Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Baðherbergið er án efa eitt dýrasta herbergi hússins. Þó svo að það sé yfirleitt minnsta herbergið í húsinu er það jafnframt rakasta herbergið og inniheldur mest af lögnum sem geta verið til vandræða. Frú Sigríður Kjartansdóttir á vanalega ekki í ástarsambandi við húsgögn, en er hjartfólginn dömuskápur og kuðungur austan af fjörðum. „Almennt bind ég ekki taugar né tilfinningar við ver- aldlega hluti, en ann því mjög sem fylgt hefur for- feðrum mínum og hefur tilfinningalegt gildi,“ segir Sigríður Kjartansdóttir, starfsmaður Ekorta ehf. „Langafi minn, Sigfús Sveinsson kaupmaður og útgerðarmaður í Neskaupstað, flutti dömuskápinn inn frá Danmörku um aldamótin 1900, en skápurinn er hluti af svefnherbergishúsgögnum sem saman- stóðu af fataskápum fyrir bæði kynin, hjónarúmi, náttborðum og vaskaborði með postulínsskál,“ segir Sigríður, sem minnist þess að hafa dáðst að fallegri antíkinni á bernskuárunum austur á fjörðum. „Ég var sérstaklega heilluð af dömuskápnum og þegar mér hlotnaðist heimasætusvítan á unglingsár- unum bauðst mér þessi dýrgripur. Hann var þá í upp- runalegu horfi; handmálaður hvítbláum skýjum, slaufum og gyllingu, en orðinn lúinn og kominn vel til ára sinna. Ég stíflakkaði hann hvítan og þannig stóð hann til handargagns þar til fyrir rúmum áratug að ég gerði hann upp eins og hann lítur út í dag,“ segir Sig- ríður, sem eyddi þremur mánuðum í skápinn sem þá fékk nýtt hlutverk og varð hennar helsta stofustáss. „Margir hafa dáðst að honum í gegnum tíðina en hann verður aldrei falur fyrir fé, frekar en litli kuð- ungurinn sem hrökk af kistli Stínu ráðskonu í Nes- kaupstað og hún gaf mér þegar ég var sjö ára. Hann hef ég geymt eins og sjáaldur augna minna og enn fær hann að skína í dömuskápnum, en svona djásn verða aldrei metin til fjár. Þessir munir eru samofnir tilveru minni og barnæsku, og eru komnir frá mínum uppáhaldsstað á jarðríki.“ thordis@frettabladid.is Dömuskápur með sál Sigríður Kjartansdóttir og virðulegur heimilis- hundurinn Brúnó við dömuskápinn fagra, en kommóðan sem einnig sést á myndinni er sömu- leiðis úr búi Sigfúsar Sveinssonar útgerðar- manns í Sigfúsarhúsi í Neskaupstað, frá því um aldamótin 1900. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Brauðdeig er sniðugt að setja í ofninn þegar selja á íbúð og verið er að taka á móti fólki. Það skapar hlýja og heimilislega stemningu og gæti lokkað fólk frekar til að kaupa. Allt í lagi er þó að deigið sé keypt tilbúið. Olíublettir eru ekki skemmtilegir og hið mesta ólán að fá þá í fötin sín, til dæmis eins og hvítlauks- olíuna góðu sem fylgir oft pizzunum okkar. Þegar það gerist er ráð að setja óblandaða lopa- sápu í blautan klút og nudda blettinn. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.