Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 28
 25. FEBRÚAR 2008 MÁNUDAGUR Oftast fylgir uppáhaldshnífur kokknum á milli staða á sama hátt og myndavélin fylgir ljósmyndaranum hvar svo sem hann vinnur. Hallgrímur Friðrik Sigurðarson, yfirkokkur á veitingastaðnum Frið- riki V á Akureyri, lagði góðfúslega niður hnífana til að sýna lesendum Fréttablaðsins hvaða eggjárn eru nauðsynleg í hvert eldhús. Kokk- arnir voru á þönum er blaðamað- ur rann á gómsæta lyktina úr eld- húsinu enda Fóður og fjör í fullum gangi. Allir eru þeir sammála um að góða hnífa megi alls ekki setja í uppþvottavél heldur verði að hand- þvo þá og strjúka af virðingu. „Það leyfist engum að koma illa fram við hnífinn minn, ekkert frekar en við konuna eða börnin mín,“ segir Frið- rik V og hlær en meinar það engu að síður. „Bera skal umhyggju og virðingu fyrir hníf sínum, vei þeim sem fer illa með minn hníf,“ segja hinir kokkarnir einróma og taka undir orð eigandans. Að sögn Hallgríms kaupa alvöru- kokkar ekki hnífasett heldur bæta við sig einum og einum góðum hníf í gegnum tíðina. Á fjórtán ára ferli hefur hann safnað að sér hnífum og getur nú valið á milli þrjátíu mis- munandi gerða. „Mínir bestu hníf- ar hafa kokkanafn mitt grafið við hlið nafn hnífsins svo það fer ekki á milli mála hver á hvaða hníf.“ Hall- grímur viðurkennir að hann sé nú orðinn hálfgerður eldhúsdótakarl og leiti uppi nýja hnífa til að bæta í safnið. Þessa dagana langar hann mest í hníf í formi skeiðar með brýnda hlið „til þess að ná ostrunni úr skelinni“, segir hann og telur það nauðsynlega viðbót í safnið. Annað gott ráð frá kokkunum hjá Friðriki V er að ef ekki er til stál til að brýna hnífana sé gott að nota glerungsbilið á botni postulíns- diska. Þá er disknum haldið á hvolfi og egginni rennt yfir á sama hátt og gert er með stálið. - va Hnífarnir stroknir af virðingu Listakokkurinn Friðrik V veitir lesendum innsýn í heim hnífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Flottasti hnífurinn. Þessi steikarhnífur var sérpantaður fyrir nýja veitingastað- inn enda skiptir miklu máli að áhöldin virki vel allt frá fyrsta skurði að munni gestanna.” „Nauðsynlegt er að eiga að minnsta kosti þessa fjóra grunnhnífa. Það er frá vinstri: grænmetishnífur, ávaxtahnífur, úrbeinari og saxari. Til að fullkomna grunninn er gott að eiga einnig góðan brauðhníf og svokallaðan graflaxhníf sem sker mjög þunnt,” segir sjálfur Friðrik V. Þegar setið er við borð í góðum veislum getur borðbúnaður verið ansi flókinn. Góð þumalputtaregla er að byrja yst og borða sig inn. Á myndinni má sjá smjörhníf sem liggur á aukadiski en aðrir hnífar eru notaðir frá hægri til vinstri. Yst liggur forrétta- hnífurinn, svo fiskihnífurinn og innstur er steikarhnífurinn. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir                      ● GOTT ANDRÚMS- LOFT Í ELDHÚSINU Haldið eldhúsinu ávallt hreinu. Mikilvægt er að ganga frá matarílátum, þurrka af borð- um, sópa gólf, sjá til þess að birta sé nægileg og gæta þess að loftræsting sé góð. Hentu út hlutum sem ekki hafa verið notaðir síðasta árið. Heimilistæki sem aldrei eru notuð eru bara fyrir og laða til sín neikvæða orku. Drasl gerir það sömuleiðis. Haltu ruslafötunni hreinni og hafðu hana þar sem ekki sést til. Vond lykt hrekur góða orku á braut. Þrífðu eldhússkápana reglu- lega. Mælt er með að það sé gert á hálfs árs fresti. Skál með ferskum ávöxtum og blómum fyllir eldhúsið og matinn sem þar er jákvæðri orku. Tæmdu ísskápinn reglu- lega. Það mun koma þér á óvart hvaða dular- fullu matarleifar geta leynst í honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.