Fréttablaðið - 02.04.2008, Page 35
MIÐVIKUDAGUR 2. apríl 2008 27
FÓTBOLTI Stórleikur kvöldsins í
Meistaradeildinni verður á Emir-
ates-leikvanginum þegar ensku
liðin Arsenal og Liverpool mætast
en Chelsea ferðast til Tyrklands
og mætir Fenerbahçe.
Arsenal og Liverpool hafa
marga hildina háð í gegnum tíðina
en fyrir tilviljun munu liðin nú
mætast þrisvar sinnum í röð á sjö
dögum, tvisvar í Meistaradeild-
inni og einu sinni í ensku úrvals-
deildinni. Jafntefli var niðurstað-
an í leik liðanna á Anfield í ensku
úrvalsdeildinni fyrr í vetur en
Arsenal vann þrjár af fjórum við-
ureignum liðanna í fyrra og sló
Liverpool út úr báðum bikar-
keppnunum á Englandi. Kolo
Touré, varnarmaður Arsenal, telur
í því samhengi að Liverpool óttist
Arsenal.
„Þetta verða rosalegir leikir en
ég held að leikmenn Liverpool séu
minnugir þess hvernig fór á síð-
ustu leiktíð og séu því smeykir við
að mæta okkur. Lið okkar er líka
mun sterkara núna,“ sagði Touré
sigurviss í viðtali við Sky.
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri
Liverpool, blés á ummæli Tourés.
„Erum við hræddir við Arsenal?
Nei, alls ekki. Við spilum alltaf
með miklu sjálfstrausti í Meist-
aradeildinni og ég held að við
munum vinna viðureignina ef við
spilum af sömu ákefð og við höfum
gert í Evrópu til þessa,“ sagði Ben-
itez á blaðamannafundi í gær.
Chelsea er talið mun sigur-
stranglegra fyrir einvígið við Fen-
erbahçe en tyrkneska liðið kom
mörgum í opna skjöldu með því að
slá spænska liðið Sevilla út í sex-
tán liða úrslitunum. Nicolas
Anelka, framherji Chelsea sem
lék áður með Fenerbahçe, varar
þó liðsfélaga sína við fyrir leik lið-
anna í Istanbúl í kvöld.
„Það verður allt brjálað á leik-
vanginum og við verðum að spila
okkar besta leik til þess að ná
úrslitum þar sem Fenerbahçe er
með mjög sterka leikmenn innan-
borðs. Það kemur mér alls ekki á
óvart að tyrkneska liðið sé komið
þetta langt í keppninni,“ sagði
Anelka. - óþ
Stríðið á milli Arsenal og Liverpool hefst í kvöld:
Fyrsta orrustan af þremur
ALLT LAGT UNDIR Arsenal og Liverpool mætast í þremur mikilvægum leikjum á
næstu sjö dögum. NORDIC PHOTOS/AFP