Fréttablaðið - 02.04.2008, Síða 18
[ ]Húsbíll er heimili á hjólum og þægilegur ferðamáti fyrir þá sem vilja vera frjálsir ferða sinna. Fylltu tankinn og skelltu þér í hringferð.
Lúxus leigubíll
GULI LEIGUBÍLLINN ER ÓRJÚF-
ANLEGUR HLUTI AF NEW YORK-
BORG EN NÚ KEMUR NÝR BÍLL Í
FLOTANN.
Ford kynnti á dögunum nýja
gerð leigubíla. Að því er kemur
fram á vef FÍB er hann ólíkur
þeim leigubílum sem Banda-
ríkjamenn eiga að venjast.
Í New York-borg eru um tólf
þúsund leigubílar, stórir um sig
en plásslitlir. Nýi bíllinn tekur
þrjá farþega og er með renni-
hurðum. Farþegar geta horft
á sjónvarp í bílnum sem er að
auki búinn þráðlausri net- og
símatengingu. - rat
Um tólf þúsund leigubílar eru í
New York-borg og nú er von á
endunýjun í bílaflotanum.
Tvinnbílar í
Formúlu 1
RÓTTÆKAR BREYTINGAR VERÐA
Á FORMÚLU 1 Á NÆSTA ÁRI.
Max Mosley, forseti FIA, heildar-
samtaka bifreiðaeigendafélaga
og bílasportsins, vill stuðla að
orkusparnaði í Formúlu 1. Fyrsta
skrefið í þá átt verður stigið árið
2009 þegar tvinnkerfi (hybrid)
verður innleitt í Formúlu 1.
„Ekki er lengur lögð áhersla á
að þróa sjálfar vélarnar heldur
verður meira vélarafl eingöngu
framkallað með betri nýtingu
eldsneytis,“ sagði Mosley á bíla-
sýningu í Genf í byrjun mánaðar-
ins. - ve
Litir valdir
eftir starfi
ÓLÍKAR STARFSTÉTTIR VELJA
ÓLÍKA LITI Á EINKABÍLANA.
Í flestum heimshlutum eru
lögreglubílar í bláum tónum og í
nýlegri könnun á Bretlandi kemur
fram að lögreglumenn eru hrifn-
astir af bláum bílum til einkanota
líka, enda stundum kallaðir
„blástakkar“ meðal gárunga.
Í könnuninni kom fram annar
sannleikur og nokkuð ólíklegri,
en þar dreymir útfararstjóra einna
helst um skærgulan fararkost.
Þykir sú niðurstaða sálrænt merki
um undirliggjandi þrá til að
komast sem lengst frá svörtum
líkbílum sem annars lita daga
þeirra drunga.
Í samanburði kom fram að
lögreglumenn eru sjö prósentum
líklegri til að aka bláum bíl utan
vakta á lögreglustöðinni en útfar-
arstjórar eru 115 prósent líklegri
til að velja sér gular bifreiðar í
sunnudagsbíltúrinn. - þlg
Volvo stefnir að framleiðslu
háþróaðra farartækja á næstu
árum.
Næsta kynslóð rafmagnstvíorku-
bíla er komin á teikniborðið hjá
Volvo og stefnt er að því að fjölga
slíkum bílum verulega á vegum
Svíþjóðar. Þá er átt við bíla sem
nýta annars vegar E85 sem er
etanól og rafmagn úr geymum sem
hlaða má með húsarafmagni. Volvo
hefur því gert samstarfssamning
við raforkufyrirtækið Vattenfall í
Svíþjóð, bílaframleiðandann Saab,
Battery and FuelCells Sweden AB
(ETC) og sænsk yfirvöld um þró-
unina.
Volvo framleiðir nú þegar bíla
sem nýta Etanol sem orkugjafa en
betur má ef duga skal og endan-
legt markmið er að hanna sjálf-
bærar bifreiðar er haft eftir
Fredrik Arp, forstjóra Volvo Car
Corporation. Hann vill taka for-
ystu í heiminum í innleiðingu
umhverfisvænna farartækja. -gun
Háþróuð farartæki
Volvo hefur þegar framleitt bíla sem nýta etanól sem orkugjafa.
Aukin ökuréttindi
Næsta námskeið byrjar 22. ágúst
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300
Meirapróf-
Nýlegir kennslubílar
Næsta námskeið hefst
9.ap íl
UPPLÝSINGAR O
is
ing Mjódd
Staðsetning í Mjódd
www.ovs.is
upplýsingar og innritun í síma 588-1414
Vinnuvélanámskeið
á pólsku
Næsta námskeið hefst 4. mars n.k.
Japan/U.S.A.
STÝRISENDAR,
SPINDILKÚLUR
OG FÓÐRINGAR
í jeppa í miklu úrvali
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
Bremsuhlutir
í alla jeppa
og pickupa
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
Diskar
Klossar
Dælur
Borðar
Ísetningarþjónusta
P
R
E
N
T
S
N
IÐ
E
H
F
.