Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 4
4 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Bassel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Á MORGUN
Hæg NV átt um
allt land.
MÁNUDAGUR
Norðaustlæg átt
víða um land
-2
-3
-1
-1
-1
-2
-4
-3
0
-7
14
-2
-2
-1
-2 -2
0
-1
-1
-2
-3
1
11
11
7
12
10
4
4
2
6
11
FROST VÍÐA
Hitastigið á landinu
verður nokkuð
svipað og verið
hefur næstu dag-
ana, en úrkoman
kemur og fer. Í dag
þykknar upp sunn-
an og vestanlands,
og éljagangur verð-
ur víða um land á
morgun.
Elín Björk
Jónsdóttir
Veður-
fræðingur
7°
7°
6°
7°
6°
11°
15°
13°
12°
10°
17°
18°
10°
11°
22°
3°
29°
15°
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
130,2087
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
66,76 67,08
131,22 131,86
98,99 99,55
13,277 13,355
12,544 12,618
10,636 10,698
0,6232 0,6268
106,05 106,69
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Í blaðinu í gær var ranglega sagt að
Jórunn Ósk Frímannsdóttir borgar-
fulltrúi hefði verið gestur í kveðjuhófi
Björns Inga Hrafnssonar sem haldið
var í Höfða.
LEIÐRÉTTING
STJÓRNMÁL „Þetta er í raun engin niðurstaða
og það er sérkennilegt að ákvörðuninni skuli
enn slegið á frest. Ljóst er að borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins treysta Vilhjálmi ekki
fyrir borgarstjórastólnum og það er sorglegt
að ekkert þeirra skuli hafa styrk til þess að
stíga fram og segja hingað og ekki lengra,“
segir Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi
borgarstjóri, um yfirlýsingar sjálfstæðis-
manna frá því í gær.
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsókn-
arflokksins, tekur í sama streng og segir að
meirihlutasamstarfið hangi á bláþræði.
„Ákvörðun Vilhjálms um að sitja áfram sem
oddviti stjórnast af tvennu. Annars vegar er
engin sátt innan flokksins um það hver eigi
að vera eftirmaður hans og hins vegar er
Vilhjálmur tengingin við Ólaf F. Magnússon,“
segir Óskar. Hann segir að óvissan og þófið
innan Sjálfstæðisflokksins hafi nú þegar
slæm áhrif á starfið í borginni.
Undir það tekur Svandís Svavarsdóttir,
borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Þetta er
óboðlegt og það blasir við almenningi í
Reykjavík að það er algjör glundroði í
hópnum.“
„Fyrir örfáum dögum kom engum annað í
hug en að Hanna Birna myndi taka sæti
oddvita. Það að sú niðurstaða sé ekki
innsigluð í þessari yfirlýsingu segir okkur
það að Hanna Birna Kristjánsdóttir er ógn
við einhver öfl í Sjálfstæðisflokknum sem
virðast hafa hag af því að setja hana niður,“
segir Svandís. - þo
Borgarfulltrúar minnihlutans segja framgöngu sjálfstæðismanna óboðlega:
Samstaða sjálfstæðismanna er engin
ÓSKAR
BERGSSON
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
DAGUR B.
EGGERTSSON
Óku undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði
aðfaranótt sunnudags tvo karlmenn
sem óku undir áhrifum fíkniefna. Sá
fyrri var tekinn um eittleytið og hinn
undir morgun. Mennirnir voru báðir
færðir á lögreglustöð þar sem tekið
var blóðsýni.
LÖGREGLUFRÉTTIR
STJÓRNMÁL „Þessi ákvörðun
borgarstjórnarflokks Sjálfstæð-
isflokksins breytir engu fyrir
meirihlutasam-
starfið í borg-
inni,“ segir
Ólafur F.
Magnússon
borgarstjóri.
„Samstarfið
byggir á traust-
um málefna-
grunni sem lagt
var upp með
þegar í upphafi,
og um hann var
full samstaða.“
„Ég tel mig
hafa vissu fyrir því að allir
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins, hver sem leiðir þeirra
hóp, standi þétt að baki þessu
samstarfi og þeim málefnasamn-
ingi sem lagt var upp með, eins
og ég geri auðvitað líka sjálfur,“
segir Ólafur.
Hann segir að erfitt hafi verið
að starfa í þeim óróleika sem ríkt
hafi frá því meirihlutinn tók við,
en það stafi ekki síður af
sífelldum upphlaupum pólitískra
andstæðinga meirihlutans og
þeirra sem vilji koma höggi á
hann. - bj
Ólafur F. Magnússon:
Breytir engu
fyrir samstarfið
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
STJÓRNMÁL Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson verður ekki borgar-
stjóri í mars 2009 eins og samið
var um við F-lista. Þetta fullyrða
heimildarmenn úr innsta kjarna
flokksins.
Vilhjálmur tilkynnti að loknum
fundi með borgarstjórnarflokki
Sjálfstæðisflokks og formanni
flokksins í gærmorgun að opið sé
hver taki við embætti borgar-
stjóra af hálfu Sjálfstæðisflokks.
Áður hafði verið samið um að
hann tæki við embættinu.
Vilhjálmur mun þó sitja áfram
sem oddviti borgarstjórnar-
flokksins og mun áfram gegna
embætti formanns borgarráðs.
Aðrir aðal- og varaborgarfulltrú-
ar flokksins lýstu í gær yfir
óskoruðum stuðningi við Vilhjálm
sem oddvita.
Heimildarmenn sem vel þekkja
til málefna borgarstjórnarflokks-
ins segja almennan skilning á því
meðal borgarfulltrúa að með
þessu sé Vilhjálmur að taka sitt
fyrsta skref út úr pólitík, en
lengra hafi hann ekki viljað ganga
nú.
Eins og staðan er í dag er talið
útilokað að Vilhjálmur verði borg-
arstjóri á ný. Hann hefur þegar
tilkynnt að hann muni ekki sækj-
ast eftir sæti á lista borgarstjórn-
arflokksins í næstu kosningum.
Á laugardag var Vilhjálmur á
því að taka sjálfur við embætti
borgarstjóra. Heimildir herma að
eftir samtal við Geir H. Haarde,
formann flokksins, á laugardags-
kvöld hafi hann sannfærst um þá
leið sem farin var.
Mikil sátt virðist innan flokks-
ins með að Vilhjálmur hafi tekið
þetta skref sem opnar um leið
fyrir umræðu um það hver taki
við embætti borgarstjóra.
Ekki var talið heppilegt að velja
borgarstjóraefnið strax, þar sem
það hefði leitt til árekstra milli
borgarstjóraefnisins og Vil-
hjálms. Þá hefðu í raun verið
tveir leiðtogar í borgarstjórnar-
flokknum.
Á fundinum í gærmorgun kom
fram skýr vilji borgarstjórnar-
flokksins um að borgarstjóri komi
úr þeirra röðum þegar Sjálfstæð-
isflokkur tekur við embættinu í
mars 2009. Enginn þeirra sem
rætt var við taldi það góðan kost
að sækja borgarstjóra út fyrir
þeirra hóp.
„Í mínum huga liggur það beint
við að það verði einstaklingur
innan hópsins,” segir Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks. Orð hans endur-
spegla það sem aðrir borgarfull-
trúar höfðu um málið að segja.
Hvorki náðist í Geir H. Haarde
né Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson við
vinnslu fréttarinnar í gær.
brjann@frettabladid.is
thorgunnur@frettabladid.is
Vilhjálmur verður
ekki borgarstjóri
Sjálfstæðismenn hafa ekki ákveðið hver verður borgarstjóri að ári. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson segir allt opið í þeim efnum. Fullyrt er að hann verði ekki borg-
arstjóri aftur. Borgarfulltrúar vilja að nýr borgarstjóri komi úr þeirra röðum.
MEIRIHLUTI Þegar nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista var mynd-
aður 21. janúar síðastliðinn var tilkynnt að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson yrði borgarstjóri
í mars 2009. Nú segir Vilhjálmur allt opið um það hver verði borgarstjóri þegar
embættið kemur í hlut sjálfstæðismanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Við höfum áður
sagt að við mynd-
um virða og styðja
þá niðurstöðu sem
Vilhjálmur kæmist
að. Nú liggur sú
niðurstaða fyrir og
við munum vinna
á grundvelli hennar,“ segir Hanna
Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins. Spurð hvenær
hún vilji að ákvörðun verði tekin
um það hver verði borgarstjóri í
mars 2009 segir hún: „Mér finnst
að borgarstjórnarflokkurinn eigi að
reyna að ná sameiginlegri niður-
stöðu í það mál og það eigi ekki
að taka of langan tíma.“ Hún vill
þó ekki tímasetja það nákvæmar.
ENGIN TÍMAMÖRK
„Við styðjum
þessa ákvörðun,
og þessa yfirlýs-
ingu Vilhjálms,“
segir Gísli Mart-
einn Baldursson,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks.
„Við styðjum Vil-
hjálm sem oddvita, og tökum það
hlutverk að okkur að leysa úr því
okkar á milli hver taki við embætti
borgarstjóra eftir rúmt ár.“ Gísli
segir engin tímamörk sett á það
hvenær borgarstjóraefnið verði
ákveðið.
FRESTA EKKI VANDA
„Málin voru rædd
í mikilli hreinskilni
og svo komust
menn að niður-
stöðu sem var
studd einróma,“
segir Kjartan
Magnússon, borg-
arfulltrúi Sjálfstæð-
isflokks. Hann segist ekki telja að
með þessari niðurstöðu sé verið
að fresta vandanum, sjaldnast séu
borgarstjórakandídatar valdir með
meira en árs fyrirvara. Hann segir
það ekki hafa verið rætt í dag hve-
nær borgarstjóraefnið verði valið,
flokkurinn hafi rúmt ár til stefnu.
ÁKVÖRÐUN FLJÓTT
GENGIÐ 22.02.2008