information meeting, 15 February at 17 Hilton Reykjavik Nordica Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavik www.aabc.dk/english Föndurverslun Síðumúli 15 S: 553-1800 Sjón er sögu ríkari Stærðir S - 4XL Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.