Fréttablaðið - 03.03.2008, Page 62

Fréttablaðið - 03.03.2008, Page 62
30 3. mars 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. létu 6. einnig 8. geymsla 9. tilvist 11. íþróttafélag 12. æxlunarfæri blóms 14. yfirstéttar 16. frá 17. gagn 18. þakbrún 20. peninga 21. köttur. LÓÐRÉTT 1. íþrótt 3. í röð 4. flokkur sýklalyfja 5. dýrahljóð 7. afríku dýr 10. óvild 13. of lítið 15. baklaf á flík 16. í viðbót 19. vörumerki. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. og, 8. búr, 9. líf, 11. kr, 12. fræva, 14. aðals, 16. af, 17. nyt, 18. ufs, 20. fé, 21. kisi. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. áb, 4. fúkalyf, 5. urr, 7. gíraffi, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. auk, 19. ss. Ljósmyndarinn Jón Páll Vilhelms- son dvaldist í Mílanó frá febrúar til ágúst á síðasta ári, þar sem hann starfaði fyrir hinn heimsfræga tískuhönnuð Giorgio Armani. Jón Páll lærði ljósmyndun í Bandaríkj- unum á árunum 1990 til 1995 og hefur starfað við fagið hér á landi síðan. Starfstilboðið frá Mílanó rat- aði inn á borð til hans eftir að gam- all skólabróðir benti á Jón Pál í starf ljósmyndara með David McKnight, sem er fastráðinn hjá Armani. „Hann hringdi í mig aðfaranótt laugardags og sagði mér að ég fengi starf sem ljósmyndari hjá Armani ef ég gæti drifið mig til Mílanó,“ útskýrir Jón Páll, sem var mættur í vinnu á þriðjudegi. Jón Páll starfaði aðallega við að taka ljósmyndir fyrir svokallaðar „lookbooks“. Í bókunum geta versl- anir sem vilja kaupa inn vörur frá hönnuðunum skoðað komandi línur og valið úr. Eins og gefur að skilja er því unnið töluvert fram í tímann, og línurnar sem Jón Páll myndaði fyrir um ári síðan eru núna fyrst að rata í verslanir. „Þetta var svona tíu manna teymi, með ljósmyndur- um, aðstoðarmönnum og fólki sem sá um eftirvinnslu, og við skiluðum af okkur svona tvö til fjögur hundr- uð myndum á viku. Það er nánast ársframleiðslan hjá manni,“ segir Jón Páll og hlær við. Hann segist ekki hafa áttað sig á hversu viða- mikið fyrirtækið væri fyrr en hann hélt út. „Armani er með svo margar mismunandi línur. Það er Giorgio Armani, Armani Collezione, Emp- orio Armani, Armani Casa, sem er húsgagnalína, og svona má lengi telja,“ útskýrir Jón Páll. „Það eru einhver tuttugu fyrirtæki í þessari samsteypu. Það flotta er að Armani sjálfur er með puttana í öllu. Hann er örugglega að verða 75 ára núna, en hann fer yfir allt og segir af eða á,“ segir Jón Páll, sem kveðst þó ekki hafa spjallað mikið við goð- sögnina. „Hann talar ekki ensku og ég tala enga ítölsku, en hann kíkti alltaf til okkar annað slagið,“ segir hann. Jón Páll sneri aftur heim eftir þetta hálfa ár, enda með fjölskyldu hér á landi. Hann segir reynsluna hafa verið mjög góða og er ekki frá því að hann taki svipuð verkefni að sér í framtíðinni. „Það kemur bara í ljós. Þetta er svo skrýtinn bransi, maður veit minnst sjálfur hvað verður,“ segir hann og kímir. Fleiri myndir Jóns Páls má sjá á síðunni jonpall.com. sunna@frettabladid.is JÓN PÁLL VILHELMSSON: MYNDAÐI FYRIR TÍSKURISA Í MÍLANÓ Vann hjá Armani í hálft ár SAMSTARFSFÉLAGAR HJÁ ARMANI Á myndinni eru, frá vinstri, Jón Páll, Henrik og Jörn, sem störfuðu saman í ljósmyndateyminu hjá Armani. Teymið skilaði af sér um 300 myndum á viku. MYND/JÓN PÁLL VILHELMSSON Þessar myndir af sundfötum frá Armani tók Jón Páll í villu tísku- hönnuðarins í Pó-dalnum. Fyrirsæt- urnar stilltu sér upp í sundlauginni við húsið, en þegar Jón Páll hafði lokið eftirvinnslu var ekki bara að finna ítalskan bakgarð á myndun- um. Sjórinn er nefnilega úr hinum alíslenska Faxaflóa, og skeljasandinn sem stúlkurnar standa á má finna á Löngufjörum á Snæfellsnesi. VILLA ARMANI OG FAXAFLÓI Í BAKSÝN Rokkþyrstir Íslendingar og aðdá- endur Uriah Heep geta tekið gleði sína á ný því Eiríkur Hauksson og Ken Hensley ætla að heiðra land og þjóð með nærveru sinni hinn 30. apríl í Austurbæ. Ætla félag- arnir að skella upp mikilli rokk- veislu ásamt Dúndurfréttum dag- inn fyrir 1. maí en miðasala á herlegheitin hefst 10. mars. Eiríkur Hauksson var að vonum spenntur þegar Fréttablaðið náði tali af honum í Noregi. „Við ætlum að spila alla helstu slagara Uriah Heep og þetta verður mikið stuð,“ lýsir Eiríkur yfir. Rokkgoðið íslenska hefur að undanförnu sungið með hljómsveit Hensley um alla Evrópu og er ekki í vafa um að Uriah Heep-aðdáendur eigi eftir að fjölmenna. „Fyrir mér er Hensley holdgerving hljómsveit- arinnar enda maðurinn á bak við öll hennar helstu lög. Og hann er svo lifandi á sviðinu að maður gæti haldið að hann hefði fæðst með orgelið í höndunum,“ segir Eirík- ur, sem jafnframt hlakkar mikið til samstarfsins við Dúndurfréttir. „Ég er mjög ánægður með að þeir skuli vera með enda hafa þeir allt sem til þarf,“ segir Eiríkur. Gamli Eurovision-farinn segir að Hensley sé jafnframt mjög spenntur fyrir komunni til Íslands enda hafi hann aldrei komið hing- að, ekki einu sinni millilent. - fgg Eiki Hauks og Hensley til Íslands Sjónvarpsþulan fyrrverandi Ragnheiður Elín Clausen fer með hlutverk í leikritinu L´effet de serge sem verður sýnt á leiklistarhátíðinni Lókal sem fer fram í Reykjavík 5. til 9. mars. „Ég er búin að fá æfingaplanið og ég veit að ég mun hafa hundinn minn með því hann leikur stórt hlutverk í sýningunni,“ segir Ragnheiður, sem á reyndar þrjár tíkur sem hún getur valið úr. Búa tvær þeirra, Hríma og Hekla, hjá henni. „Bjarni Jónsson leikskáld hafði samband við mig. Hann hefur verið að kenna mér í vetur að læra að skrifa leikrit í háskólanum og hann mat það svo að ég ætti eitthvert erindi í þetta,“ segir hún. Nokkuð langt er liðið síðan Ragnheiður steig síðast á svið en það var í Herranótt MR þar sem hún lék meðal annars í Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare. L´effet de serge er franskt leikrit en er flutt á ensku. Var það frumflutt í París í nóvember í fyrra við góðar undirtektir. Auk Ragnheiðar og nokkurra annarra Íslendinga fer hópur Frakka með hlutverk í leikritinu og segist hún taka því fegins hendi að fá að æfa sig í frönskunni. „Það verður sérstaklega skemmtilegt að hitta Frakkana og fá tækifæri til að tala smá frönsku. Það er rosalega spennandi að taka þátt í svona nýju verkefni og fersku og það er ekki ónýtt fyrir Íslendinga að fá svona verk hingað heim.“ Ragnheiður er ekki búin að ákveða hvaða hundur fær að koma með henni á sýninguna. „Það fer allt eftir því hver verður óþekkust og hver verður þægust. Ætli það komi ekki í ljós á ögurstundu.“ - fb Ragnheiður með hundinn sinn í leikriti RAGNHEIÐUR ELÍN CLAUSEN Ragnheiður Elín Clausen fer með hlutverk í leikritinu L´effet de serge. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÓNLEIKAR Í AUSTURBÆ Eiríkur Hauksson og Ken Hensley ætla að troða upp í Austurbæ kvöldið fyrir 1. maí. Athygli vakti þegar útvarpsstöðin FM 957 hóf útsendingar á þætti Idol-kynnisins Ryan Seacrest. Sea- crest er feikilega vinsæll þar vestra og fær alla jafna stórstjörnur í spjall til sín milli þess sem hann leikur vinsælustu lögin hverju sinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun útvarpsréttarnefnd þó vera að skoða þessar útsendingar enda þykir það á ansi gráu svæði að senda út erlendan þátt með þessum hætti. Ágúst Héðinsson, framkvæmdastjóri útvarpssviðs 365, hefur þó baktryggt sig því Brynjar Már Valdimarsson, hinn sívinsæli tónlistarmaður, mun koma inn á milli og fræða hlustendur um það sem farið hefur fram. Regína Ósk fékk loks verð- skuldaða athygli í viðtali við fylgirit Fréttablaðsins, Föstudag. Regína hefur fallið algjörlega í skuggann af félaga sínum, Friðriki Ómari Hjörleifssyni, eftir að sá sendi áhangend- um Merzedes Club tóninn eftir sigur þeirra í Laugardagslögunum. Þau Regína og Friðrik eiga þó margt annað sameiginlegt því söngkonan á einnig silfurverðlaun frá undankeppni Euro- vision þegar hún mátti lúta í lægra haldi fyrir Silvíu Nótt. Hugsanleg kvikmynd Ridley Scott um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 hefur vakið mikla athygli í Bandaríkj- unum og hafa allar helstu fréttastofur þar vestra fjallað um málið. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort myndin verði tekin upp hér á landi þar sem enn á eftir að skrifa handrit og finna leik- stjóra. Aðstandendur myndarinnar hafa hins vegar sýnt mikinn áhuga á að taka upp á Íslandi svo lengi sem íslensk stjórnvöld hækka endurgreiðslupró- sent una. Til gamans má geta þess að bloggari á vegum breska blaðsins Guardian lýsti því yfir að hann vildi fá George Clooney í hlutverk Reagans en Bob Hoskins sem Gorbatsjov. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI gullsmiðjan.is „Ég hlusta nú á margt. Yfirleitt er það þó Bítið á Bylgjunni til klukkan níu. Eftir það hlusta ég oftast á Útvarp Sögu.“ Marteinn S. Björnsson leigubílstjóri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.