Fréttablaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 12
12 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
Tölvunám
Almennt tölvunám
Sérstaklega hagnýtt og
markvisst námskeið ætlað
þeim sem hafa einhvern
tölvugrunn að byggja á eða
eru að vinna við tölvu og vilja
auka við þekkingu sína hraða
og færni. Mikið lagt uppúr
vinnusparandi aðgerðum í
tölvu.
• Windows skjalavarsla
• Word
• Excel
• Internet
• Outlook tölvupóstur og dagbók
Kennsla hefst 5. mars og lýkur 16. apríl (páskafrí 18. til 26. mars).
Kennt er mánudaga og miðvikudaga, morgunnámskeið
kl. 8.30 – 12 og kvöldnámskeið 18 – 21.30.
Lengd 63 std Verð kr. 44.900,- 3 kennslubækur innifaldar.
FAXAFEN 10
108 REYKJAVÍK
GLERÁRGATA 36
600 AKUREYRI
WWW.TSK.IS
SKOLI@TSK.IS
SÍMI: 544 2210
UMRÆÐAN
Leikskólamál
Sama hversu mikið fárviðrið er á heima-velli stjórnmálamanna er ekki boðlegt
að yngstu borgararnir sitji á hakanum á
meðan nýr meirihluti hangir í óraunhæf-
um og þokukenndum hugmyndum.
Meirihluti leikskólaráðs samþykkti á
fundi fyrir rúmri viku að í haust eigi
fjórir grunnskólar Reykjavíkur að bjóða
upp á sérstaka bekki fyrir fimm ára börn.
En á mánudag hefst skráning nýnema í
grunnskólans og lýkur á föstudag. Þrátt
fyrir það hefur nákvæmlega ekkert verið
ákveðið varðandi þetta verkefni meirihlutans. Ekki
hvar, hvenær, hvernig eða hvers vegna í ósköpun-
um þetta verkefni núna? Félag íslenskra leikskóla-
kennara hefur mótmælt harðlega og það ekki að
ástæðulausu.
Fræðimenn hafa verið sammála um að leikur og
skapandi starf í umhverfi leikskólans henti betur
ungum börnum en það sem tillögur meirihlutans
boða. Þá komst starfshópur leikskólaráðs að
þverpólitískri niðurstöðu árið 2006, um að þessi
hugmynd væri ekki vænleg. Auk þess sem
kannanir sýna að 93% foreldra eru ánægð
með leikskóla borgarinnar og sama hlutfall
telur þörfum barna sinna vel mætt.
Þá er ekki að finna heimild í núgildandi
lögum fyrir fimm ára bekkjum og slíkir
bekkir myndu ekki bjóða upp á samfelldan
skóladag eins og er í leikskólunum og allt
að helmingi færri kennarar yrðu á hvert
barn. Ekki er til námskrá fyrir fimm ára
bekki og ekki búið að ákveða hvert fimm
ára börn fara að árinu loknu, í sex eða sjö
ára bekk, ekki er vitað hvort markmiðið sé
að flýta námi barna eða lengja grunnskóla-
nám um ár, hvað þá hvert foreldrar eiga að
leita upplýsinga.
Þótt sveigjanleiki á milli skólastiga sé af hinu góða
hefur meirihlutinn hlaupið fram úr sér í þessu máli
og virðist vera í einum allsherjar blindbyl. Málið er
bæði illa ígrundað og engin haldbær rök eru fyrir
þessum hamagangi. En enn bíða börn eftir leikskóla-
vist vegna manneklunnar og hægagangs í uppbygg-
ingu leikskólanna og á það verður fókusinn að vera
stilltur.
Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í
leikskólaráði.
Glannaleg vinnubrögð
BRYNDÍS ÍSFOLD
HLÖÐVERSDÓTTIR
Ég heyrði Lárus Welding svara því í útvarpinu hvers vegna
hann hefði fengið 300 milljónir að
gjöf hjá Glitni þegar hann tók við
forstjórastöðu þar af Bjarna
Ármannssyni sem sjálfur fékk
fyrir það framtak að hætta
störfum upphæð sem mig skortir
andlega burði að muna. Lárus
muldraði um skaðabætur fyrir að
hætta sem yfirmaður Landsbank-
ans í Lundúnum og það umhverfi
sem hann hefði verið í – og
klykkti svo út með því að segja:
„Banki er ekkert annað en
mannauðurinn.“
Mannauðmenn allra landa...
Forstjóragræðgi er vissulega
alþjóðlegt vandamál og víða um
lönd tíðkast ábyrgðarlaus
fjáraustur til einstaklinga í
toppstöðum – sem semja gjarnan
hver við annan um laun og
kaupréttarsamninga. Andófsmað-
urinn Vilhjálmur Bjarnason hefur
hins vegar bent á að erlendis séu
kaupréttarsamningar tengdir
árangri. En útlendingar eru víst
ekki jafn snjallir í fjármálum og
Íslendingar. Þeir halda til dæmis
að íslenskir bankar standi illa. Það
er ekki rétt. Þeir standa vel. Þeir
sem standa hins vegar illa eru
útlensku bankarnir. Og geta því
ekki haldið áfram að ausa
peningum í íslensku bankana.
Sem standa samt mjög vel.
Hér á landi hefur sem sagt þótt
dæmigerð útlensk þröngsýni að
tengja kaupréttarsamninga við
árangur. Menn hafa talið að
íslenskir bankar mali sjálfkrafa
gull og íslenskir viðskiptamenn
hafi til að bera einhverja snilli
umfram aðra. Manni skilst
hálfpartinn að þessi íslenska
sérgáfa í fjármálum sé til komin
vegna einhvers Íslendingseðlis
sem yfirleitt er tengt við víkinga.
Samt voru nánast engir víkingar
til á Íslandi, nema náttúrulega
pappírsvíkingar.
En útrásin hefur hvað sem því
líður verið hrífandi ævintýri. Og
árangur sumra íslenskra við-
skiptamanna hefur vissulega
verið ótrúlega góður – en hann
hefur líka verið ævintýralega
vondur hjá öðrum. Hins vegar er
vandséð sambandið á milli
launakjara forstjóranna og
árangurs þeirra í útrásinni. Ekki
man ég betur en að sá sem mestu
tapaði, Hannes Smárason, hafi
jafnframt verið sá sem hæst fékk
launin, og þegar ekki var með
nokkru móti hægt að leyfa
manninum að halda áfram að
fjárfesta – enda búinn að tapa 67
milljörðum á síðasta ári – var
hann leystur út með 90 milljónum,
enda „banki ekkert annað en
mannauðurinn“.
Ef væri ég auðmaður...
Ég segi það ekki. Það er örugg-
lega gott að vera auðugur og hægt
að veita sér margt ánægjulegt,
búa í góðu húsi, láta kammersveit
leika fyrir sig undir borðum, læra
á þyrlu, eiga bát, safna frímerkj-
um... eiga góðar bækur og léleg
fótboltalið. Auðsæld er líka góð
fyrir samfélagið því að sannir
auðmenn hafa unun af því að
skapa, sjá eitthvað verða til úr fé
sínu, styrkja góð málefni og borga
mikla skatta. Og svo framvegis.
En græðgi er samt ekki góð, enda
er ágirnd ein af dauðasyndunum
sjö. Fyrir einstaklinginn er
ágirndin ákveðin tegund af
taugaveiklun, skyld fíkn og
brenglar dómgreindina. Hömlu-
leysi í kaupréttarsamningum er
ekkert virðingarverðara en til
dæmis stjórnlaust lakkrísát eða
túradrykkja; sá sem gefur sig
græðginni á vald, hvort sem það
er brennivín, peningar eða
lakkrís, finnur um síðir til
vansældar.
Græðgi eyðileggur líka orðstír
manna. Upp að vissu marki vekur
velgengni virðingu samferðar-
fólks, jafnvel öfundar- og
óttablandna, en þegar menn eru
farnir að skammta sér meiri laun
en þeir komast yfir að eyða á þrjú
hundruð árum með þeirri
réttlætingu að þeir séu svo mikill
mannauður – þá dofnar sú
virðing. Og þegar menn hafa
fyrirgert mannorði sínu með
þessum oflaunum getur reynst
erfitt að endurheimta það. Þá
hætta vesalings auðmennirnir að
geta umgengist venjulegt fólk en
halda sig þess í stað í sínum hópi
þar sem ríkir gagnkvæmur
skilningur á gildi þess mikla
mannauðs sem þeir séu.
Og þannig verður til stéttaskipt-
ing. Sérhverfi, sérskólar, sértil-
vera. Helsti kosturinn við íslenskt
samfélag á 20. öldinni var
félagslegur sveigjanleiki þess,
stéttaflakkið. Sjálfur átti ég til
dæmis forríkan langafa en gæfa
mín var sú að eiga föður sem
„braust til fátæktar“ eins og mig
minnir að mín millistéttaræska
hafi verið kölluð. Ég væri
áreiðanlega alveg hörmulegur
auðmaður.
Krafturinn í íslensku samfélagi er
ekki síst vakinn af landlægum
skorti á stéttarvitund. Virðingar-
leysið við „fínt fólk“ og stein-
runna siði, einhver sérstök
smáþjóðarsamkennd og löngun til
að sanna sig: allt hefur þetta
hjálpað mönnum í útrásinni
frekar en eitthvert víkingseðli og
allt er þetta til komið af því að
tilheyra ekki hástétt.
Það er gott að menn séu ríkir og
gaman þegar vel gengur en
græðgi er ekki góð.
Græðgi er vond
Á
liðnum sex mánuðum hafa setið þrír borgarstjórar í
Reykjavík. Sú lausung hefur eðlilega komið mest niður á
Sjálfstæðisflokknum enda ber hann sinn hluta ábyrgðar-
innar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær er á hinn bóg-
inn vísbending um að á landsvísu hafi þetta verið tíma-
bundin lægð.
Samfylkingin heldur þeirri uppsveiflu sem mældist í sambæri-
legri könnun fyrir mánuði. Þrátt fyrir efnahagsþrengingar á síðustu
vikum sýnist ríkisstjórnin og þeir flokkar sem að henni standa bæta
stöðu sína umtalsvert frá síðustu kosningum. Sú niðurstaða er verð
skoðunar.
Ekki hefði komið á óvart að erfiðleikarnir sem borgarstjórnar-
flokkur sjálfstæðismanna rataði í hefði haft langvinnari áhrif á
flokkinn í heild. Hvers vegna gerist það ekki? Nærtækasta skýringin
er sú að forysta ríkisstjórnarinnar hafi við erfiðar aðstæður, þar á
meðal varðandi lausn kjarasamninga, sýnt fumleysi og öryggi. Það er
einmitt við aðstæður eins og þessar sem ólíklegast er að menn ávinni
sér traust með hávaðastjórnmálum.
Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kallaði sjálfur yfir sig
gagnrýni og efasemdir um trúverðugleika og getur ekki kvartað
undan því. En vera má að andstæðingarnir hafi á hinn bóginn ekki
kunnað sér hóf og þjappað stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins
saman með ofnotkun stóryrða. Það getur skýrt að hluta til að lægð
hans er grynnri og tímabundnari en búast hefði mátt við.
Ákvörðun oddvita borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna um að
sækjast ekki ákveðið eftir borgarstjórastólnum á síðasta ári kjör-
tímabilsins er skiljanleg í ljósi atburðanna. Hún viðheldur hins vegar
um sumt óheppilegri óvissu. Sennilega væri sterkasti leikur borgar-
stjórnarflokksins í því fólginn að stöðva frekari hringdans um borg-
arstjórastólinn á þessu kjörtímabili í þeim tilgangi að bjóða borgar-
búum upp á meiri festu. Til lengri tíma litið gæti slík stundarfórn
aukið bæði traust og tiltrú.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins benti fyrr í vetur á að innan
flokksins hefur verið reynt að grafa undan samstarfi hans við Sam-
fylkinguna. Í því samhengi er athyglisvert að skoðanakönnunin sýnir
að nærri 96% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins styðja stjórnar-
samstarfið. Það bendir til þess að gagnrýnendurnir hafi ekki næma
tilfinningu fyrir því hvað fólkið telur landinu fyrir bestu. Til lang-
frama geta stjórnmálaflokkar varla leyft sér að hafa annað viðmið.
Athyglisvert er að Framsóknarflokkurinn nær sér ekki á strik í
stjórnarandstöðu. Lægðin sem flokkurinn lenti í við síðustu kosn-
ingar heldur einfaldlega áfram að dýpka. Skýringin gæti verið sú að
línan að hugsanlegu pólitísku framtíðarhlutverki flokksins í flokka-
kerfinu fer ekki saman við þá línu sem forystumenn flokksins hugsa
eftir. Misvísun af því tagi er ekki vænleg til árangurs.
Forystuflokkur stjórnarandstöðunnar, Vinstrihreyfingin – grænt
framboð, heldur hins vegar þeirri sterku stöðu sem hann náði í kosn-
ingunum. Framtíðarvandi VG er hins vegar í því fólginn að næstu
kosningar geta ekki snúist um ríkisstjórnina eða stjórnarandstöðuna.
Ætli flokkurinn sér að komast í ríkisstjórn þarf hann að opna leiðir
að öðrum hvorum stjórnarflokkanna. Engin merki eru í þá veru.
Að öllu virtu sýnast báðir stjórnarflokkarnir standa vel að vígi
þrátt fyrir efnahagslegan mótbyr og erfiðleika Sjálfstæðisflokks-
ins á vettvangi borgarstjórnar. Styrkur ríkisstjórnarinnar er þar af
leiðandi ótvíræður.
Borgarstjórnarlægðin grynnist
Sterk ríkisstjórn
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG | Ofurlaun
Beðið eftir Godot
Hamaganginum í borgarpólitíkinni
hefur gjarnan verið líkt við farsa und-
anfarnar vikur. Nú þykir farsinn farinn
að minna óþægilega á leikrit Samuels
Beckett Beðið eftir Godot sem oftast
er talið eitt merkasta verkið í leikhúsi
fáránleikans. Í stað þess að bíða
eftir Godot bíða
menn nú og
bíða eftir að
eitthvað gerist
og tekin sé
ákvörðun. Líkt
og í leikritinu
góða er farsinn
í Ráðhúsinu
allur farinn að
snúast um
þessa
endalausu og örvæntingarfullu bið og
lausnin virðist alltaf vera rétt handan
við hornið rétt eins og Godot sem við
vitum þó öll að kemur aldrei.
Leitað að leiðtoga
Námskeiðið Listin að vera leiðtogi er
á dagskrá stjórnmálaskóla Sjálfstæð-
isflokksins 3. mars næstkomandi.
Nú binda menn vonir við
að borgarfulltrúar
flokksins fjölmenni á
námskeiðið og taki
í kjölfarið ákvörðun
um hver eigi að
stjórna borginni þegar
tími Ólafs F. Magnús-
sonar er liðinn. Það
vekur hins vegar
athygli að enn
hefur ekki verið skráður fyrirlesari á
námskeiðið sem vekur spurningar um
hvort enginn innan flokksins treysti
sér til að kenna þessi fræði.
Rólegt á blogginu
Lætin í kringum bloggið hans Össurar
Skarphéðinssonar virðast í rénun
enda hefur kappinn ekki komist
á skrið á lyklaborðinu síðan hann
skrifaði hina umdeildu færslu um
ung stirnið Gísla Martein. Á miðviku-
daginn bloggaði Össur um mat sem
verður að teljast frekar sakleysislegt
og nýjasta færslan fjallar um Clinton
og Obama sem skilja ekki íslensku
og geta þar af leiðandi ekki
farið í fýlu út af skrifunum.
thorgunnur@frettabladid.is