Fréttablaðið - 02.04.2008, Qupperneq 38
30 2. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
GAMLA MYNDIN
LÁRÉTT
2. flagg 6. klaki 8. laug 9. metaskál
11. tveir eins 12. graftrarbólga 14.
rými 16. ætíð 17. gagn 18. hrópa 20.
ekki heldur 21. svall.
LÓÐRÉTT
1. ávöxtur 3. í röð 4. þarfsemd 5.
svelg 7. dragpípa 10. hlaup 13.
þjófnaður 15. bakhluti 16. haf 19.
járnstein.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. fáni, 6. ís, 8. bað, 9. vog,
11. uu, 12. ígerð, 14. pláss, 16. sí, 17.
nyt, 18. æpa, 20. né, 21. rall.
LÓÐRÉTT: 1. kíví, 3. áb, 4. nauðsyn,
5. iðu, 7. sogpípa, 10. gel, 13. rán, 15.
stél, 16. sær, 19. al.
Hinn fágaði og vinsæli
útvarpsmaður,
Heiðar Austmann,
lenti í óskemmti-
legri lífsreynslu á
dögunum. Hann var
á heimleið eftir
velheppnað frí
á Kanaríeyj-
um. En þegar
flugvélin átti
að hefja sig til flugs vantaði tvo
farþega. Reynt var að kalla þá upp
en allt kom fyrir ekki. Og þegar
loks átti að koma töskum þeirra úr
farangursrýminu gáfu dauðadrukk-
in eldri hjón sig fram. Þau voru til
almennra leiðinda og var ógeðsleg
af þeim „áfengisfýlan“. Karlinn
hafði, að sögn Heiðars, vit á því að
láta lítið fyrir sér fara en hins vegar
vildi „hundleiðinleg kerlingarálkan“
ekki hætta sínu djammi og angraði
flugfreyjur og farþega á heimleið.
Þannig að vafasamri framgöngu
Íslendinga í sólarlandareisum
sínum er ekki lokið.
Bílflautur eru í mismunandi tón-
tegundum, þótt algengast sé að
flautað sé í fís. Þegar ýmsar tónteg-
undir renna saman í langvarandi
baul, eins og gerðist við mótmæli
bílstjóra í gær, verður til hræðilegur
hávaði sem fer sínu verst í lagvisst
og listrænt fólk. Því var engin furða
að Egill Helgason hlypi í lyfjaskáp-
inn og næði í íbúfen-glas, eins og
lesa mátti um á
bloggi hans í
gær, enda er
hann mikill
músíkáhuga-
maður eins
og oft má
lesa um
á sama
bloggi.
-jbg/glh
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég hef verið í takt við tísku
þessa tíma, með þessa barta.
Væntanlega sit ég þarna í
forstjórastól hjá Sölu varnar-
liðs eigna.“
Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgar-
fulltrúi.
Myndin er tekin í janúar 1978.
„Ég skil vel að þeir séu skúffaðir í
HÍ. Að við skyldum koma þarna í
heimsókn og rassskella þá,“ segir
Kristján Finnur Sæmundsson, nem-
andi hjá Háskóla Reykjavíkur.
Nýverið fór fram hin árlega
hönnunarkeppni verkfræðinema
við Háskóla Íslands en það var lið
frá HR sem kom, sá og sigraði.
Samkvæmt reglum verður í það
minnsta einn liðsmanna að vera
skráður í HÍ en þeir hjá HR áttu
ráð við því.
„Kærastan mín var skráð fyrir
liðinu en hún er í félagsráðgjöf hjá
HÍ. Við gerðum þetta mjög augljóst
með því að skíra liðið Dóra og
aðstoðarmennirnir,“ segir Kristján
Finnur en ásamt honum voru í lið-
inu þeir: Stefán Þór Bjarnason,
Kristján Arnþór Grétarsson, Valdi-
mar Ómarsson og Hjörtur Már
Gestsson.
Rík hefð er fyrir því að keppnin
sé sýnd hjá RÚV og er þetta í 16.
skipti sem það stendur til. Þáttur-
inn er jafnan, með undantekningar-
tilvikum, á dagskrá að vori sam-
kvæmt óskum Háskóla Íslands ef
vera má að hann laði að nema við
verkfræðideildina. Nú telja HR-
ingar sig hafa fyrir því heimildir að
sýningu þáttarins verði frestað til
hausts og segja samsæriskenninga-
smiðir það vera til að vekja síður
athygli á ágæti tæknináms HR.
Jóhann Hlíðar Harðarson markaðs-
stjóri HR segist vissulega hafa
heyrt af þessu án þess að hann hafi
nokkuð fyrir sér. „En mér þætti
forvitnilegt að vita af hverju er
búið að fresta sýningu þáttarins.
En því verða þeir hjá RÚV og HÍ að
svara. Mér kemur reyndar á óvart
að HÍ hafi eitthvað um það að segja
hvenær þátturinn er sýndur,“ segir
Jóhann Hlíðar.
Umsjá með þættinum hefur Sig-
urður H. Richter og hann hefur
ekki heyrt af frestun: „Þetta eru
fréttir fyrir mig. Við erum að klippa
þáttinn núna,“ segir Sigurður en
þátturinn hefur verið á dagskrá frá
árinu 1994. Fyrsta keppnin var
haldin 1993. Í langflestum tilvikum
hefur verið sýnt frá keppninni að
vori, „ég held að HÍ vilji sýna hann
þá skömmu áður en nemendur inn-
ritast,“ utan í fyrra en þá voru kosn-
ingar til að draga vinnslu þáttarins.
„Hræddur er ég um að þessi
sam særiskenning sé langsótt,“
segir Sigurður og kímir. En ætlar
að spyrjast fyrir um málið. Frétta-
blaðið heyrði einnig í sjálfum dag-
skrárstjóranum til að kanna þetta
dularfulla mál og Þórhallur Gunn-
arsson var afdráttarlaus að vanda:
„Alltaf gaman að góðum sam sær-
iskenningum en oftast standast
þær ekki. Og þessi er tóm þvæla.“
Þórhallur segir þáttinn einfaldlega
ekki tilbúinn, sjálfur eigi hann eftir
að sjá þáttinn og svo mun hann taka
afstöðu til þess hvar þættinum
verður fundinn staður í dagskrá.
jakob@frettabladid.is
ÞÓRHALLUR GUNNARSSON: SAMSÆRISKENNINGIN ER TÓM ÞVÆLA
Sigurreifir verkfræðinemar
telja lítið gert úr sigri sínum
Varðskipið Týr og TF-Líf, þyrla Landhelgis-
gæslunnar, léku stórt hlutverk í tökum
kvikmyndarinnar Brim sem fram fóru rétt
fyrir utan Reykjavíkurhöfn í gærmorgun.
Auk varðskipsins og þyrlunnar var tökuliðið
um borð í annarri þyrlu sem sveimaði yfir
öllu.
Tökur á Brim hafa nú staðið yfir í níu daga
og bjóst Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri við
að tuttugu dagar væru til viðbótar. Gærdag-
urinn væri þó án nokkurs vafa stærsti
dagurinn í tökuferlinu enda lokaatriði
kvikmyndarinnar. „Ég vil ekkert gefa of
mikið upp en fólk ætti að vera fært um að
geta í eyðurnar,“ segir hann.
Óhætt er hægt að segja að aðstandendur
kvikmyndarinnar leggi sig alla fram við að
fanga þvottekta andrúmsloft hjá hetjum
hafsins. Mikið efni hefur verið tekið úti á
hafi og þurfti tökuliðið meðal annars að
glíma við fimm metra ölduhæð. Sem leiddi af
sér sjóveiki og önnur óþægindi hjá mörgum
um borð. „Að stíga ölduna eitt og sér er full
vinna; að taka síðan upp kvikmynd í ofanálag
er annað og það er eiginlega merkilegt hvað
okkur hefur gengið vel,“ segir Árni en hann
hefur notið leiðsagnar Indriða Björnssonar
skipstjóra og fleiri manna. „Við lærum
eitthvað nýtt í hverri viku og hvert gullkorn-
ið hefur hrotið af vörum þeirra.“ Nánar
verður fjallað um tökur á Brim í Fréttablað-
inu á morgun.
- fgg
Landhelgisgæslan í stóru hlutverki í Brim
HARÐSNÚIÐ LIÐ HR-INGA Sá orðrómur er uppi að sýningu þáttar frá keppninni hafi
verið frestað til að hlífa Háskóla Íslands. Kristján stendur við borðsendann.
Einar Bárðarson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Bjarni
Ármannsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Þröstur Leó
Gunnarsson eru meðal þeirra íslensku stjarna sem
koma fram í nýrri auglýsingaherferð Unicef. Snýst
hún um að vekja fólk til meðvitundar um hversu
heppin íslenska þjóðin er með hreina vatnið. Íslenska
auglýsingastofan hefur veg og vanda af gerð auglýs-
ingarinnar en það er Styrmir Sigurðsson sem leikstýr-
ir henni.
Að sögn Flóka Guðmundssonar hjá Unicef hefst
svokölluð vatnsvika á föstudag en hún er
samstarfsverkefni Unicef og Orkuveitu Reykja-
víkur. „Fjórtán veitingastaðir á höfuðborginni og
einn staður úti á landi ætla að bjóða gestum
sínum að kaupa kranavatnið með matnum, sem
hingað til hefur verið ókeypis, gegn vægu
verði,“ segir Flóki, en peningurinn mun renna
til þeirra barna sem eiga hvað erfiðast með að
komast yfir heilsusamlegt vatn. Að sögn
Flóka er talið að yfir sex þúsund börn deyi
daglega vegna skorts á hreinu vatni.
Verkefnið verður formlega kynnt á
morgun og segir Stefán Ingi Stefánsson,
framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, að
samfara því verði hleypt af stokkunum
heimasíðu, vatnsvika.is, þar sem áhuga-
samir geti kynnt sér allt um verkefnið og
látið sitt af hendi rakna. - fgg
Þjóðþekkt fólk auglýsir vatn
SAMAN Í AUGLÝSINGU Þau Þorvaldur Bjarni,
Bjarni Ármannsson og Ilmur Kristjánsdóttir koma
fram í nýrri auglýsingu Unicef.
Í STJÓRNKLEFANUM Magni Ágústsson tökumaður,
og Árni Ólafur, leikstjóri Brim, gefa skipanir í gegnum
talstöðvar um borð í þyrlu.