Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 46
22 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Frá framleiðendum Devils Wears Prada Skemmtilegasta rómantíska gamanmynd ársins með Katherine Heigl úr Knocked up og Greys Anatomy í fantaformi. Missið ekki af þessari! FÓLK MEÐ ÓTRÚLEGA KRAFTA SEM GETA BREYTT ÖLLU KALLAST STÖKKVARAR! NÝTT Í BÍÓ!NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 12 14 7 16 7 14 7 27 DRESSES kl. 8 - 10 RAMBO kl. 5.50 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 5.50 ÍSLENSKT TAL BRÚÐGUMINN kl. 8 JUMPER kl. 10 16 7 12 12 16 27 DRESSES kl.6 - 8.20 - 10.30 JUMPER kl.6 - 8.30 - 10.30 BEFORE THE DEVIL KNOWS kl.5.30 - 8 - 10.20 MEET THE SPARTANS kl.6 - 8 -10 27 DRESSES kl. 5.30 - 8 - 10.30 27 DRESSES LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 JUMPER kl. 6 - 8 - 10.10 MEET THE SPARTANS kl. 4 - 6 - 8 ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 3.40 ÍSLENSKT TAL CLOVERFIELD kl. 10 BRÚÐGUMINN kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 THERE WILL BE BLOOD kl. 5.50 - 9 INTO THE WILD kl. 6 - 9 ATONEMENT kl. 5.30 - 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 5.50 - 8 - 10.10 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM! !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! STÓRKOSTLEG MYND Í LEIKSTJÓRN SEAN PENN. S.V. - MBL.B.B - 24 STUNDIR drekktu betur REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS 8 til Óskarsverðlaunatilnefningar ÁLFABAKKA KRINGLUNNI SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 7 THERE WILL BE BLOOD kl. 5:15 - 8:30 - 10:10 16 THERE WILL BE BLOOD kl. 5:15 - 8:30 VIP NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 16 MR. MAGORIUMS.. kl. 5:50 L SWEENEY TODD kl. 10:10 16 UNTRACEABLE kl. 8 16 DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 7 STEP UP 2 kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 7 P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10 L JUMPER kl. 8 - 10:30 12 MR. MAGORIUMS... kl. 6 L STEP UP 2 kl. 8 - 10:10 7 NO COUNTRY FOR OLD... kl. 10:10 L JUMPER kl. 8 12 BRÚÐGUMINN sýnd lau og sun. 7 STEP UP 2 kl. 8 - 10 7 P.S. I LOVE YOU kl. 8 L UNTRACEBLE kl. 10:30 16 STEP UP 2: THE STREETS kl. 8 7 CHARLIE WILSONS WAR kl. 10:10 12 RAMBO kl. 8 16 NO COUNTRY FOR... kl. 10 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR 27 DRESSES kl. 8 og 10.10 L RAMBO kl. 6, 8 og 10.10-P 16 JUMPER kl. 8 12 LOVEWRECKED kl. 6 L ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 5.30 ÍSL TAL L 2 - 24. Stundir - V.J.V., Topp5.is Alls horfðu 12,7 milljónir Bandaríkjamanna á sjónvarpsmyndina Knight Rider sem er byggð á samefndum sjónvarpsþáttum frá níunda áratugnum með David Hasselhoff í aðalhlutverki. Myndin, sem er tveggja tíma löng, var sýnd á sama tíma og hinir vinsælu þættir Dexter og Brothers and Sisters. Kom það ekki að sök og varð myndin sú vinsælasta sem hefur verið frumsýnd í sjónvarpi vestanhafs í þrjú ár. Myndin fékk engu að síður misjafna dóma og töldu sumir aðdáendur þáttanna að myndina vantaði þann neista sem þættirnir höfðu. Vona aðdáendurnir að myndin sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal og að sjónvarpsþátta- röð sé handan við hornið. Sápuóperustjarnan Justin Bruening fetar í fótspor Hasselhoffs í myndinni sem Mike Traceur, fyrrverandi kappaksturshetja. Ekur hann hinum talandi bíl Kitt og ljær leikarinn Val Kilmer honum rödd sína. Hljóp Kilmer í skarðið fyrir Will Arnett úr þáttunum Arrested Development sem hætti við verkefnið á síðustu stundu. VAL KILMER Val Kilmer ljær bíln- um Kitt rödd sína í myndinni. DAVID HASSELHOFF Strandvarðarhetj- an fyrrverandi lék aðalhlutverkið í gömlu Knight Rider- þáttunum. Knight Rider langvinsælust Það var þjóðleg stemning sem tók á móti tónleikagestum í Laugar- dalshöllinni á laugardagskvöldið. Í anddyrinu var boðið upp á hákarl og brennivín, harmonikkuleikari skemmti gestum og glímukappar tókust á í einu horninu. Þursaflokkurinn hefur áður verið endurvakinn til að spila í Laugardalshöllinni. Það var á Reykjavík Music Festival árið 2000. Þá var minna lagt undir og þó að einhverjir hafi þar fengið eina af sínum heitustu óskum upp- fyllta þá voru þeir tónleikar að mínu mati einkennilega ófullnægj- andi. Nú var stefnt hærra, skrifað- ar nýjar útsetningar og Caput hóp- urinn fenginn til samstarfs. Það voru hátt í þrjátíu manns á sviði Laugardalshallarinnar. Þurs- arnir sex voru þarna, Egill, Þórð- ur, Tómas, Ágeir, Rúnar og Eyþór. Caput hópurinn var við þetta tæki- færi skipaður tuttugu manns, blás- urum, strengjaleikurum og slag- verksleikurum og fremstur á sviðinu stóð svo stjórnandinn, Guðni Franzson. Tónleikarnir hófust á því að Caput flutti Þursasíu, tónverk samsett úr lögum Þursaflokksins eftir Ríkarð Örn Pálsson. Í því var aðallega leitað í lög af fyrstu Þursa plötunni og Þursabiti og þjóðlagastefin áberandi. Ágæt upphitun. Að henni lokinni komu svo Þursarnir sjálfir á sviðið og byrjuðu á lokalaginu af Gæti eins verið, Ranimosk. Dagskránni var annars nokkuð bróðurlega skipt á milli laga af hljóðversplötunum þremur auk tveggja laga úr söng- leiknum Gretti. Hún var flutt nokkurn veginn í tímaröð. Það var greinilegt að það var mikill hugur í Þursum á þessum tónleikum. Þeir áttu allir sín augnablik á sviðinu, en mest áber- andi var Egill sem lék á als oddi og var í miklu stuði strax frá fyrsta lagi. Hann söng af mikilli innlifun og stóð oft upp frá píanóinu og hoppaði og skakaði sér og sagði skemmtisögur á milli laga. Þessar nýju útsetningar á Þursa- lögunum voru margar að svín- virka. Hápunktar á dagskránni voru margir og eiginlega hvergi dauður punktur: Einsetumaður einu sinni var mjög áhrifamikið, Æri-Tobbi jafn magnað og áður með snilldartakta Þórðar í mið- punkti, Caput setti mikinn svip á Sjö sinnum það sagt er mér sem byrjaði á svölum saxófónblæstri frá Sigurði Flosasyni og Jóel Páls- syni. Bannfæring var mikilfeng- legt í þessari stóru útsetningu og það sama er hægt að segja um Grafskript. Vill einhver elska 49 ára gamlan mann var í nettri kammerpopp- útsetningu og Sérfræðingar segja í hálfgerðum teknóbúningi. Eins og áður segir: Eintómir töfrar og hvergi dauður punktur. Síðasta lagið á hinni eiginlegu dagskrá var Gegnum holt og hæðir sem var ágætlega sungið af Ragnheiði Gröndal. Eftir kröftugt uppklapp komu Þursarnir aftur á svið án Caput og tóku þrjú aukalög, Sigtryggur vann, Nútímann og Gegnum holt og hæðir öðru sinni. Þá hurfu þeir af sviðinu en birtust á ný eftir enn meira klapp og stapp og nú án Egils og Tómas söng Jón er kræfur karl og hraustur eftir að hafa blótað því að „þurfa að vinna á þessum helvít- is tónleikum kvöldið sem hann ætl- aði að slappa af heima og horfa á Eurovision“. Jón... byrjaði sem polki, en fór svo út í gömlu góðu pönkútgáfuna og um salinn fór enn einn sæluhrollurinn... Fullkominn endapunktur á frábærum tónleik- um. Trausti Júlíusson Mögnuð endurkoma Þursa TÓNLEIKAR Hinn íslenzki Þursaflokkur og Caput Laugardalshöll 23. febrúar. ★★★★★ 30 ára afmælistónleikar Þursanna í Laugardalshöllinni heppnuðust frá- bærlega. Nýju útsetningarnar og sam- starfið við Caput glæddu gömlu góðu Þursalögin nýju lífi án þess að ræna þau kraftinum og spilagleðinni sem einkenndi upprunalegu útgáfurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.