Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 25. febrúar 2008 19 folk@frettabladid.is > HRINGLAUS CHERYL Cheryl Cole mætti á afhendingu Brit-verðlaunanna í London í síð- ustu viku ásamt hljómsveit sinni, Girls Aloud. Fingur hennar vöktu sérstaka athygli í þetta skiptið, en þar var hvergi að sjá 10 milljóna króna giftingarhringinn sem fót- boltamaðurinn Ashley Cole dró á fingur hennar. Það þykir vera merki um að Cheryl ætli sér ekki að fyrirgefa honum margumrætt framhjáhald og að hjónabandi þeirra sé lokið. Að undanförnu hefur litið út fyrir að Amy Wine- house væri á batavegi en umgengnin í hótelher- bergi hennar á hótelinu Riverbank Plaza í London gefur annað til kynna. Breska blaðið The Sun greinir frá því að starfsfólki hótelsins hafi brugð- ið í brún þegar það kom inn í herbergi söngkon- unnar til að þrífa síðastliðinn miðvikudag en því hafði ekki verið hleypt inn í herbergið áður. Amy hefur dvalið á hótelinu frá því hún sneri úr áfeng- ismeðferð sinni í síðustu viku. „Starfsfólkið komst loks inn í herbergið á meðan Amy var á Brit-verðlaunahátíðinni. Það var hrikalegt. Það var allt út í áfengi og sígarettu- stubbum, algjörlega viðbjóðslegt. Það hafði ekki verið skipt á rúminu frá því að hún kom,“ segir heimildarmaður blaðsins. „Það voru óhrein nær- föt úti um allt og herbergið lyktaði mjög illa. Þeir hafa þegar þurft að skipta um hluta af parketinu á gólfinu,“ segir heimildarmaðurinn, en kostn- aðurinn við það var um 400 þúsund krónur. „Hver veit hver lokaupphæðin verður?“ bætir heimildarmaðurinn við. Starfsfólki brá þó mest við þegar það fann spegil sem hangið hafði á veggnum liggjandi á gólfinu, en kókaíns er oftast neytt af sléttum flötum eins og speglum. „Maður getur bara gisk- að á til hvers spegillinn var notaður,“ segir heimildarmaður The Sun, sem segir það hafa tekið þrjár hótelþernur tvo klukku- tíma að taka til í herberginu. Amy eyðileggur hótelherbergi SÓÐALEG Umgengni Amy Winehouse um hótel- herbergi sitt á Riverbank Plaza þykir fyrir neðan allar hellur, og hefur fólk áhyggjur af því að hún sé aftur farin að neyta eiturlyfja. Leikkonan Edie Falco hefur tekið að sér hlutverk hjúkrunarkonu frá New York í nýrri gamanþáttaröð sem fer í framleiðslu vestanhafs á næst- unni. Talið er að þættirnir verði frumsýndir seint á þessu ári. Falco er þekktust fyrir hlutverk sitt sem mafíósafrúin Carm- ella Soprano í þáttunum The Sopranos. Hún var sex sinnum tilnefnd sem besta leikkonan á Emmy-verðlaunahátíðinni og varð hlutskörpust þrívegis. „Það var yndislegt að leika í The Sopranos,“ sagði Falco. „Það hefur verið erfitt að finna eitthvað sem höfðar til mín en þessi persóna og handritið eru afar spennandi.“ Úr Sopranos í gamanþátt EDIE FALCO Griffin Road Trip 6.990 kr. Þráðlaus mús 6.990 kr. Þráðlaust lyklaborð 7.990 kr. USB sjónvarpsmóttakari 12.990 kr. Griffin iTrip 4.990 kr. Apple iPod USB 3.490 kr. Fí to n / S ÍA Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík Fermingartilboðið gildir til 31. mars 2008 Tomma fyrir hvert ár! MacBook hvít 2,0 GHz Intel Core 2 Duo 80 GB HD / 1 GB vinnsluminni 13,3” hágljáa skjár 1280 x 800 díla upplausn Combo Drive geisladrif iSight myndavél Fjarstýring Íslenskt hnappaborð 2 ára neytendaábyrgð 13” MacBook á fermingartilboði Þunn, þægileg og örugg. MacBook er ein af þeim öflugustu. Með 2,0 GHz Intel Core 2 Duo örgjörva og 1 GB vinnsluminni vinnur hún jafn ljúflega með Mac OS X og Windows. Með skínandi björtum 13,3” hágljáa breið- tjaldsskjá er hún fullkomin fyrir þá sem vilja almennilegan kraft í fallegri, einnar tommu þykkri fullorðinni tölvu. Áður 119.990 kr.99.990 kr. TILBOÐ 99.990 kr. Hafi einhver stúlka haldið að lífið væri auðvelt með prinsi skjátlast henni hrapallega því nú hefur Vil- hjálmur ákveðið að slá ástinni á frest og beðið unnustu sína Kate Middleton að hinkra aðeins. Í News of the World er sagt að Vilhjálmur hafi óskað eftir því að Kate hafi lítið samband við hann á þessu ári. Mun Vilhjálmur vilja einbeita sér að hernum um stundarsakir en ku víst hafa lofað stúlkunni að biðja hennar þegar hann verður orðinn kóngur árið 2009. Samkvæmt heimildum News of the World hefur Vilhjálm- ur hins vegar reynt að drepa sambandið hægt og rólega og forðast það eins og heitan eldinn að vera í samskiptum við kærustuna sína. „Þetta er svona „ég hringi í þig, þú mátt ekki hringja í mig“-samband,“ hefur News of the World eftir nafnlausum heimildarmanni sínum. Samband þeirra Vilhjálms og Kate hefur verið nokkuð óstöðugt svo ekki sé meira sagt. Þau hættu að vera saman í apríl á síðasta ári en náðu aftur saman eftir stuttan aðskilnað. Þau hafa hins vegar ekki sést mikið saman opinber- lega eftir að hitnaði í kolunum aftur og nú virð- ist Vilhjálmur vilja leika lausum hala. „Kate vill bíða, á því leikur enginn vafi. Hún hefur hins vegar miklar áhyggjur af því að Vilhjálm- ur sé bara að reyna að losa sig við hana með þessum hætti,“ segir náinn vinur Kate. „Hún veit að biðin er áhætta en er reiðubúin að taka hana enda er hjarta hennar bundið Vilhjálmi,“ bætir hann við. News of the World greinir frá því að Vil- hjálmur á eftir erfiðan kafla í herþjálfuninni og vill fá að einbeita sér að honum. „Hann er búinn að tjá Kate að ef þau komast yfir þetta muni þau giftast á næsta ári,“ segir heimildar- maður blaðsins. Vilhjálmur vill bíða með bónorðið SUNDUR OG SAMAN Vilhjálmur ætlar að taka sér smáfrí frá unnustu sinni Kate og einbeita sér alfarið að hernum. Kate ætlar að bíða eftir sínum manni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.