Fréttablaðið - 25.02.2008, Page 48

Fréttablaðið - 25.02.2008, Page 48
24 25. febrúar 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Auglýsing um framkvæmdaleyfi Á fundi sínum þann 12. febrúar 2008 fjallaði skipul- ags- og byggingarnefnd Norðurþings um ósk Ve- gagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir þann hluta 1. áfanga Dettifossvegar sem liggur innan marka Norðurþings. Um er að ræða 640 m langan kafl a frá mörkum sveitarfélaga norður að nýrri vegtengingu að Dettifossi, endurbygging bílastæðis við Dettifoss og 2,8 km löng aðkoma að því frá aðalvegi. Nefndin telur framkvæmdina í samræmi við gildandi aðalskipulag Kelduneshrepps. Nefndin hefur kynnt sér matsskýrslu um framkvæmdina og staðfest að framkvæmdin sé sú sama og þar er lýst. Nefndin hefur einnig kynnt sér álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfi sáhrifum framkvæmdarinnar. Tekið er undir þau sjónarmið skipulagsstofnunar að innan Norðurþings séu veglínur ásættanlegar og muni ekki valda verulegum neikvæðum áhrifum á landbúnað, menningarminjar, gróður, fugla, jarðmyndanir, land- slag, náttúruverndarsvæði, ferðaþjónustu og útivist að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum. 1. Vegagerðin þarf að skilgreina öryggis- og fram- kvæmdasvæði, í samráði við Umhverfi sstofnun, eins þröngt og hægt er. Við framkvæmd skal draga úr raski á landi, úr sjónrænum áhrifum og áhrifum vegna hávaða og ónæðis af umferð um veginn. 2. Vegagerðin þarf að loknum framkvæmdum að hafa samráð við Umhverfi sstofnun og þjóðgarðsvörðinn í Jökulsárgljúfrum um uppgræðslu og frágang svæði- sins. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti framkvæm- daleyfi ð að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Á fundi sínum þann 19. febrúar staðfesti sveitarstjórn framkvæmdaleyfi ð. Framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar Norðurþings er kæranlegt til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggin- garmála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu auglýsingar þessarar. Málsmeðferð er samkvæmt skipulags- og byggingarlögum. Húsavík 22. febrúar 2008 Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Landsliðsmaðurinn ungi Eggert Gunnþór Jónsson heldur áfram að gera það gott með skoska liðinu Hearts sem er á mikilli sigl- ingu þessa dagana. Eggert var maðurinn á bak við sigur liðsins á Motherwell á laugardaginn en eina mark leiksin kom eftir skot hans sem fór í varnarmann Motherwell og í netið. „Ég er mjög ánægður með þennan leik og sigurinn var mikil- vægur. Virkilega góð þrjú stig. Við erum að komast í efri hlutann sem er markmið okkar úr því sem komið er. Markið var þannig að ég skaut af löngu færi og boltinn fór í varnarmann og sveif þaðan yfir markvörðinn í netið. Hann hefði sennilega samt verið inni þó svo hann hefði ekki farið í varnarmanninn,“ sagði Eggert léttur en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðustu vikur. Hearts er í sjöunda sæti deildarinnar sem stendur en sex efstu liðin spila um titilinn en sex neðstu fallið. Hearts gekk ömurlega framan af tímabili og fór lægt í næstneðsta sæti deildarinnar. „Ég hef verið mjög sáttur við mína frammistöðu og ég er klárlega að taka framförum. Það munar um að fá að spila mikið en ég er að læra mikið og á eftir að læra mikið. Það er annars fín stemning í félaginu þessa dagana og allt annað líf síðan Stephen Frail tók við liðinu. Hann veit hvað hann er að gera ólíkt gamla þjálfaranum sem vissi ekkert í sinn haus. Við erum búnir að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum og ekki fengið á okkur mark í fjórum þessara leikja,“ sagði Eggert en ekki er ljóst hvort hann fái að halda áfram með liðið en hann þarf klárlega að koma liðinu í efri hlutann eigi það að vera möguleiki. Eins og áður hefur komið fram er Guðjón Þórðarson einn af nokkrum sem eru orðaðir við stjórastöðuna hjá félaginu. „Ég þekki Guðjón ekki neitt en hann á góðan feril að baki og það hlýtur að segja ýmislegt. Annars hef ég ekkert heyrt um þjálfaramálin lengi. Ég var mikið spurður út í Guðjón til að byrja með þegar nafn hans kom upp og ég sagði þeim bara að hann ætti fínan feril sem væri að þjálfa á Íslandi. Ég veit í raun ekkert meira,“ sagði hinn bráðefnilegi Eggert sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í lok síðasta árs gegn Dönum. EGGERT GUNNÞÓR JÓNSSON: STENDUR SIG FRÁBÆRLEGA MEÐ SKOSKA LIÐINU HEARTS Gamli þjálfarinn vissi ekkert í sinn haus > GOG lagði Celje Lasko Danska liðið GOG sem Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson leika með vann góðan sigur, 34- 33, á Celje Lasko í Meistaradeildinni. GOG er í öðru sæti síns riðils á eftir Barcelona. Ademar Leon, lið Sigfúsar Sig- urðssonar, er einnig í öðru sæti síns riðils eftir óvæntan sigur á Evrópumeisturum Kiel, 28-24. Sigfús komst ekki á blað í leiknum. Logi Geirsson var hins vegar í fínu formi með Lemgo og skoraði sex mörk í tapleik gegn Rhein Neckar Löwen, 25-29. KÖRFUBOLTI Sigurður Þorvaldsson átti stórbrotinn leik fyrir Snæfell í gær - skoraði 30 stig og setti niður sjö þrista. „Mamma hans Magna, Maggý, bauð upp á fiskisúpu og hún gerði gæfumun- inn. Svo tók ég hafragraut í morgunmat með lýsi,“ sagði Sigurður spurður um hvað hann hefði eiginlega borðað fyrir leikinn því hvað svo sem það var þá virkaði það augljóslega. „Við mættum tilbúnir til leiks. Við töldum okkur vera með betra lið en þeir og ég held að við höfum sannað það í dag. Við vissum hvernig umræðan var um að við ættum að vinna en við héldum okkur á jörðinni og vanmat kom aldrei til greina af okkar hálfu. Það er yndis- legt að vinna þennan leik og við ætluð- um aldrei að fara fúlir heim í Hólminn,“ sagði Sigurður kátur. Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis og fyrrum þjálfari Snæ- fells, var ekki eins sáttur. „Ég er hundsvekktur. Hlutirnir duttu með þeim frá upphafi og við vorum þess utan ekki nógu grimmir í okkar aðgerðum,“ sagði Bárður en báru hans menn of mikla virðingu fyrir andstæðingnum? „Það verður hver og einn að svara fyrir sig með það en það leit þannig út, því miður.“ - hbg Sigurður Þorvaldsson upplýsti leyndarmálið á bak við stórleik sinn gegn Fjölni: Fiskisúpan hjá mömmu hans Magna gerði gæfumuninn FÓR Á KOSTUM Sigurður Þorvaldsson hafði efni á að fagna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÖRFUBOLTI Lýsingarbikar karla fór í Stykkishólm í gærkvöldi eftir glæstan sigur Snæfells á Fjölni, 109-86. Sterkt lið Snæfells féll ekki í þá gryfju að vanmeta Fjöln- ismenn, þeir mættu tilbúnir frá byrjun, slökuðu aldrei á klónni og lönduðu verðskulduðum og sann- gjörnum sigri. Gríðarleg fagnað- arlæti brutust út eftir leikinn og fjölmargir Hólmarar hreinlega töpuðu sér í gleðinni en biðin eftir stórum bikar var búin að vera erfið. Eins og áður segir mættu Hólmarar vel stemmdir til leiks með Sigurð Þorvaldsson í fanta- formi en hann setti niður þrjá þrista í fyrsta leikhluta. Það var ekkert vanmat af hálfu Hólmara en að sama skapi báru Fjölnis- menn fullmikla virðingu fyrir and- stæðingnum. Fjölnismenn fóru loks að taka almennilega á því í öðrum leikhluta og héldu Snæfelli nærri sér í leikhléi aðeins tíu stig- um undir, 48-38. Fjölnismenn héldu áfram að berjast í síðari hálfleik en það var sama hvað þeir reyndu, það datt allt niður hjá Snæfellingum og þeir virtust vart geta klikkað á skoti í langan tíma. Sigurður, Shouse og Subasic fóru hamförum fyrir utan þriggja stiga línuna en alls setti Snæfell niður 14 þrista í leiknum. Staðan 77-69 eftir þrjá leikhluta og það bil náði Fjölnir aldrei að brúa. Snæfell hélt skotsýningunni áfram í fjórða leikhluta og skemmti sér hreint konunglega við að skjóta Fjölnismönnum alla leið heim í Grafarvog. „Við vorum tilbúnir og reyndum að þvinga Fjölnismenn í erfið skot. Við vissum sem var að ef vörnin virkaði myndi sóknarleikurinn koma af sjálfu sér,“ sagði Justin Shouse skælbrosandi í leikslok. Hann átti magnaðan leik en þessi strákur hefur reynst mikill happa- fengur fyrir Hólmara. „Þetta var einn af þessum dögum þar sem hreinlega allt fer ofan í körfuna. Það er ólýsanlega gaman að vinna bikarinn fyrir framan þessa ótrúlegu stuðnings- menn sem fylgdu okkur. Það verð- ur hrikalega gaman að fagna þess- um titli og ég efast um að einhver mæti í vinnu í kjölfarið,“ sagði Shouse léttur. henry@frettabladid.is Skotsýning hjá Snæfelli Snæfell varð bikarmeistari KKÍ í fyrsta skipti í gær eftir öruggan sigur á Fjölni, 109-86. Hólmarar buðu upp á skotsýningu af allra bestu gerð þar sem nánast allt fór niður. Það var meira en baráttuglaðir Fjölnismenn réðu við. KÁTIR Geof Kotila þjálfari, Jón Ólafur Jónsson og aðrir leikmenn Snæfells slepptu sér í gleðinni eftir leikinn. Hlynur Bæringsson fyrirliði er með bikarinn á minni myndinni FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SNÆFELL-FJÖLNIR 109-86 Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 30 (7 þristar), Justin Shouse 27 (10 stoð.), Slobodan Subasic 24, Hlynur Bæringsson 8 (18 frák., 7 stoð.), Jón Ólafur Jónsson 7, Anders Katholm 6, Magni Hafsteinsson 2, Atli Hreinsson 2, Árni Ásgeirsson 2, Guðni Valentín- usson 1. Stig Fjölnis: Anthony Drejaj 26, Níels Dungal 17, Sean Knitter 12, Pete Strobl 8, Tryggvi Pálsson 6, Valur Sig- urðsson 5, Kristinn Jónasson 5, Helgi Þorláksson 2.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.