Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2008, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 18.02.2008, Qupperneq 6
6 18. febrúar 2008 MÁNUDAGUR með ánægju Hópferðir Hópadeild Iceland Express gerir hópum, 11 manns og fleiri, tilboð í allar gerðir hópferða til áfangastaða flugfélagsins. Kynntu þér kostina í síma 5 500 600 eða á www.icelandexpress.is/hopar Óttastu handrukkara? Já 23,1% Nei 76,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Gætir þú hugsað þér að skipta um nafn? Segðu þína skoðun á visir.is KJARAMÁL Kjarasamningar voru undirritaðir á níunda tímanum í gærkvöld. Geir H. Haarde forsæt- isráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra höfðu þá kynnt aðkomu ríkisstjórnarinn- ar til að liðka um fyrir gerð samn- inganna. Aðgerðirnar munu kosta um 20 milljarða króna næstu þrjú árin. „Hér er verið að ráðast í aðgerðir sem geta í senn stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu og jafnvægi,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Við erum þar í takt við verkalýðshreyfing- una, sem ég tel að sé að gera mjög merkilega samninga núna.“ Persónuafsláttur mun hækka um 7.000 krónur á kjörtímabilinu umfram hækkun í samræmi við neysluvísitölu. Verkalýðsforystan hafði farið fram á að sá peningur yrði nýttur í sérstakan persónu- afslátt til handa fólki með tekjur undir 300.000 krónur á mánuði. „Einn félagi minn orðaði það svo að þunn væri stjúpmóðursneiðin í skattamálunum,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfs- greinasambandsins. „Við lögðum upp með allt aðrar kröfur, en þeim var hafnað. Niðurstaðan er þessi.“ Verkalýðsforystan sættist á útspil ríkisstjórnarinnar, en leið- togar hennar sögðu að margt hefði mátt betur fara. „Svör ríkisstjórn- arinnar eru misjafnlega ásættanleg, en heildarmyndin er ásættanleg,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. „Við teljum mjög mikilvægt að vaxta- bæturnar hækki meira en ríkis- stjórnin hefur fallist á. Við vildum líka að atvinnuleysisbæturnar hækkuðu sérstaklega.“ Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Íslands, lýsti einnig yfir vonbrigð- um með vaxtabæturnar. „Stóra vandamálið með þær er að þær þurrkuðust nánast út á höfuðborgarsvæðinu þegar fast- eignaverð hækkaði. Ungt fólk átti nú nógu erfitt með að kaupa sér íbúð fyrir það. Þetta er leiðrétt að hluta til, en ekki nóg.“ Skerðingarmörk barnabóta munu hækka úr 100 þúsund krónum í 150 þúsund á tímabilinu og skerðingar- hlutföll vegna annars og þriðja barns verða lækkuð um eitt prósent. Þetta er í samræmi við upphaflegar kröfur verkalýðsforystunnar. Tekjuskattur á fyrirtæki mun lækka úr 18 prósentum í 15 pró- sent, strax á næsta ári. „Það var mjög gott að ná fram tekjuskatts- lækkun á fyrirtæki, það er góð aðgerð fyrir atvinnulífið í landinu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins. Skrifað var undir samningana á níunda tímanum í gærkvöld. Samn- ingarnir gilda til nóvember 2010 og fela í sér tafarlausa átján þúsund króna hækkun launataxta og í heildina 32 prósent hækkun lægstu launa á samningstímanum. Launa- taxtar iðnaðarmanna munu hækka um 21 þúsund krónur við undir- skrift. Almenn ánægja var með samningana og sögðu margir þá vera einsdæmi. „Það fólk sem er á lægstu töxtunum fær mjög miklar hækk- anir og það sama á við um þá sem ekki hafa notið launaskriðs á síð- ustu árum,“ sagði Grétar Þorsteins- son. „Svo er æði stór hópur í efri kanti launaskalans sem fær ekkert. Mér er til efs að samningar af þessu tagi hafi áður verið gerðir.“ Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, er ánægður með niðurstöðu viðræðnanna. „Við náum vissulega fram miklum hækkunum á launa- töxtunum og á sama tíma réttum við hlut þeirra sem hafa setið eftir. Vonandi verður þetta til þess að launaskriðið nái upp allan skalann án þess að verðbólga fari úr bönd- unum. Það yrðu tímamót,“ segir Gunnar. steindor@frettabladid.is 20 milljarðar í kjara- bætur á þremur árum Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga í gær. Persónuafsláttur hækkar um 7.000 krónur umfram verðuppfærslu. Tekjuskattur á fyrirtæki lækkar í 15 prósent. Samningar tókust á níunda tímanum í gærkvöld. SAMGÖNGUR Forsvarsmenn Strætós eru nú að skoða möguleika á að koma upp svokölluðum rauntíma- búnaði í stærri biðskýlum, eða töflum sem sýna hversu langt er í að vagninn komi. Þetta fyrirkomulag er ekki ólíkt því sem þekkist á lestarstöðvum erlendis og vakti Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi máls á hugmyndinni nýlega. Hörður Gíslason, aðstoðar- framkvæmdastjóri Strætós, segir þetta lið í bættri þjónustu fyrir- tækisins. Önnur hugmynd er sú að hægt sé að fá upplýsingar um stað- setningu vagna beint í farsíma. Nú þegar á að vera hægt að hringja í Strætó til að fá þessar upplýsingar, en tvennum sögum fer af þeirri þjónustu, sér í lagi um helgar. „Meiningin er samt sú að við getum aðstoðað alla sem hringja í okkur,“ segir Hörður. Síðustu vikur hafa verið tafir á ferðum vegna veðurs en einnig hafa verið óútskýrðar tafir, til að mynda á leið 13, sem fer frá Seltjarnarnesi og upp að Borgar- spítala. Sá vagn kemur allt að 15 mínútum of seint og farþegar, sem Fréttablaðið hefur rætt við, segjast hættir að treysta því að vagninn komi á réttum tíma. Hörður kannast ekki við tafirnar á þessari leið en segir að málið verði skoðað. - kóþ Aðstoðarframkvæmdastjóri Strætós kannast ekki við miklar tafir á leiðum: Eru að skoða rauntímabúnað BEÐIÐ VESTUR Í BÆ Tristan Karlsson, nemandi í Landakotsskóla, tekur gjarnan leið 13. Á henni hafa verið allt að fimmt- án mínútna tafir síðustu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/KLEMENS „Ég fagna því auðvitað hvernig mönnum hefur tekist að ná þessu samkomulagi og óska þeim til hamingju með það, Samtökum atvinnulífsins og ASÍ,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Það er auðvitað mikill áfangi að eiga kjarasamninga til þriggja ára og ekki vanþörf á að stuðla þannig að stöðugleika,“ segir hann. Þó hefði Guðjón viljað sjá hugmyndir umbjóðenda launa- fólks um sérstakan persónuafslátt verða að veruleika. - kóþ Formaður frjálslyndra: Mikill áfangi og fagnaðarefni GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Skattar: ■ Persónuafsláttur hækkar um sjö þúsund krónur á næstu þremur árum, umfram almenna verðupp- færslu. ■ Tekjuskattur fyrirtækja lækkar úr 18 prósentum í 15 prósent strax á næsta ári. ■ Lækkanir á tollum og vörugjöldum verða skoðaðar. ■ Stimpilgjöld vegna lána til kaupa á fyrstu fasteign verða felld niður. Bætur: ■ Skerðingarmörk barnabóta hækka úr 100 þúsund krónum á mánuði í 150 þúsund krónur fyrir einstaklinga. ■ Hámarkshúsaleigubætur hækka úr 31 þúsund krónum á mánuði í 46 þúsund. ■ Eignaskerðingarmörk vaxtabóta verða hækkuð um 35 prósent á árinu. ■ Atvinnuleysisbætur hækka til samræmis við hækkun lægstu launa. Annað: ■ Rýmri veðheimildir á lánum til leiguíbúða og fjölgun lánsvilyrða með niðurgreiddum vöxtum til félagslegra leiguíbúða. ■ Húsnæðissparnaðarkerfi með skattafrádrætti fyrir fólk undir 35 ára. ■ Nefnd geri tillögur að róttækum breytingum á almannatrygginga- kerfinu. ■ Greiðslur úr Endurhæfingarsjóði og fleiri sjóðum verði skattfrjálsar. ■ Uppbygging starfs- og framhalds- skólamenntunar í því skyni að ekki meira en 10 prósent fólks á vinnu- markaði verði án slíkrar menntunar. ■ Framlög til símenntunar og full- orðinsfræðslu verða aukin um 300 milljónir á næstu árum. SKATTALÆKKANIR OG BÓTAHÆKKANIR „Ég samfagna Alþýðusambandinu að ná samningum þar sem eru félagslegar áherslur sem eru að mínu skapi,“ segir Ögmundur Jónasson. „En hvað varðar aðkomu stjórnvalda að þessum samningum þá hlýtur það að vekja mann til umhugsunar þegar þarf kjarasamninga til að stjórnmála- flokkar standi við kosningaloforð- in,“ segir Ögmundur. Hann efast um að ástæða hafi verið til að lækka skatta fyrir- tækja, frekar en almennings. - kóþ Þingflokksformaður VG: Skattapólitíkin mætti breytast ÖGMUNDUR JÓNASSON „Heilt yfir tel ég að þetta sé góður dagur, ekki bara fyrir aðila vinnumarkaðar- ins, heldur fyrir samfélagið allt,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknar- flokksins. „Ég er jákvæð gagnvart útspili ríkisstjórnarinnar. Þar er tekið á mörgum mikilvægum þáttum. En það hefði vissulega verið hægt að gera enn betur ef stjórnin hefði sýnt aðhald við fjárlagagerðina. Það gerði hún því miður ekki.“ kóþ Varaformaður Framsóknar: Góður dagur fyrir samfélagið VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR SLYS Stúlka félll af hestbaki í Grindavík í gær þegar hestur hennar fældist við hávaða frá torfæruhjólum. Að sögn vitnis fældust mörg hross við lætin í hjólunum sem ekið var um í nágrenni við hesthúsahverfið. Stúlkan hlaut áverka á baki en meiðsli hennar reyndust ekki alvarleg. Bifhjólamennirnir voru enn í næsta nágrenni þegar lögregla og sjúkralið voru á staðnum en héldu sig í hæfilegri fjarlægð og óku að lokum burt með miklum látum. Lögreglan óskar eftir upplýs- ingum um hvaða menn voru þarna á ferð. - þo Stúlka féll af hestbaki: Bifhjólamenn fældu hross TÖRNINNI LOKIÐ Gleðin leyndi sér ekki á andlitum aðila vinnumarkaðarins þegar loksins var skrifað undir kjarasamninga á níunda tímanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.