Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Í hvítum sófa í Grafarvogi slást falleg mæðgin um tunguna sem svo gott er að hvílast í. Sá slag- ur endar oftast í bróðerni og góðum skiptum. „Ég var búin að leita víða að þægilegum og fallegum sófa og fann loks þennan dásamlega hvíta tungusófa í Línunni,“ segir Þórunn Þórðardóttir, löggiltur fast- eignasali hjá RE/MAX Íslandi, þar sem hún lætur fara vel um sig í þeim húsbúnaði heimilisins sem hún hefur mest dálæti á. „Mér finnst ótrúlega gott að slappa af í tungunni eftir annasaman dag. Þarna er ég með sjónvarpið mitt, kaffibollann og Fréttablaðið og sofna gjarnan yfir sjónvarpinu sem er auðvitað allra besta slökunin,“ segir Þórunn hlæjandi, en sonur hennar á unglings- aldri ásælist einnig tunguna mjúku. „Við sláumst oft um tunguna en oft fara leikar þannig að við liggjum þar saman og horfum á fótbolta þótt hann sé orðinn þrettán ára og 180 sentimetrar á hæð. Þannig má segja að tungan sameini okkur,“ segir Þórunn sem í starfi sínu fer inn á óteljandi heimili íslenska lýðveldisins. „Mér finnst hlýleiki skipta mestu þegar inn í hýbýli fólks er komið, en þegar kemur að innra skipulagi spái ég mest í eldhús og bað og hér heima var það sólrík borðstofan sem heillaði mig upp úr skónum. Persónu- leg einkenni eru það sem gerir heimili að heimili og hjá mér er allt ljóst í blönduðum gamaldags og nútíma- legum stíl. Eini fornmunurinn er rokkur sem áður var í eigu langömmu, ömmu og svo mömmu en stendur nú í stofunni hjá mér,“ segir Þórunn sem tók löggildingu fasteignasala árið 2000 og nýtur starfsins mjög. „Í þessum bransa kemst maður fyrstur í námunda við töfrandi húsnæði og ég sem hrifnæm manneskja hef samstundis fallið fyrir slíku og gert tilboð daginn eftir. Starfið er bæði skemmtilegt, fjölbreytt og lif- andi, en líka annasamt og á köflum erfitt. Þá er gott að koma heim og eiga góðan sófa til afslöppunar, en ég er afar heimakær. Það jafnast ekkert á við það að koma heim í sitt afdrep og eiga kósí stundir með syninum í sófanum.“ thordis@frettabladid.is Persónuleg einkenni gera heimili að heimili Þórunn Þórðardóttir fasteignasali ásamt syni sínum Andra Þór Arnarsyni í sófanum góða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Martha Stewart er drottning í augum margra húsmæðra. Hún getur eldað frábærar máltíðir og föndrað fínustu muni úr nánast engu. Hún er með ítarlega og fjölbreytta heimasíðu sem skemmtilegt er að skoða. www.marthas- tewart.com Listamenn leynast á mörgum heimilum þar sem börn eru flest mjög skapandi. Ef lífga þarf upp á heimilið er tilvalið að fara í gegnum listaverka- safnið og setja nokkrar myndir í fallega ramma. Blaðakörfur geta bjargað heimilum. Þegar allt virðist vera í drasli er oft nóg að safna saman dagblöðum og auglýsingum, stinga þeim í fallega blaðakörfu og allt í einu er allt sem nýtt. www.stilling.is // stilling@stilling.is Skeifan 11, 108 Reykjavik | Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík | Smiðjuvegur 68, 200 Kópavogur Dalshraun 13, 220 Hafnarfjörður | Draupnisgata 1, 600 Akureyri Eyrarvegur 29, 800 Selfoss. | Sími: 520-8000 ÚTSALA HEILSÁRSDEKK Dekk Stærð Áður Tilboð NordMaster ST 13" 175/70R 13 5.990,- 3.990,- NordMaster ST-310 14" 185/65R 14 6.900,- 4.900,- NordMaster ST 15" 195/65R 15 7.990,- 5.990,- NordMaster ST 15" 205/65R15 8.600,- 7.600.- NordMaster ST 15" 205/70R 15 8.900,- 7.900,- NordMaster ST-310 16" 205/55R 16 9.990,- 8.900,- Ath! takmarkað magn Besti afþreyingarvefurinn 2007 Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn sem hlýtur verðlaunin Afþreyingarvefur ársins 2007 er í senn fræðandi, áhugaverður, yfirgripsmikill og vinsæll en hefur um leið mikið afþreyingargildi. Vefurinn inniheldur allt sem góður afþreyingarvefur þarf að hafa, vel unninn texta, gott myndmál, útvarpsefni, sjónvarpsefni, sem og síaukna aðkomu notenda, sem er eitt af því sem skiptir sífellt meira máli hjá framsæknum vefjum í dag. Vefurinn verður að teljast inni í daglegum rúnti íslenskra netverja enda einn af fjölsóttustu vefjum landsins.“ Sjá vef Samtaka vefiðnaðarins – svef.is ...ég sá það á visir.is Samtök vefiðnaðarins völdu visir.is besta afþreyingarvefinn fyrir árið 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.