Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 54
30 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. blikk 6. pot 8. titill 9. fálm 11. ekki 12. rými 14. beikon 16. tveir eins 17. mánuður 18. viður 20. átt 21. ættgöfgi. LÓÐRÉTT 1. tind 3. hvort 4. fargið 5. þreyta 7. raddbönd 10. blekking 13. er 15. ávöxtur 16. frændbálkur 19. pfn. LAUSN LÁRÉTT: 2. depl, 6. ot, 8. frú, 9. pat, 11. ei, 12. pláss, 14. flesk, 16. ææ, 17. maí, 18. tré, 20. nv, 21. tign. LÓÐRÉTT: 1. topp, 3. ef, 4. pressan, 5. lúi, 7. talfæri, 10. tál, 13. sem, 15. kíví, 16. ætt, 19. ég. „Það er nú bara Bylgjan alltaf. Það eru nokkuð góð lög þar. En svo skipti ég yfir á Rás 1 til að hlusta á fréttirnar.“ Valur Richter meindýraeyðir Dragnótabáturinn Jón á Hofi sem gerður var út frá Þorlákshöfn verður í aðalhlutverki í kvik- myndinni Brim. Kvikmyndafé- lagið ZikZak hefur fengið bátinn að láni frá Þormóði ramma á Siglufirði og leikstjóri myndar- innar, Árni Ólafur Ásgeirsson, er kampakátur með gripinn. „Hann er alveg geðveikur og mikið sjarmatröll,“ segir Árni en mynd- in er byggð á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar sem Vest- ur port setti upp fyrir nokkru. Myndin gerist að mestu leyti um borð í línubát og lýsir lífi og örlögum sjómanna. Með helstu hlutverk í myndinni fer Vest- ur ports-leikhópurinn eins og hann leggur sig: Gísli Örn Garð- arsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur Haraldsson, Víkingur Kristjánsson, Ólafur Egill Egils- son og Ólafur Darri. Segja má að ZikZak hafi frestað andláti Jóns á Hofi en hann var afskrifaður strax eftir áramót og var á leiðinni til útlanda í brota- járn. Þau verða reyndar örlög bátsins þegar tökum er lokið en það ætti að verða í kringum maí. Að sögn Árna er báturinn vel siglingarhæfur þrátt fyrir að vera gamall og ryðgaður. „En það hentar okkur í sjálfu sér ákaflega vel,“ segir Árni en ráðgert er að hefja tökur á kvik- myndinni um miðjan mars. Leik- hópurinn fer síðan á sjó í byrjun næsta mánaðar sem er hluti af æfingaferlinu og lærir að gera að. Árni segir að nú sé verið að vinna hörðum höndum að því að finna pláss á hinum og þessum bátum en sjálfur fór hann á sjó fyrir áramót og undi sér bara nokkuð vel. Árni hefur einnig verið að kynna sér málfar sjómanna og lífsvenjur og verið tíður gestur á Kaffivagninum úti á Granda. „Við ætlum síðan að reyna fá alvöruskipstjóra og vélstjóra til að vera með okkur um borð og þiggja ráðleggingar frá þeim,“ útskýrir Árni. -fgg Jón á Hofi í aðalhlutverki í Brimi Ljósmyndarinn Áslaug Snorradóttir hefur myndað nokkra íslenska hönnuði fyrir grein sem mun birtast í blaðinu WWDScoop í lok mars. Tímaritið tilheyr- ir útgáfurisanum Condé Nast, sem gefur út blöðin Vogue, W magazine og Vanity Fair, svo eitthvað sé nefnt. Það kemur út fjórum sinnum á ári og er helgað umfjöll- un um tísku og hönnun um heim allan. „Ég var einmitt að tala við blaða- konuna Emilie Marsh áðan, hún er að velja myndirnar í greinina,“ segir Áslaug, sem tók myndirnar í nóvember síðastliðnum, þegar Emilie dvaldist hér á landi yfir helgi. Þær hittu þá fyrir fjöld- ann allan af íslenskum hönn- uðum. „Emilie var rosalega spennt fyrir Steinunni Sig- urðardóttur fatahönnuði, enda skrifar hún aðallega um tísku,“ segir Áslaug. Áslaug myndaði einnig Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur, Sigríði Sigurjónsdótt- ur og Snæfríði Þorsteinsdóttur, ljósa- hönnuðinn Aðalstein Stefánsson, Stein- grím Eyfjörð og tónlistarkonuna Urði sem oftar en ekki er kennd við Gusgus, svo einhverjir séu nefndir. Greinin í WWDScoop verður í formi nokkurs konar ferðahand- bókar um Ísland, þar sem ferðalöngum verða gefin góð ráð um hvar sé best að gista og snæða á landinu. Þeirri grein mun fylgja úttekt á þeim íslensku hönnuðum sem að mati WWDScoop skara fram úr. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Áslaug tekur að sér verkefni fyrir útgáfurisann, en bæði hún og eiginmaður hennar, ljós- myndarinn Páll Stefánsson, hafa áður myndað fyrir Condé Nast. „Hann hefur samt gert meira af því,“ segir Áslaug, sem er nýkomin heim úr vinnuferð til Indlands. „Það var ótrúlega gef- andi, en ég er ennþá svona að lenda,“ segir hún. - sun Tekur myndir fyrir erlent tískutímarit MYNDAÐI FYRIR WWDSCOOP Áslaug Snorradóttir myndaði nokkra íslenska hönnuði fyrir grein sem mun væntan- lega birtast í hönnunar- og tískutímaritinu WWDScoop. VAKTI ATHYGLI Söngkon- an Urður vakti athygli blaðakonunnar Emilie Marsh sem dvaldist hér á landi í nóvem- ber síðastliðnum. BJARGA LÍFI BÁTSINS Jón á Hofi átti að fara í brotajárn en þeirri ferð hans hefur verið frestað vegna þátttöku hans í kvikmynd. KAMPAKÁTUR MEÐ DALLINN Árni Ólafur um borð í Jóni sem hann segir vera mikið sjarmatröll. Föndurverslun Síðumúli 15 S: 553-1800 Sjón er sögu ríkari „Glymur hæst í tómri tunnu,“ sagði söngvarinn Friðrik Ómar um leið og tilkynnt var að þjóðin hafði kosið This is my life sem framlag Íslendinga til Eurovision. Orð Frið- riks voru stór og söngvarinn segist standa við þau. Hann tekur skýrt fram að þeim hafi ekki verið beint til helstu keppinautanna, Merced- ez Club, heldur áhangenda hljóm- sveitarinnar. Friðrik segir að sá hópur sem studdi Mercedez Club hafi látið óviðurkvæmileg orð falla þegar hann og Regína Ósk stigu á og af sviðinu. „Systkini mín og börnin þeirra voru þarna rétt hjá og þau tóku þetta mjög svo til sín,“ segir Friðrik.„Auðvitað vona ég að þetta kasti ekki einhverri rýrð á okkar sigur. Og ég get lofað því að við ætlum að vera þjóð okkar til sóma,“ bætir Friðrik við. Hlynur Áskelsson, betur þekkt- ur sem Ceres 4, segist harma ef áhangendur Mercedez Club hafi hagað sér á þennan hátt sem Frið- rik lýsir. Hann bætir því hins vegar við að Mercedez Club hafi einnig mátt þola háðsglósur og hvers kyns fordómafulla umræðu. Þeir hafi meðal annars ranglega verið sakaðir um að nota ólögleg efni á borð við stera. „Slík umræða er bara eitthvað sem maður verð- ur að þola þegar maður tekur þátt í jafn opinberri keppni og Eurov- ision er. Ég hef aldrei notað ein- hver ólögleg efni til að ná meiri árangri en verð hins vegar að útskýra slíkar glósur fyrir fjöl- skyldunni minni,“ segir Hlynur. Egill Gillz Einarsson vísar orðum Friðriks Ómars til föður- húsanna. Segir að þeim hafi aug- ljóslega verið beint til hljómsveit- arinnar. Hann telur af og frá að einhverjir úr þeirra aðdáendahópi hafi sýnt af sér ódrengilega fram- komu. Hann segir Friðrik því vera að kasta steinum úr glerhúsi. „Friðrik er einhver mesta vælu - skjóða sem ég veit um og hann ætti að hætta þessu væli,“ segir Egill sem er handviss um, í fullri alvöru, að This is my life eigi ekki eftir að ná stigi í Serbíu. Sigur Eurobandsins var hins vegar stór; lagið hlaut 50 þúsund atkvæði en Ho ho ho-smellur Barða Jóhannssonar 23 þúsund. Aðrir fengu minna en alls greiddu 111 þúsund atkvæði. freyrgigja@frettabladid.is FRIÐRIK ÓMAR: STENDUR VIÐ STÓRU ORÐIN Áhangendur Mercedez Club sakaðir um fordóma SÆTUR SIGUR Friðrik Ómar fer ekki ofan af því að sigurinn hafi verið einn sá sætasti á ferlinum. Eurovision-keppnin var bæði löng og ströng og var augljóst að keppendur höfðu lagt líf og sál í framlag sitt. En einna helst vakti athygli að Rebekka Kolbeins- dóttir, söngkona Mercedez Club, komst einhvern veginn aldrei í takt við lagið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði þetta einnig komið fyrir á einni general- prufunni og þá voru einhverjar tæknilegar ambögur í gangi. Eftir að þær voru lagaðar gekk allt eins og í sögu en tæknin virðist eitthvað hafa verið að stríða kraftajötnun- um á úrslitakvöldinu sjálfu. Og meira af Eurovision því þrátt fyrir að Mercedez Club hafi ekki farið með sigur af hólmi þá trylltu þeir lýðinn á Nasa seinna um kvöldið. Hins vegar var kvöldinu ekki lokið hjá Hlyni Áskelssyni, Ceres 4, eftir þá tónleika. Þegar hann rölti heim upp Laugaveginn lenti hann í útistöðum við hóp stráka sem reyndu að slá til hans. Að sögn sjónarvotta bar Hlynur sig vel, komst frá högginu að mestu en fékk þó hnefann í ennið. Ekki sá á söngvaranum sem gerði ekki stórmál úr þessu. En þrátt fyrir að glamúrinn og gleðin hafi verið fyrirferðarmikil í Smáralindinni þá örlaði á nokkurri óánægju meðal lagahöfundanna og flytjenda með Þórhall Gunn- arsson & Co hjá RÚV. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki boðið upp á áfenga drykki eins og venja er í slíkum keppnum og þurftu þeir sem vildu róa taugarnar með Bakkusi frænda að kaupa sér bjór á sjö hundruð krónur. Fór þetta illa í keppend- urna sem töldu milljón- irnar í sms-atkvæðum á meðan þeir vættu kverkarnar með vatni og djúsi. -fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.