Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 50
26 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Enski deildarbikarinn: Tottenham-Chelsea 2-1 0-1 Didier Drogba (39.), 1-1 Dimitar Berbatov, víti (70.), 2-1 Jonathan Woodgate (94.). Enska úrvalsdeildin: Reading-Aston Villa 1-2 0-1 Ashley Young (45.), 0-2 Marlon Harewood (84.), 1-2 Nickey Shorey (90.) Blackburn-Bolton 4-1 1-0 Benni McCarthy, víti (24.), 1-1 Kevin Davies (51.), 2-1 Benni McCarthy, víti (67.), 3-1 David Bentley (71.), 4-1 Morten Gamst Pedersen (90.) N1-deild karla: Fram-Haukar 32-37 Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 8/1 (16/2), Haraldur Þorvarðarson 6 (6), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (6), Rúnar Kárason 4 (6), Hjörtur Hinriksson 2 (3), Stefán Stefánsson 2 (3), Halldór Jóhann Sigfússon 2/1 (4/1), Björn Guðmundsson 1 (1), Einar Ingi Hrafnsson 1 (2), Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Guðjón Finnur Drengsson 1 (4) Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9/1 (32/2) 28,1%, Magnús Gunnar Erlendsson 4 (18/2) 22,2%. Hraðaupphlaup: 5 (Stefán 2, Andri, Haraldur, Jóhann) Fiskuð víti: 3 (Haraldur 2, Einar) Utan vallar: 6 mínútur Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 12/3 (16/4), Andri Stefan 10 (14). Elías Már Halldórs- son 7 (9), Gunnar Berg Viktorsson 5 (8), Kári Kristján Kristjánsson 1 (2), Jón Karl Björnsson 1 (2), Freyr Brynjarsson 1 (3) Varin skot: Gísli Guðmundsson 9 (29) 31%, Magnús Sigmundsson 6/1 (18/3) 33,3%. Hraðaupphlaup: 11 (Elías 4, Sigurbergur 3, Gunnar 2, Freyr, Andri) Fiskuð víti: 4 (Kári 3, Andri) Utan vallar: 4 mínútur Afturelding-ÍBV 28-25 Mörk Aftureldingar (skot) : Hilmar Stefánsson 8/3 (9/3), Magnús Einarsson 6 (8), Daníel Jónsson 4 (8), Einar Örn Guðmundsson 4 (9), Haukur sigurvinsson 2 (5), Hrafn Ingvarsson 2 (5), Davíð Ágústsson 2 (4), Ásgeir Jónsson (1), Jóhann Jóhannsson (1). Varin skot : Davíð Svansson 9 (23/2) 39%, Oliver Kiss 12/1 (21/2) 57% Hraðaupphlaupsmörk : 6 (Hilmar 3, Davíð 2, Einar Örn) Fiskuð víti : 3 (Magnús 2, Daníel) Utan vallar : 2 mínútur Mörk ÍBV (skot) : Sergiy Trotsenko 10 (21), Sigurður Bragason 7/3 (13/4), Leifur Jóhannesson 3 (5), Zlivinas Grieze 3 (8), Grétar Eyþórsson 1 (2), Sindri Haraldsson 1 (3), Nikolaj Kulikov (1). Varin skot : Kolbeinn Aron Ingibjargarson 12 (29/1) 41%, Friðrik Þór Sigmarsson 3 (14/2) 21% Hraðaupphlaupsmörk : 2 (Leifur, Sigurður) Fiskuð víti : 4 (Zilvinas 2, Nikolaj, Sigurður) Utan vallar : 4 mínútur ÚRSLIT HANDBOLTI Haukar náðu fjögurra stiga forystu á toppi N1 deildar karla á ný þegar liðið lagði Fram með fimm marka mun, 37-32, í Safamýr- inni. Sigur Hauka var öruggur eins og tölurn- ar gefa til kynna í hröðum og skemmtilegum leik. Leikurinn var jafn framan af eða allt þar til 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Haukar skoruðu þá fjögur mörk í röð og náðu fimm marka forskoti, 14-9. Forysta Hauka var komin í átta mörk þegar tíu mínútur voru til leiksloka, 23-31, og úrslitin ráðin. Fram hefur yfirleitt leikið betur en þetta í vetur. Vörn liðsins var eins og gatasigti þar sem hún er jafnan sterkust fyrir, á miðjunni. Sóknarleikurinn komst aldrei á flug þrátt fyrir að liðið skoraði 32 mörk. Markvarslan var engin. Markvarslan var litlu betri hjá Haukum en varnarleikur liðsins var mjög góður. Sóknar- leikurinn var fínn en þeir Sigurbergur Sveins- son og Andri Stefan fóru á kostum í leiknum. Aron Kristjánsson, þjálfari Haukaliðsins, var að vonum kampakátur í leikslok. „Við vorum virkilega grimmir í byrjun og ákveðnir í að gefa okkur alla í verkefnið. Ég vil hrósa varnarleiknum okkar þar sem Arnar Pétursson og Gunnar Berg binda þetta saman á miðjunni og eiga frábæran leik. Sigurberg- ur og Andri spila virkilega stóran leik sóknar- lega og mér finnst liðið standa vel saman í dag. Þetta var virkilega gott,“ sagði Aron Kristjánsson kátur en hann vildi að lokum hrósa ungum og óreyndum dómurum leiksins þeim Herði Aðalsteinssyni og Gunnari Jarli Jónssyni sem stóðu sig með mikilli prýði og áttu hrósið svo sannarlega skilið. - gmi Fram hafði ekkert að gera í sterka Hauka sem komu í heimsókn í Safamýri og tóku öll stigin: Haukar keyrðu Fram á kaf í Safamýrina STERKUR Andri Stefan skoraði 10 mörk gegn Fröm- urum úr 14 skotum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Afturelding var þremur stigum fyrir ofan ÍBV fyrir leikinn en bæði lið hafa háð erfiða baráttu í N1-deildinni í vetur. Leikurinn var því mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Leikmenn Aftureldingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í fyrri hálfleik. Liðið náði mest sex marka forystu en Eyjamenn skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan í leikhléi 18-14. ÍBV hóf seinni hálfleikinn betur og þegar hálfleikurinn var tæplega hálfnaður var munurinn kominn niður í eitt mark. Mosfellingar bættu aftur í og juku forystuna og uppskáru að lokum nokkuð þægilegan sigur, 28-25 og sitja Eyjamenn því einir á botninum og fátt bendir til annars en að þeir spili í 1.deild að ári. Bjarki Sigurðsson þjálfari Aftureldingar var ánægður í leikslok. „Ég er mjög sáttur með sigurinn og það var nauðsynlegt fyrir okkur að hafa sigur í þessum leik. Við höfum verið að spila skelfilegan handbolta og menn taka það auðvitað inn á sig og það sýnir karakter að halda út og vinna þennan leik. Mér fannst við í raun hafa þetta í hendi okkar allan tímann,“ sagði Bjarki að lokum. - sjj N1-deild karla: ÍBV tapaði í Mosfellsbæ FÓTBOLTI Stuðningsmenn Tottenham höfðu loksins ástæðu til þess að brosa í gær er þeirra lið lagði Chelsea í úrslitum deildarbikarsins á Wembley. Það var Jonathan Woodgate sem tryggði Spurs sigurinn með marki í framlengingu. Didier Drogba kom Chelsea yfir í leiknum en Dimitar Berbatov tryggði Tottenham framlengingu með marki úr vítaspyrnu. Hinn spænski stjóri Spurs, Juande Ramos, játaði að sigurinn hefði verið sætur en hann tók við stjórn- artaumunum hjá félaginu fyrir aðeins fjórum mán- uðum. „Það er gríðarlega ánægjulegt að vinna þennan bikar, sérstaklega fyrir félagið og stuðningsmennina. Það er langt síðan árangur náðist hjá þessu félagi,“ sagði Ramos réttilega enda vann Tottenham síðast bikar árið 1999 og þá þann sama og í gær. „Spurs var betra liðið á vellin- um í dag og við áttum sigurinn skil- inn.“ Ramos var mjög farsæll stjóri hjá Sevilla á Spáni og hann sagði þennan bikar sérstakan. „Þessi titill er vissulega sérstak- ur því við vorum að mæta liði sem á að vera talsvert sterkari en við. Svipað og þegar Sevilla lék gegn Barcelona eða Real Madrid. Þetta er búin að vera frábær reynsla og við viljum finna þessa sigurtilfinningu oftar en munum samt ekki fagna of lengi enda bíða okkar ærin verkefni,“ sagði Ramos sem telur sig vera á réttri leið með liðið. Woodgate játaði að hafa verið heppinn í sigurmark- inu. „Ég fer nú ekki oft fram í horn en ég tók áhætt- una í þetta skiptið og það borgaði sig. Ég fékk boltann bara í hausinn og sem betur fer fór hann í markið. Mér fannst við vera betri og vonandi getum við byggt ofan á þetta á næsta ári,“ sagði Woodgate. henry@frettabladid.is Woodgate tryggði sigurinn Hinn meiðslahrjáði varnarmaður, Jonathan Woodgate, tryggði Tottenham sætan sigur á Chelsea, 2-1, í úrslitum enska deildarbikarsins í gær. SÆTT Jonathan Woodgate hefur mætt miklu mót- læti á sínum ferli en hann uppskar loksins í gær með sætu sigurmarki gegn Chelsea. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.