Fréttablaðið - 03.03.2008, Page 50

Fréttablaðið - 03.03.2008, Page 50
18 3. mars 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1801 Thomas Jefferson er fyrsti forseti Bandaríkjanna sem sver embættiseið í Wash- ington. 1861 Abraham Lincoln tekur við embætti forseta Bandaríkjanna. 1933 Franklin D. Roosevelt byrjar fyrsta kjörtímabil sitt sem forseti Bandaríkj- anna. 1938 Olía finnst í Sádi-Arabíu. 1955 Elvis Presley kemur fram í sjónvarpi í fyrsta sinn. 1986 Ástralía fær fullt sjálfstæði frá Bretlandi. 1991 Lögreglumenn í Los Ang- eles berja blökkumann- inn Rodney King vegna hraðaksturs. Atburðurinn verður kveikja að mestu óeirðum í sögu borgar- innar. Íslenska kvikmyndin Atómstöðin var frum- sýnd þennan dag árið 1984. Hún er byggð á samnefndri skáldsögu Halldórs Kiljans Lax- ness og fjallar um líf ungu sveitastúlkunn- ar Uglu sem kemur til borgarinnar og ræðst sem þjónustu- stúlka til Búa Árlands og hans borgaralegu fjölskyldu. Með hlut- verk Uglu í myndinni fer Tinna Gunnlaugsdóttir og Búa Árland leikur Arnar Jónsson. Myndin var framleidd af Kvikmyndafélaginu Óðni og Þorsteinn Jónsson var leikstjóri hennar. Þetta var dýrasta kvikmynd sem Íslendingar höfðu gert til þessa, kostaði fjórtán millj- ónir króna. Hún var fyrsta myndin sem Ís- lendingar stóðu al- gerlega einir að eftir bókum Laxness. Nóbelsskáldið var ánægt með myndina og sagði fólkið sem að henni stóð vera feikilega flinkt. Hins vegar sagði hann bók- ina bara ekki nógu góða hjá sér enda hefði hann rubbað henni af á svipstundu. „En sagan höfðaði líklega til fólks á sínum tíma. Þetta var í þann tíð þegar sveitin var að segja gúddbæ og flytja til Reykjavíkur á einu bretti,“ sagði hann í blaðaviðtali. ÞETTA GERÐIST 3. MARS 1984 Atómstöðin frumsýnd JÓN ÞORLÁKSSON FORSÆTIS- RÁÐHERRA FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1877. „Sá sem vill leita eftir efna- legri velgengni fyrir sjálfan sig verður að leitast við að fullnægja sem best þörfum annarra.“ Jón var landsverkfræðingur, kaupmaður í Reykjavík, fyrsti formaður Íhaldsflokksins og líka Sjálfstæðisflokksins, fjár- málaráðherra, forsætisráð- herra og borgarstjóri í Reykja- vík. Hann lést 20. mars 1935. damóðir, amma og Sunnuhlíð í liðinn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Polly Sæmundsdóttir, frá Siglufirði, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 24. febrúar síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi, fimmudaginn 6. mars kl. 13.00. Eygló Guðjónsdóttir, Kristinn Guðjónsson, Valgarður Guðjónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Freygerður Guðrún Bergsdóttir Austurbyggð 17, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 23. febrúar. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn 4. mars kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofn- anir. Sigrún Finnsdóttir Daníel Þórðarson Guðmundur Finnsson Greta Stefánsdóttir Bergur Finnsson Sumarrós Ragnarsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og afi, Ellert Eggertsson Hraunbæ 90 verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í dag, 3. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Elín Halla Þórhallsdóttir Rebekka Rós Ellertsdóttir Páll Jónsson Eggert Ellertsson Andri Þór Ellertsson Anna Lilja Marteinsdóttir Sigríður Elísabet Sæmundsdóttir Sæmundur Eggertsson Eyþór Eggertsson Ingveldur Ólöf Björgvinsdóttir og afabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Elías Guðbjartsson sjómaður, Hrafnistu Reykjavík, áður til heimilis að Klapparstíg 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudag- inn 4. mars kl.15.00. Viðar Elíasson Guðrún Halldórsdóttir Hilmar Elíasson Linda B. Gunnarsdóttir Svanur Elí Elíasson Selma Björk Elíasdóttir Halldór Guðbjartur Elíasson Sesselja Guðbjörg Ragnarsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn. Samningur var undirritaður nýlega um þriggja ára þjónustu milli Al- þjóðahúss á Norðurlandi og Akur- eyrarbæjar. Anna Guðný Guðmunds- dóttir er verkefnastjóri hússins og hún var ásamt fólki af átta mismun- andi þjóðerni að setja salinn í stand fyrir undirritunarathöfnina þegar í hana náðist. Alþjóðahúsið er í Rósen- borg að Skólastíg 2. Þar hefur Anna Guðný unnið sem eini starfsmaður Alþjóðastofu sem rekin hefur verið af Akureyrarbæ frá 2004. „Nú er bærinn að gera þjónustusamning við Alþjóðahúsið syðra, við erum að fá styrki frá nokkrum aðilum og von- umst eftir auknu samstarfi við önnur sveitarfélög hér í kring. Við munum halda áfram á sömu nótum og áður en stækka og eflast eftir þessar breyt- ingar,“ segir Anna Guðný ánægð og upplýsir að strax í apríl verði ráðinn pólskur starfsmaður og eflaust muni fleiri bætast við. Anna Guðný er Akureyringur í húð og hár og það má greina á mæli hennar. Hún kveðst þó víða búin að vera og meðal annars hafa kynnt sér menningu annarra landa. Hún segir fjölmenningarsamfélag vissulega vera á Norðurlandi og bendir á að við Héðinsfjarðargöngin séu nánast eingöngu Tékkar að vinna. Einnig sé fólk af erlendu bergi brotið víða í iðn- aði, fiskvinnslu og slipp svo nokkuð sé nefnt. Hins vegar séu umönnunar- stéttir nánast eingöngu skipaðar Ís- lendingum og leikskólarnir líka. En í hverju er starf hennar sjálfrar eink- um fólgið? „Ég veiti innflytjendum upplýsingar um samfélagið hér fyrir norðan og í heild. Í borginni hefur fólk aðgang að Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun en úti á landi þarf fólk að vera í fjarsambandi og það getur verið erfitt þegar tungumálin vefjast fyrir.“ Spurð hvort fólk standi í réttindabaráttu í gegnum skrifstof- una hjá henni svarar hún: „Já, það er alltaf eitthvað um það. Ég er í mjög góðu sambandi við öll stéttarfélögin hér í kring og verkalýðshreyfinguna og nú getum við líka farið að njóta beinnar þjónustu lögfræðingsins í Alþjóðahúsinu syðra.“ Hún segir ákvæði í þjónustusamningnum um þjóðahátíðir og menningarviðburði á vegum hússins og kveðst hlakka til að skipuleggja viðburði og verkefni og tengja saman fólk af ólíkum upp- runa. Skemmtilegast við starfið segir Anna Guðný vera fjölbreytnina. „Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast, ég kynnist mörgu fólki og fæ meira af ólíkri menningu í æð en flestir.“ Alþjóðahús Norðurlands er vel í sveit sett því Rósenborg gegnir fjöl- breyttu hlutverki. Þar er til dæmis Húsið, menningarmiðstöð ungs fólks, með líflega starfsemi, líkt og Hitt húsið í Reykjavík og á kvöldin er þar námskeiðahald í tengslum við Punktinn, handverksmiðstöð. „Hing- að kemur fólk til að sauma og smíða, setja rennilás í buxur, fara á mósaík- námskeið og bara nefndu það,“ lýsir Anna Guðný. „Hér eru líka félags- miðstöðvar bæjarins, forvarnarfull- trúinn og jafnréttisfulltrúinn. Húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds og ég er því í miðju alheimsins. Samlegðar- áhrifin af starfseminni eru líka mikil. Þó svo fólk komi bara til að leita ráða um hvernig það eigi að fylla út skatt- framtalið eða sækja um heimilis- lækni þá er hér svo mikið félagslíf sem hægt er að tengjast beint, strax í fyrstu heimsókn.“ gun@frettabladid.is ALÞJÓÐAHÚS Á NORÐURLANDI: ÖFLUG STARFSEMI TRYGGÐ TIL ÞRIGGJA ÁRA Er í miðju alheimsins og fær framandi menningu í æð AFMÆLI Ólafur Darri Ólafsson leikari er þrjátíu og fimm ára í dag. Ragna Sara Jónsdóttir fjölmiðlakona er þrjátíu og fimm ára í dag. Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson tónlistarmaður er fjörutíu og tveggja ára í dag. Atli Eðvaldsson knattspyrnuþjálf- ari er fimmtíu og eins árs í dag. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminja- vörður er fimm- tíu og fimm ára í dag. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er fimmtíu og sjö ára í dag. ANNA GUÐNÝ, VERKEFNASTJÓRI ALÞJÓÐAHÚSS NORÐURLANDS „Þótt fólk komi bara til að leita ráða um hvernig það eigi að fylla út skattframtalið eða sækja um heimilislækni þá er hér svo mikið félagslíf sem hægt er að tengjast beint, strax í fyrstu heimsókn.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.