Fréttablaðið - 02.04.2008, Qupperneq 14
14 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTAVIÐTAL: MAGNÚS PÉTURSSON FYRRVERANDI FORSTJÓRI LANDSPÍTALANS
FRÉTTAVIÐTAL
KAREN D. KJARTANSDÓTTIR
karen@frettabladid.is
Í níu ár var Magnús Péturs-
son forstjóri Landspítalans,
stærsta vinnustaðar landsins
sem um þriðjungur lands-
manna sækir þjónustu til
árlega. Hann lét af störfum
nú í vikunni. Magnús stýrði
spítalanum í gegnum um-
svifamiklar breytingar svo
sem sameiningu spítalanna
í Reykjavík, mótun háskóla-
sjúkrahússins, erfiðum
ákvörðunum í tengslum við
byggingu nýs spítala. Karen
D. Kjartansdóttir ræddi við
Magnús um viðskilnaðinn
við hans gamla vinnustað og
breytta stefnu í heilbrigð-
ismálum, sem honum þykir
ekki mjög skýr.
Margir telja að ástæðan fyrir því að
þú lætur nú af störfum sé slæmt
samband milli þín og Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráð-
herra, hvað er til í því?
„Það er ekki rétt að okkar á milli
hafi verið slæmt samband. Hitt er
svo annað að á milli forstjóra
Landspítala og heilbrigðisráðherra
hverju sinni þarf að vera mjög
mikið samstarf og fullkomið traust.
Síðan er það þannig að sérhver ráð-
herra hefur sinn hátt á þessum
hlutum. Fyrri heilbrigðisráðherra
hitti ég jafnan hálfsmánaðar- eða
vikulega þar sem við fórum sam-
eiginlega yfir aðkallandi mál. Ég
hitti Jón Kristjánsson yfirleitt viku-
lega og Siv [Friðleifsdóttur] hitti ég
líklega um það bil hálfsmánaðar-
lega. Það skiptir samt ekki öllu máli
hversu oft menn hittast heldur
hvernig mál eru rædd og leyst.“
Hve oft hittust þið Guðlaugur?
„Við hittumst af og til en hefðum
mátt hittast oftar, ég held að það
hefði verið gott fyrir málefnið.
Núverandi ráðherra ákvað nýja
tilhögun á samskiptum með því að
setja á fót nefndir til þess að fjalla
um málefni spítalans. Nefnd sem
Vilhjálmur Egilsson stýrir er í góðu
samstarfi við stjórnendur spítal-
ans. Hvað um það þetta er annað
form á samskiptum en var. Sam-
skipti við ráðherra eru minni held-
ur en þau voru með fyrri ráðherr-
um. Þess í stað er sett á fót sérstök
tilsjónarnefnd sem fjallar um mál-
efni spítalans, stór sem smá rekstr-
arverkefni. Við slíkt hlýtur staða
forstjórans að breytast.“
Breytast?
„Veikjast. Það er það sem ger-
ist.“ Annað mál er síðan hvaða
breytingum stjórnvöld vilja vinna
að eða eru að vinna að. Ég verð var
við að mörgum þykir óljóst hver
áherslumál stjórnvalda eru eða
hverju á að vinna að. Það þarf alltaf
að liggja ljóst fyrir. Það hefur vænt-
anlega ekki farið framhjá neinum
að núverandi ríkisstjórn hefur talað
fyrir breytingum á heilbrigðisþjón-
ustunni. Hverjar eru þær breyting-
ar? Það hefur verið sagt að það eigi
að einkavæða þá þætti sem þykir
skynsamlegt og til þess eru fallnir
og að það þurfi að taka til í fjármál-
um heilbrigðiskerfisins. Mér hefur
undanfarið þótt skilaboðin um það
hvert skuli halda ekki mjög skýr.“
En er það ekki alvarlegt mál að
stefna stærsta vinnustaðar lands-
ins sé ekki skýr?
Ég held að ég geti alveg sagt
fyrir hönd starfsmanna, að þeir
sakni þess dálítið að vita í rauninni
ekki hvert förinni er heitið, það eru
þau ummæli og þau skilaboð sem
ég hef fengið þegar ég hef verið að
kveðja starfsfólkið. Fólk segir að
stefnan sé óljós, ég hafi verið boð-
beri góðra og válegra tíðinda fyrir
spítalann en nú þykir mörgum
miður að vita ekki hver tekur við
og kemur slíkum skilaboðum áleið-
is. Ég held að það skýrist á næstu
vikum.
Nú er það svo að þessi stóra skúta
sem Landspítalinn er verður að
ganga alla daga og allan sólarhring-
inn sama á hverju dynur. Það þarf
öryggi í kringum hana, bæði þegar
kemur að rekstri og öðru slíku en
einnig þegar kemur að stjórn og
stefnu hennar.“
Vildi heilbrigðisráðherra hafa þig
lengur við stjórnvölinn þótt búið
væri að ákveða að annar forstjóri
tæki við?
„Samkomulagið var gert um
miðjan mánuðinn og ég lagði ein-
dregið til að mun betra væri fyrir
starfsemina að ég myndi ganga frá
borði og nýir stjórnendur tækju við
hið fyrsta. Um þetta urðum við
ágætlega sammála.“
Hvernig telur þú aukinn einkarekst-
ur í heilbrigðiskerfinu fara saman
við þá stefnu Landspítalans að vera
háskólasjúkrahús?
„Stefnan er svolítið veik en mér
virðist hún í hnotskurn vera sú að
það eigi að einkavæða þar sem
þykir skynsamlegt og heppilegt.
Sömuleiðis eigi að koma við breyttri
fjármögnun fyrir stofnunina og
starfsfólk þannig að ef hundrað
manns fara í mjaðmaaðgerð á Land-
spítalanum þá fái spítalinn og jafn-
vel starfsfólkið meira greitt en ef
aðgerðirnar væru til dæmis aðeins
fimmtíu. Þetta er veigamikil breyt-
ing sem mér fellur að mörgu leyti
vel. En eitt er stefna og annað fram-
kvæmd.“
Hvað mætti einkavæða í starfsem-
inni?
„Nú er það þannig til dæmis að
boðið verður upp á augasteinaað-
gerðir bæði inni á Landspítalanum
og svo hjá einkaaðilum. Það er í
góðu lagi en það væri slæmt ef allar
slíkar aðgerðir myndu færast frá
spítalanum. Hann þarf alltaf að
hafa dálítið af öllu vegna menntun-
arhlutverksins. Nú er svo komið að
til dæmis aðgerðir á krossböndum
eru alveg farnar út af spítalanum
og því engin þekking þar eftir á
þessu sviði sem nýtist læknanem-
um. Þessum aðgerðum er ágætlega
sinnt hjá einkaaðilum en það þyrfti
eitthvað af þessu að vera á spítalan-
um eigi nemendur að geta tileinkað
sér námið fyllilega. Það verður því
að gæta þess við einkavæðingu að
mola ekki þá þætti sem mynda
háskólasjúkrahús. En það er alls
ekki þannig að spítalinn eigi að gína
yfir öllu.“
Hvernig leggst frekari einkavæðing
heilbrigðiskerfisins í þig?
„Einn flötur á því máli er spurn-
ingin; Er ráðlegt að búta kerfið
niður og færa hluta þess út í bæ? Er
það vegna þess að þar eru peningar
á lausu? Svarið við seinni spurning-
unni er nei, það getur ekki verið.
Við erum alltaf að taka fé úr sama
pottinum. Það verða ekki til nýir
peningar úti í bæ. Þá verður að
spyrja spurningarinnar: eru verkin
ódýrara séu þau unnin utan spítal-
ans? Ef svarið við því er já eru ein
rök komin og ef verkið er betur eða
eins vel unnið þar þá eru enn sterk
rök fyrir breytingunni. Þessu þarf
að svara af þeim sem best geta lagt
dóm á.
Menn mega ekki aðeins horfa á
fjárhagslegan ávinning þarna held-
ur þarf að hafa hag sjúklinga í fyr-
irrúmi og gera kröfur til gæðaþjón-
ustunnar. Það er of veikt haldið á
þessum málum í landinu. Það er
ekki spítalans að spyrja þessara
spurninga heldur landlæknis. Fyrr
en meiri fagmennska er sett í einka-
væðinguna er erfitt að gefa svar
við því hvort eigi að einkavæða
starfsemi heilbrigðiskerfisins yfir-
leitt.
Samkeppni í heilbrigðisþjónust-
unni er sérlega vandasamt hugtak,
að hverju er verið að keppa? Því
þarf að svara mjög skilmerkilega.
Einhver gæti nefnt að verð skipti
höfuðmáli en það er ekki gott að
einblína um of á verðið þegar kemur
að heilbrigðisþjónustunni. Fólk
verður að hugsa um miklu fleira en
það.“
Að undanförnu hefur verið fjallað
um útboð til einkaaðila á rekstri
deildar fyrir heilabilaða. Sástu hag
af útboðinu til einkaaðila?
„Ráðuneytið sagði að það væri til-
búið að greiða 18.260 krónur á dag
fyrir sjúkrarúmið. Ákveðið var því
næst að bjóða deildina út. Eitt til-
boðanna hljóðaði upp á um 21.000
frá hjúkrunarheimilinu Grund en
Grundarfólk er þekkt fyrir góðan
og aðhaldssaman rekstur. Við
veltum því fyrir okkur hvernig
ráðuneytið hefði komist að niður-
stöðu um þessa fjárhæð úr því
Grund, sem ekki er þekkt fyrir
bruðl, treystu sér ekki til að reka
deildina. Svo kemur annað boð
undir nafnleynd þar sem boðnar er
um 25.000 krónur í verkið. Þetta
segir að það þurfi eitthvað að skoða
verðgrundvöllinn í heilbrigðisþjón-
ustunni. Það kemur fram að það vill
engin vinna fyrir það verð sem
verið er að ætla þessari þjónustu.
Spítalinn þarf hins vegar á sjúkra-
deildinni að halda og er að fara yfir
hvort hægt sé að lækka þjónustu-
stigið til þess að komast niður í þá
fjárhæð sem ráðuneytið er tilbúið
að greiða. Það eru ekki önnur ráð.
Og hvernig lækkar maður þjónustu-
stig? Kostnaðurinn við svona deild
snýst nánast eingöngu um launa-
gjöld starfsfólks. Í hnotskurn snýst
þessi glíma um þjónustu á aðra
höndina og útgjöld á hina.“
Hvað finnst þér mikilvægast í því
starfi sem framundan er á Landspít-
alanum?
„Heilbrigðisstofnanir verða að
geta lyft sér miklu hærra en að
verða eins konar peningastofnanir.
Það hafa margar breytingar og nýj-
ungar verið teknar upp að undan-
förnu, sumar hafa gengið vel og
sumum hefur verið fallið frá. Þróun
í heilbrigðiskerfi verður alltaf að
halda áfram. Þegar öllu er á botninn
hvolft hafa stofnanir eins og OECD
verið að gefa okkur ágætiseinkunn-
ir fyrir heilbrigðisþjónustu og heil-
brigði landsmanna. Menn verða að
passa sig á því að fórna því ekki
þegar þeir fara að atast í krónunum.
Góð heilbrigðisþjónusta er einu
sinni eitt af því sem gerir samfélag
okkar siðað og samkeppnishæft.
Menntun, heilbrigði og það að vel
sé séð um þá sem lenda undir í sam-
félaginu eru grunngildi samfélags-
ins í mínum huga. Vegna þeirrar
skoðun minnar kunna margir að
kalla mig krata, það verður að vera
svo. Samfélag á að sjá fyrir þessum
hlutum svo vel sé því það myndar
siðað samfélag.“
Ertu uggandi yfir framtíð þíns gamla
vinnustaðar?
„Að minnsta kosti eru þetta mín
varnaðarorð gegn mikilli einkavæð-
ingu á félagslegri þjónustu. Menn
mega ekki aðeins hugsa um slíka
þjónustu út frá rekstrarlegum for-
sendum heldur líka út frá því félags-
lega og samfélagslega gildi sem hún
hefur. Yfir hverju erum við montin
í þessu landi? Það er meðal annars
menntunin og heilbrigðisþjónustan.
Af hverju ættum við að breyta
þessu í eitthvað sem við erum ekki
klár á hvað er?
Góð menntastefna og heilbrigðis-
þjónusta eru meðal annars þeir
þættir sem gerir Ísland samkeppn-
ishæft við önnur lönd. Við þurfum
að gæta að samfélagsgerðinni.
Hvort fram undan eru miklar breyt-
ingar á heilbrigðisþjónustunni eða
ekki veit ég ekki. Aðrir þurfa að
svara því. Ég tel mig þó hafa sæmi-
lega þekkingu á þessum málaflokki
hér á landi.
Menn kunna að segja að hér ætli
enginn að fara að einkavæða heil-
brigðisþjónustuna þannig að hún
fari að riðlast. Það má vel vera að
engin slík hugsun sé fyrir hendi en
ef svo er ekki þá vil ég fá að vita
hvaða hugsun það er sem er að baki
þeirri stefnu sem nú á að taka. Hún
er svo veik að það er erfitt að festa
hendur á henni og það angrar mjög
marga.
Stundum þarf að staldra við, setj-
ast niður og plægja í gegnum mál.
Opin lýðræðisleg umræða meðal
annars um heilbrigðismálin tel ég
vera þarfa og gagnlega. Slík
umræða gæti verið gagnleg leiti
menn svara við því hvort betra sé
að reka heilbrigðisþjónustu á for-
sendum einkaaðila eða hins opin-
bera. Annar kostur er að breyta
þeim aðstæðum sem opinberar
stofnanir starfa eftir svo þær verði
liprari og þjálli. Eins og til dæmis
að breyta reglum og lögum um opin-
bera starfsmenn.“
Skýra stefnu skortir í heilbrigðismálum
MAGNÚS PÉTURSSON Fyrrverandi forstjóri Landspítalans segir veika stefnu í heilbrigðismálum angra marga sérstaklega þegar
kemur að einkavæðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN