Fréttablaðið - 25.02.2008, Page 26

Fréttablaðið - 25.02.2008, Page 26
 25. FEBRÚAR 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli - eldhús Hjónin Vignir Freyr Andersen, lottókynnir og golfari með meiru, og Halldóra Halldórs- dóttir flugfreyja eru sammála um að uppáhaldshluturinn í eldhúsinu, sem er aðalstaður fjölskyldunnar, sé tvímæla- laust kaffivélin sem þau gáfu sér í jólagjöf um árið. Kaffivél þeirra hjóna, Vign- is og Halldóru, malar baunir og sýður vatnið svo úr verður dýr- indis kaffihúsakaffi. Efst á for- gangslistanum þegar þau hjónin tóku við rekstri golfverslunarinn- ar Hole in one í Bæjarlind ásamt vinafólki var vitanlega almenni- leg kaffivél í fyrirtækið fyrir við- skiptavini og starfsmenn. „Gamla filtervélin er geymd inni í skáp hér heima og fær bara að vera þar. Það er helst í fjöl- mennum kaffiboðum sem maður neyðist til að sækja hana og nýta,“ segja þau Vignir og Halldóra. „Það getur reyndar verið óþarf- lega tímafrekt að ætla sér í senn að mala og laga kaffi í hvern ein- asta bolla ofan í allar frænkurn- ar og frændurna,“ segir Vignir og hlær. Vignir er einkar laginn við að laga kaffi latte í þeirri dásemd- argræju sem sjálfvirka mölun- arkaffivélin er. „Það tekur svona mínútu að byggja upp froðuna en ég mæli með nýmjólkinni, hún freyðir vel. Punkturinn yfir i-ið er vanillusírópið − góð sletta,“ segir Vignir með áherslu. Mölunarkaffivélin hefur eig- inlega tekið við örbylgjuofnin- um sem þótti ómissandi græja á hverju heimili hér um árið. Þó er örbylgjuofn þeirra hjóna mikið notaður við hafragrautargerð. „Ota-grauturinn í bréfunum klikk- ar ekki í örbylgjunni,“ segir Vign- ir sem uppgötvaði þessa ágætu hafragrautarmáltíð á ný er hann og félagi hans, Bjarni Hrafn Ívarsson hjá Frjálsa fjárfesting- arbankanum, fóru saman í mót- orsport í sumar þegar fjölskyldan var í útilegu á Laugarvatni. „Mót- orsportið er ágætis andstæða við golfið,“ nefnir Vignir en „í golf- inu er það hvíti bolurinn og bux- urnar og græna grasið. Í mótor- sportinu er það aftur á móti gróf möl og drullugalli.“ Eftir mótor- sportsferðina má segja að Vignir hafi gert hafragrautinn í Ota-bréf- unum að vinsælli máltíð á heim- ilinu hjá öllum nema Alexöndru sem er 17 ára. En Vignir Freyr 7 ára og Karen Elísabet 3 ára, eru orðin það sólgin í grautinn að þau vilja gjarnan fá hann í eftirrétt. Vinsæll er grauturinn með epla- og kanilbragði. „Algjör snilld að allt sé í einum pakka. Það eina sem þarf að gera er að hella bréfi af Ota-korninu í skál með smámjólk í og eftir nokkrar sekúndur í ör- bylgjunni er grauturinn tilbúinn,“ bendir Vignir á. Halldóra sýnir líka hugvitssemi í að finna nýjar og heppilegar leiðir til að halda heimilinu í góðu standi og nýjasta uppfinningin er forláta ryksuga sem hefur komið í stað- inn fyrir gamla góða eldhússóp- inn. „Krakkarnir eru eins og geng- ur nokkuð duglegir við að skilja eftir sig brauðmylsnu á gólfunum en þá kemur ryksugan að góðum notum í daglegum heimilisverk- um. Vignir gæti verið duglegri við að ryksuga heima við,“ segir Hall- dóra stríðnislega og brosir. Vign- ir er duglegur að sjá um þvottinn og hann á sína þvottadaga. „Rétt er það“ segir Vignir sannfærandi. „Það er einmitt að fara að líða að næsta þvottadegi,“ nefnir Hall- dóra og lítur á Vigni sem þarf aug- ljóslega að fara að rjúka á fund! - vg Góðir dagar í eldhúsinu Kaffivélin er langvinsælasta tækið í eldhúsinu. Vignir Freyr og Halldóra eiga margar góðar stundir í eldhúsinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA „Það tekur svona mínútu að byggja upp froðuna en ég mæli með nýmjólkinni, hún freyðir vel. Punkturinn yfir i-ið er vanillusírópið − góð sletta.“ Vignir sýpur á kaffinu og Halldóra mundar nýstárlega ryksugu sem er algerlega í stíl við eldhúsið. Að gera upp eldhús vex mörgum í augum. Á vefsíðunni www.v3.is hefur Þóra Jónsdóttir tekið saman nokkur góð ráð til þeirra sem eru að huga að endurbótum á þessu hjarta heimilisins. Hugmyndir fólks um uppbyggingu eldhúss eru misjafnar. Sumir vilja mikið skápapláss en aðrir kjósa mikið fótrými. Sumir vilja hafa eldhúsið lokað en aðrir kjósa að opna það inn í stofu. Mörg fyrirtæki bjóða upp á fjölbreyttar lausnir fyrir eldhús. Gott er að skoða marga kosti áður en endanleg ákvörðun er tekin. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga þegar eldhúsið er end- urhannað: BORÐPLÁSS Hve mikið borðpláss þarf? Flestir telja nauðsynlegt að hafa borð- pláss sitt hvorum megin við eldavélina, báðum megin við vaskinn og eitt gott samfellt vinnusvæði. Lágmarksvinnupláss í þokka- legu eldhúsi er að mati Þóru tvisvar sinnum 1,2 metrar. Hún telur einnig best að hafa svæðið milli eldavélar og vasks frítt og nota það aðallega sem vinnusvæði. SKÁPAPLÁSS Meta þarf fjölda eldhúsáhalda og leirtaus sem þarf að komast fyrir. Gera þarf ráð fyrir pottaskáp, skáp fyrir pakkamat, plássi fyrir form, brauðbretti, hnífapör, rafmagnstækin og svo margt, margt fleira. Kannski pláss fyrir kúst og ryksugu? UPPÞVOTTAVÉL Hvort sem ætlunin er að vera með uppþvottavél eða ekki er nauðsynlegt að gera ráð fyrir henni frá byrjun svo að næsti eig- andi geti sett inn vélina og eins ef núverandi eig- anda snýst hugur. Best er að uppþvottavélin sé við hliðina á vaskinum því oft þarf að skola af leirtauinu áður en það er sett í upp- þvottavélina. Hugsa þarf fyrir því að uppþvottavél- in opnast oftast fram og þarf því að gera ráð fyrir plássi fyrir framan vélina. Þá má ekki hafa neitt nálægt vélinni sem ekki þolir raka. Flestir láta uppþvottavélina standa á gólfi og þá mynd- ast ágætis vinnupláss ofan á henni. Ekkert mælir þó gegn því að vélin standi ofan á skúffu eða skáp sem vissulega gerir fólki auð- veldara að raða í og taka úr vélinni. VASKURINN Mörgum finnst gott að hafa eldhúsvaskinn undir glugga til að njóta útsýnis um leið og vaskað er upp. Aðrir vilja geta geng- ið upp að glugganum og horft út án þess að vaskurinn eða eldhús- skápur standi undir honum. Meginreglan er þó að setja ekki djúpa skápa nálægt glugga svo þeir taki ekki birtu úr eldhúsinu. GÓLFHITI Sumir kjósa að setja gólfhita í eldhúsið. Til eru ýmsar lausnir fyrir eldri íbúðir. Ein er að fræsa út raufar í gólfið og leggja hita - rör í það. Önnur er að leggja sérstakar plötur í gólfið sem inni- halda raufar fyrir hitarör og enn ein að setja rafmottur í gólf- ið. Alltaf eykst úrvalið og því gott að kynna sér það sem er í boði hverju sinni. VIFTA Eldhúsviftan eyðir matar- og steikingarlykt. Til eru nokkrar gerðir vifta, ein sogar loft úr eldhúsinu og skilar út í umhverfið en oft er erfitt að koma slíkri viftu fyrir í gömlu eldhúsi. Viftan er nánast alltaf sett fyrir ofan eldavélina. Skynsamlegt er að hafa bakaraofninn og örbylgjuofninn sem næst eldavélinni og þar með viftunni svo hún geti einnig annað útblæstrinum frá þeim tækj- um. ELDAVÉL Eldavélin er höfuðverkur út af fyrir sig. Ákveða þarf hvort elda- vélin skuli vera heil, það er hellurnar ofan á ofninum, eða hvort ofninn sé settur ofarlega inn í innréttingu þar sem auðveldara er að athafna sig. Þetta fer í raun eftir smekk hvers og eins. ÍSSKÁPUR Ekki endurnýja eldhúsið án þess að gera ráð fyrir góðu rými fyrir ísskápinn því með tímanum gætu íbúar viljað stækka ís- skápinn. Praktískt getur verið að vera með sambyggðan ísskáp og frysti, annað hvort einbreiðan í venjulegu eldhúsi eða tvíbreið- an í stóru eldhúsi. Heimilid: www.v3.is, Viðhaldsbókin á netinu. Eldhúsið tekið í gegn frá a til ö

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.