Fréttablaðið - 25.02.2008, Page 47
MÁNUDAGUR 25. febrúar 2008 23
Sýnishorn úr
kvikmyndinni
Sex and the City
sem er byggð á
samnefndum
sjónvarpsþátt-
um er komið
á netið í fullri
lengd. Í því
sést til Carrie
(Sarah Jessica
Parker) sem
er í þann mund
að giftast Mr.
Big. Einnig
kemur þar í
ljós að Char-
lotte verður
ófrísk auk
þess sem Miranda á í vandræðum
með hjónabandið. Miðað við sýn-
ishornið virðist því sem drama tíkin
verði í forgrunni í myndinni á kostn-
að grínsins og kynlífsins sem var
ráð- andi í sjónvarpsþáttunum.
Óskarsverð-
launaleikkonan
Hilary Swank,
sem sló í gegn
í Boys Don´t Cry,
var fyrir skömmu
heiðruð fyrir góð-
gerðastarf sitt í þágu
krabbameinssjúkra.
Á meðal þeirra sem
voru viðstaddir
athöfnina, sem fór
fram í Los Angeles,
voru stjörnurnar
Tom Hanks, Steven
Spielberg og Christ-
ian Slater.
Málverk sem vinur leikarans
Heaths Ledger málaði af honum
er eitt af 249 verkum sem keppa
um virt áströlsk myndlistarverðlaun.
Ledger, sem var jarð-
settur á dögunum,
er ber að ofan á
myndinni og lagði
vinur hans, Vincent
Fantauzzo, mikið
á sig til að fullvinna
hana. Verðlaunin,
sem kallast
Archibald
Prize, verða
afhent 7.
mars.
Breska hljómsveitin Coldplay er
að leggja lokahönd á sína fjórðu
hljóðversplötu. Kemur hún út í
sumar á vegum útgáfufyrirtækisins
Capitol. Í framhaldinu ætlar sveitin
í tónleikaferð um Norður-Ameríku
og Evrópu. Upptökur á plötunni
hófust í nóvember árið
2006 í London. Í
mars á síðasta ári
tók sveitin pásu til
að fara í sína fyrstu
tónleikaferð um
Suður-Ameríku.
Upptöku-
stjórar
voru Brian
Eno og
Markus
Dravs auk
hljómsveit-
ar meðlima.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Sóknarprestur, lögregluþjónn, barnakennari og
skjalavörður skipa Mæðusveitina Sigurbjörn sem
spilar á blúshátíðinni Norðurljósablús sem verður
haldin á Hornafirði 28. febrúar til 2. mars.
„Hljómsveitin var stofnuð upp úr fyrstu blúshátíð-
inni árið 2006,“ segir sóknarpresturinn og trommar-
inn, Sigurður Kr. Sigurðsson. „Við höfðum allir verið
að spila áður bæði með mismunandi hljómsveitum
og saman. Við spiluðum á blúshátíðinni í fyrra og
það gekk bara mjög vel.“
Sigurður viðurkennir að það sé ekki auðvelt að
skipuleggja æfingar með þessum óvenjulega
mannskap. „Það getur verið dálítið snúið en okkur
hefur tekist nokkuð vel að ná þessu saman og
þykjumst bara vera orðnir býsna góðir. Við reynum
að æfa tvisvar í viku og þurfum að fara að kýla á
þetta núna.“ Að sögn Sigurðar finnst Hornfirðingum
ekkert undarlegt að þeir fjórmenningar séu saman í
hljómsveit. „Ég held að fólk hafi bara gaman að því.
Fólk þekkir okkur alla fjóra af öðrum sviðum
tónlistarlífsins líka. Ég er búinn að vera að spila frá
því ég var strákhvolpur í Reykjavík í bílskúrsbönd-
um og ég og bassaleikarinn (Sigurður Örn Hannes-
son, skjalavörður) vorum líka í danshljómsveit,“
segir Sigurður sem er einnig meðlimur í Lúðrasveit
Hornafjarðar.
Mæðusveitin Sigurbjörn stígur á svið föstudags-
kvöldið 29. febrúar á Hótel Höfn og má búast við því
að áflog og aðrar uppákomur í salnum verði í
algjöru lágmarki á meðan fjórmenningarnir
mikilsvirtu spila blúsinn. - fb
Prestur og lögga spila blús
MÆÐUSVEITIN SIGURBJÖRN Frá vinstri: Sigurður Guðnason
(lögga), Sigurður Örn Hannesson, Sigurður Kr. Sigurðsson, og
Björn Sigfinnsson (kennari) skipa Mæðusveitina Sigurbjörn.
Leikarinn Leonardo DiCaprio verður
framleiðandi leikinnar Hollywood-
útgáfu af japönsku teiknimyndinni
Akira. Fyrirtæki DiCaprio, Appian Way,
ætlar að búa til tvær Akira-myndir og
er sú fyrri væntanleg sumarið 2009.
Upphaflega Akira-myndin kom út í
Japan árið 1988. Var hún byggð á
manga-teiknimyndasögum sem
leikstjóri myndarinnar, Katsuhiro
Otomo, samdi. Myndin varð gríðarvin-
sæl og er þegar orðin sígild þar í landi.
Fjallar hún um hinn unga Tetsuo frá
Tókýó sem flækist inn í dularfullt
verkefni ríkisins sem nefnist Akira.
DiCaprio, sem ætlar ekki að leika í
myndinni, hefur lengi reynt að koma
henni á koppinn í Bandaríkjunum. Hann
öðlaðist kvikmyndaréttinn fyrir
mörgum árum og átti síðan í vandræð-
um með að finna framleiðendur.
Framleiðir Akira
LEONARDO DICAPRIO DiCaprio
ætlar að framleiða Hollywood-
útgáfu af japönsku teiknimyndinni
Akira.