Fréttablaðið - 25.02.2008, Page 51

Fréttablaðið - 25.02.2008, Page 51
MÁNUDAGUR 25. febrúar 2008 27 Tillaga að breytingu deiliskipulags Höfðavegar á Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að breytingu á deiliskipu- lagi Höfðavegar á Húsavík skv. 1. mgr. 26. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felur eingöngu í sér breytingar á lóðunum Höfðavegi 6a og 6b. Þær eru sameinaðar í eina lóð, Höfðaveg 6. Á lóðinni er nú gert ráð fyrir sex íbúða fjölbýlishúsi á einni hæð í stað parhúss á tveimur hæðum. Heimilað nýtingarhlutfall lóðar verði 0,4 og mesta hæð húss 5,0 metrar yfi r gólfkóta. Nánari byggingarskilmálar fyrir lóðina eru skilgreindir í greinargerð. Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrif- stofu Norðurþings frá 25. febrúar til 24. mars 2008. Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefi nn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með mánudagsins 7. apríl 2008. Skila skal skrifl egum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. Húsavík 20. febrúar 2008. Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi KÖRFUBOLTI Grindavík varð bikar- meistari í kvennaflokki í fyrsta skipti í gær þegar liðið lagði Hauka í úrslitum með tíu stiga mun, 77-67. Haukar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en stórkost- legur þriðji leikhluti hjá Grinda- vík lagði grunninn að öruggum sigri. „Þetta er alveg ólýsanleg til- finning,“ sagði Grindavíkurstúlk- an Petrúnella Skúladóttir sem átti magnaðan leik fyrir Grindavík á báðum endum vallarins. „Maður verður að gefa sig allan í svona leiki. Ég ætlaði ekki að labba af velli hugsandi hvað ef ég hefði gert hitt eða þetta. Ég veit ekki hvað var að hjá okkur í fyrri hálfleik. Það kom samt engin örvænting í okkar leik og við vorum ákveðnar að klára dæmið í síðari hálfleik sem við og gerð- um,“ sagði Petrúnella brosmild. Það má í raun segja að leikurinn hafi verið eins og svart og hvítt. Haukar voru betri á flestum svið- um í fyrri hálfleik. Munaði þar aðallega um grimmdina en þær tóku heil 17 sóknarfráköst í fyrri hálfleik gegn 6 hjá Grindavík. Suðurnesjastúlkur litu út fyrir að vera engan veginn tilbúnar í slag- inn og voru nær meðvitundarlaus- ar og áttu verk fyrir höndum í leikhléi einum 12 stigum undir, 41- 29. Ræða Igors Beljanski, þjálfara Grindvíkinga, í leikhléi var snörp og augljóslega hitti í mark því allt annað lið mætti til leiks í seinni hálfleikinn. Þær fóru allt í einu að taka öll fráköst og keyrðu upp hraðann með Tiffany Robertson í fantaformi. Haukar áttu ekkert svar, töpuðu leikhlutanum 28-10 og þar með leiknum því þær kom- ust aldrei inn í hann aftur. „Þetta er gríðarlega svekkjandi en ég er samt mjög stoltur af mínum stelpum sem gáfu sig alla í leikinn,“ sagði Yngvi Gunnlaugs- son, þjálfari Hauka, súr á svipinn í leikslok en hann var ekki sáttur við dómgæsluna í þriðja leikhlut- anum þegar leikurinn snérist. „Það er 8-0 í villum gegn okkur og við áttum aldrei möguleika. Ég er mjög ósáttur við margt hér í dag en skrifa þó tapið ekki alfarið á dómarana.“ Þær Petrúnella, Robertson og Skiba áttu hreint magnaðan leik fyrir Grindavík en hinum megin munaði mikið um að Kiera Hardy náði sér ekki á strik og virtist eitt- hvað há henni. - hbg Ótrúlegur þriðji leikhluti hjá Grindavíkurstúlkum gegn Haukum í bikarúrslitum: Bikarinn loksins til Grindavíkur PETRÚNELLA SKÚLADÓTTIR Fór hreint á kostum í Höllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LOKSINS, LOKSINS Grindavíkurstúlkurnar Ólöf Helga Pálsdóttir og Berglind Magn- úsdóttir fögnuðu titlinum vel og innilega. Uppi í hægra horninu sjást þær Jovan Stefánsdóttir og Petrúnella Skúladóttir lyfta bikarnum eftisótta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HAUKAR-GRINDAVÍK 67-77 Stig Hauka: Kiera Hardy 19, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Guðbjörg Sverris- dóttir 9, Ragna Brynjarsdóttir 8, Hel- ena Hólm 5, Telma Björk Fjalarsdóttir 4, Unnur Jónsdóttir 3, Bára Hálfdánar- dóttir 2. Stig Grindavíkur: Tiffany Roberts- on 24 (13 frák.), Joanna Skiba 22, Petrúnella Skúladóttir 15 (10 frák., 6 stoðs., 2 stolnir), Jovana Lilja Stefáns- dóttir 6, Ólöf Helga Pálsdóttir 6 (11 frák.), Ingibjörg Jakobsdóttir 2.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.