Fréttablaðið - 02.04.2008, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 2. apríl 2008 13
ÖRYGGISMÁL Smíði nýrrar DASH-8
eftirlitsflugvélar fyrir Landhelgis-
gæsluna gengur vel og er á
áætlun. Smíðin fer fram í verk-
smiðjum flugvélaframleiðandans
Bombardier í Kanada. Skrokkur
vélarinnar er samsettur og
vængirnir tilbúnir til ásetningar.
Reiknað er með að flugvélin,
sem er af gerðinni Dash-8 Q300,
verði flughæf um miðjan maí
næstkomandi, en þá verður hafist
handa við að breyta vélinni í
eftirlitsflugvél. Sú breyting felst í
uppsetningu eftirlitstækja og
björgunarbúnaðar og er reiknað
með að flugvélin verði afhent
fullbúin í júlí 2009. - shá
Flugvél Landhelgisgæslunnar:
Smíði vélarinn-
ar á áætlun
SAMSETNING Vélin er óðum að taka á
sig mynd og verður flughæf í maí.
MYND/HÖSKULDUR ÓLAFSSON
UMBOÐSMAÐUR Ein stúlknanna sem kært
hefur Guðmund Jónsson, fyrrverandi
forstöðumann Byrgisins, fyrir kynferðislega
misneytingu hefur kvartað undan Birgi
Ottóssyni, forstöðumanni þjónustudeildar
Félagsbústaða, til umboðsmanns Alþingis.
Hún sakar Birgi um einelti og að hafa
fjarlægt eigur sínar úr íbúð sem hún var
með á vegum Félagsbústaða.
Í kærunni segir að Birgir hafi brotið
stjórnarskrárrétt stúlkunnar þar sem hann
hafi farið inn í íbúðina án dómsúrskurðar.
Hann hafi ekki haft samband við fjölskyldu
hennar.
Í bréfinu til umboðsmanns eru erfiðleikar
stúlkunnar raktir og áhrif Byrgisumfjöllun-
ar á hana.
Hún hafi búið í Fannarfelli 12 þegar
kviknaði í út frá rafmagni í íbúðinni. Hún
hafi legið á spítala í nokkra daga og síðan
verið svipt sjálfræði „til að leggja hana inn
á áfengis- og vímuefnadeildina og var hún
þar í níu daga“, segir í kvörtuninni sem
móðir stúlkunnar skrifar. Þar kemur
jafnframt fram að stúlkan hafi getað gengið
út af lokaðri deild, án sjálfræðis og húsnæð-
is.
Síðan fékk stúlkan annað húsnæði og var
búslóð hennar flutt þangað inn, en síðan
borin út. Hún fór í meðferð og var í kjölfar-
ið dæmd í 18 mánaða fangelsi, sem hún
afplánar nú. - jss
Byrgisstúlka kvartar til umboðsmanns Alþingis út af Félagsbústöðum:
Segir starfsmann leggja sig í einelti
FANNARFELL Allmargar íbúðir á vegum
Félagsbústaða eru í Fannarfelli.
UNGVERJALAND, AP Talsmenn minni
stjórnarflokksins í Ungverjalandi,
Bandalags frjálsra demókrata,
sögðu í gær að hann myndi slíta
samstarfinu við Sósíalistaflokk
Ferenc Gyurcsanys forsætisráð-
herra hinn 30. apríl. Sósíalistar
muni eftir það stjórna án þing-
meirihluta.
Þingmenn frjálsra demókrata
segjast áfram munu styðja þær
aðgerðir stjórnarinnar sem miða
að því að búa landið undir þátttöku
í Efnahags- og myntbandalagi
Evrópusambandsins.
Á mánudag sagði forysta
frjálsra demókrata að þeir hygðust
yfirgefa stjórnina þar sem þeir
litu svo á að Gyurcsany styddi ekki
lengur umbótaáformin. - aa
Stjórnin í Ungverjalandi:
Samstarfinu
slitið 30. apríl
UMHVERFISMÁL Umhverfisdagar
eru nú haldnir í Háskóla Íslands í
fyrsta skipti og standa út morgun-
daginn. Tilgangurinn er að auka
umhverfisvitund meðal stúdenta
og starfsfólks skólans.
Á umhverfisdögum má meðal
annars finna opna kynningarbása á
Háskólatorgi, kvikmyndasýningu
og umræður, fyrirlestra, spurn-
ingakeppni um umhverfismál og
uppskeruhátíð á Grand Rokki.
Að Umhverfisdögum standa
Gaia – félag meistaranema í
umhverfis- og auðlindafræðum,
Stúdentaráð Háskóla Íslands og
Stofnun Sæmundar fróða um
sjálfbæra þróun við HÍ. - ghs
Háskóli Íslands:
Umhverfisdag-
ar í fyrsta skipti
NOREGUR Rán var framið í verð-
mætaflutningum í Noregi í gær.
Starfsmönnum vaktþjónustufyrir-
tækis, sem hafa það hlutverk að
flytja peninga úr næturöryggis-
hólfum fyrirtækja, var ógnað með
vopnum og þeir fengnir til að
sækja peninga á þremur stöðum í
nágrenni Óslóar. Að því loknu voru
þeir bundnir og skildir eftir, að
sögn norska blaðsins VG. Talið er
að ræningjarnir hafi haft jafnvirði
um 150 milljónir króna upp úr
krafsinu.
Rán í bönkum og í verðmæta-
flutningum hafa verið tíð í Svíþjóð
að undanförnu en ekki í Noregi. - ghs
Vopnað rán í Noregi:
Andvirði 150
milljóna rænt
Ríkulegur staðalbúnaður
Galvaniseruð grind
Evrópskar þrýstibremsur
Radial dekk / 13” álfelgur
Góð fjöðrun, hentar vel á ísl. vegum
Útdraganleg trappa við inngang
Breitt nefhjól (uppblásið gúmmídekk)
50 mm kúlutengi
220v tengill (blár skv. reglugerð)
Útvarp með geislaspilara,
hátalarar inni og úti
Upphitaðar 12 cm springdýnur
Vatnsh. öndunardúkur í svefnrými
Dometic kæliskápur XL 2,5 cubic
SMEV ryðfrí gaseldavél m/rafstarti
2 gaskútar
Gasviðvörunarkerfi
Öflug Truma combi 4 miðstöð
m/heitu vatni
Stór loftlúga m/ þriggja hraða viftu
Skyggðir gluggar
2 feta geymsluhólf
Stórt farangurshólf
Voldugir öryggisarmar fyrir þak
og tjald
1 x færanlegt lesljós með viftu
110 amp rafgeymir
Heitt og kalt vatn, tengt
Rafmagns vatnsdæla
86 lítra vatnstankur
Klósett með hengi
Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft
til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla,
fylgihluti og margt fleira.
Fossháls 5-7 110 Reykjavík Sími 551 5600
Fax 551 5601 www.utilegumadurinn.is
CD spilari/
Útvarp
vatn tengt
Heitt/kalt
Fjöðrun f.
ísl. aðstæður
Evrópskar
Þrýstibremsur
Upphitaðar
lúxusdýnur
12 cm
Lau kl. 10.00-17.00
Sun kl. 12.00-16.00
Rockwood Fellihýsin 2008
Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Rockwood fellihýsum
helgina 5.-6. apríl í verslun okkar að Fosshálsi 5-7.
Rockwood fellihýsin eru glæsileg og sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum.
Með evrópskum þrýstibremsum, galvaniseraðri grind og hlaðin staðalbúnaði.