Fréttablaðið - 07.04.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
híbýli - baðherbergiMÁNUDAGUR 7. APRÍL 2008
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Ekkert er heimili án bóka. Í bókahillum Erdnu
Varðardóttur, aðstoðarskólastjóra MCI Biblíu-
skólans, standa Biblíur frá öllum heimshornum,
en eftirlætið er útkrotuð Biblía frá unglingsár-
unum.
lega vegna þess hve hún var stelpuleg; hvít með gyllt-
um krossi,“ segir Erdna sem ásamt eiginmanni sínum
safnar Biblíum og á orðið merkilegt safn hinnar
merku bókar í stofunni heima„Við ferðum t
Guðs heilaga orð
Ernda Varðardóttir í sófanum heima með Biblíuna góðu frá unglingsárunum og fartölvuna sína, en þetta tvennt fylgir henni
daglega heima.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
SYNT Á VEGGNUMReynir Sýrusson húsgagna-hönnuður hefur hannað fiskabúr með veggfest-ingu sem skapar líf í stofunni.
HEIMILI 2
HÁSÆTI
SMÁFÓLKSINSVandasamt getur verið að velja barna-stól þar sem úrvalið er mikið og ýmsar útfærslur í boði.
HEIMILI 3
Aukin ökuréttindi Meirapróf-
Nýlegir kennslubílar
UPPLÝSINGAR O
is
ing MjóddStaðsetning í Mjóddwww.ovs.is
upplýsingar og innritun í síma 588-1414
VinnuvélanámskeiðNæsta námskeið hefst 11. apríl n.k.
Við stöndum upp úr
Allt sem þú þarft... ...alla daga
40,09%
33,18%
63,07%
Fréttablaðið er með 57,32% meiri lestur
en 24 stundir og 90,08% meiri lestur
en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað m.v. allt landið 18–49 ára
skv. könnun Capacent 1. nóv. 2007–31. jan. 2008
Fréttablaðið
24 stundir
M
orgunblaðið
Sími: 512 5000
MÁNUDAGUR
7. apríl 2008 — 94. tölublað — 8. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
VÍÐA SKÝ Á HIMNI Í dag verða
suðvestan 5-10 m/s norðvestan til
annars hægari. Dálítil súld á landinu
vestanverðu og líka norðan til síð-
degis. Annars þurrt og bjart með
köflum. Hiti 1-7 stig, svalast austast.
VEÐUR 4
4 3
2
34
HEILBRIGÐISMÁL Alvarlegur lækna-
skortur er yfirvofandi á lands-
byggðinni innan fárra ára. Fjöldi
lækna hættir sökum aldurs á næst-
unni. Nokkrar stöður hafa verið
auglýstar árum saman án þess að
tekist hafi að manna þær. Heil-
brigðisyfirvöld hafa ekki sýnt
vandanum tilhlýðilega athygli, að
mati formanns Félags lækna á
landsbyggðinni, sem segir málið
komið í óefni.
Óttar Ármannsson, formaður
Félags lækna á landsbyggðinni,
segir ljóst að í óefni stefni með
nýliðun lækna á landsbyggðinni.
Hann tekur Heilbrigðisstofnun
Austurlands sem dæmi þar sem
hefur verið auglýst föst staða við
stofnunina í mörg ár án þess að
sótt hafi verið um hana. „Þar er
meðalaldur starfandi lækna 55 ár
og tveir af hverjum þremur lækn-
um við stofnunina hætta á næstu
tíu árum sökum aldurs.“
Að óbreyttu segir Óttar framtíð-
arsýnina vera að fáir eldri læknar
verði starfandi úti á landi en aðrar
stöður verði mannaðar af ungum
og reynslulitlum læknum. „Þetta
er grafalvarlegt mál. Ef ungur
læknir þarf að starfa einn getur
það skapað óöryggi hjá honum
jafnt sem þeim sem hann á að
þjóna.“ Óttar minnir á að munur-
inn á læknisþjónustu á höfuðborg-
arsvæðinu og landsbyggðinni sé
afar mikill. Á landsbyggðinni þurfi
heimilislæknar að sinna bráða-
tilfellum ólíkt því sem almennt
gerist þar sem fullkomin sjúkra-
hús eru skammt undan. „Þetta
gerir meiri kröfur til læknis sem
er í hrópandi ósamræmi við þá
þróun að stöður séu mannaðar af
unglæknum.“
Sigurður Guðmundsson land-
læknir segir hugsanlegan lækna-
skort vissulega áhyggjuefni. „Ég
er þó bjartsýnn því áhugi lækna-
nema á heimilislækningum hefur
aukist. Í því felast sóknarfæri. Ef
við getum fléttað framhaldsnám í
heimilislækningum saman við
stöður á landsbyggðinni aukast
líkur á að við eignumst fleiri góða
dreifbýlislækna.“
Sigurður segir að heilsugæslan
taki við átta af hverjum tíu sem
leita til læknis. „Við verðum að átta
okkur á því og efla hana til sam-
ræmis.“
Spurður hvort heilbrigðisyfir-
völd séu meðvituð um vandann og
hafi rætt hann við félag lækna á
landsbyggðinni segir Óttar að svo
sé ekki. „Það hefur aðallega verið
fjallað um mönnunarvandann í
Reykjavík þrátt fyrir að hann sé
Yfirvofandi lækna-
skortur úti á landi
Margir læknar á landsbyggðinni hætta störfum innan fárra ára sökum aldurs.
Lausar stöður hafa verið auglýstar árum saman án þess að um þær sé sótt.
Landlæknir bindur vonir við aukinn áhuga á námi í heimilislækningum.
ERDNA VARÐARDÓTTIR
Biblíur á heimilinu frá
öllum heimshornum
heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
HÍBÝLI
Ný tilbrigði við gömul
stef á baðherberginu
Sérblað um híbýli og baðherbergi
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Góður
liðsstyrkur
Ung og upprennandi
frönsk leikkona í
næstu kvikmynd
Dags Kára.
FÓLK 34
Býður upp myndir á ný
Pétur Þór Gunnarsson heldur
fyrsta uppboð
Gallerí Borgar
í langan tíma.
FÓLK 34
Svo fleygði
rannsóknum
fram
ADHD-sam-
tökin 20 ára.
TÍMAMÓT 18
Sex í röð
Ragna Ing-
ólfsdóttir
varð
í gær
Íslands-
meistari í bad-
minton sjötta
árið í röð.
ÍÞRÓTTIR 30
Handklæðaofnar
Caleido
Baldursnesi 6
Akureyri
Sími 414 1050
Smiðjuvegi 76
Kópavogi
Sími 414 1000
Opið virka daga frá 8 -18
laugardaga frá10 -15
NOREGUR Nýleg rannsókn list-
fræðinga við Háskólann í Ósló
hefur leitt í ljós að lögreglu- og
tolleftirlitsmenn í Noregi hafi
litla sem enga þjálfun í að þekkja
listmuni og geri því listaverka- og
fornleifaþjófum auðvelt að flytja
stolna muni um landið.
Samkvæmt dagblaðinu Afton-
posten telja listfræðingarnir að
slappt eftirlit í Noregi hafi leitt til
þess að fornmunir sem stolið var
úr þjóðminjasafninu í Írak árið
2003 hafi verið fluttir til Noregs
í stórum stíl og þaðan seldir til
annarra vestrænna landa. - vþ
Ný rannsókn listfræðinga:
Gott að smygla
list til Noregs
UMHVERFISMÁL Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins sinnti þremur
útköllum vegna sinubruna í
gærmorgun.
Í Heiðmörk var kveikt í sinu
skammt frá bænum Hvammi og
var þar nokkur eldur. Þá var
kveikt í sinu á Nónhæð í Garðabæ
þar sem töluverður eldur komst
nokkuð nálægt íbúðarhúsum.
Loks var kveikt í sinu skammt
frá hesthúsum við Kaldárselsveg
í Hafnarfirði. Ekki urðu miklar
skemmdir vegna brunanna og er
það þakkað skjótum viðbrögðum
slökkviliðsins. - ovd
Annríki hjá slökkviliðinu:
Þrír sinubrunar
í gærmorgun
BRETLAND, AP Mótmæli brutust út
víða um London í gær þegar
ólympíueldurinn var borinn í
gegnum borgina. Nokkrum sinn-
um kom til handalögmála milli
lögreglu og mótmælenda og
voru rúmlega þrjátíu hand-
teknir.
Mótmælendurnir reyndu
meðal annars að ná kyndlinum
úr höndum eins kyndilberans og
einnig að slökkva eldinn með
slökkvitæki. Heyra mátti mót-
mælendurna hrópa slagorð til
stuðnings sjálfstæðisbaráttu
Tíbeta og sjá mátti skilti sem
hvöttu Kínverja til samningsum-
leitana við Dalai Lama.
Vegna mótmælanna þurfti að
breyta áætlaðri ferð með kyndil-
inn um borgina. Fjölmargir mót-
mælendur komu saman þar sem
áætlað var að Fu Ying, sendiherra
Kína í Bretlandi, tæki við kyndl-
inum og því þurfti að að færa
athöfnina fyrirvaralaust í annað
hverfi til að forðast átök. - vþ
Hörð mótmæli urðu í London í gær gegn kínverskum stjórnvöldum:
Tekist á um ólympíueldinn
HLAUPIÐ MEÐ ELDINN Til handalögmála kom á milli lögreglu og mótmælenda þegar ólympíueldurinn var borinn í gegnum
London í gær. NORDICPHOTOS/AFP
TÉKKLAND Marketa Vachova,
sextug afgreiðslukona í matvöru-
verkslun, kom í veg fyrir rán á
dögunum með því að bjóða
vopnuðum ræningja í te og kökur.
Marketa útskýrir að þrátt fyrir
skammbyssu og Spiderman-
grímu hafi henni sýnst ungi
maðurinn hinn efnilegasti.
„Þegar ég byrjaði að spjalla við
hann slakaði hann á og bað mig
afsökunar. Hann ætlar að koma í
heimsókn til mín og ræða sín
vandamál,“ segir Marketa. - shá
Kom í veg fyrir vopnað rán:
Bauð ræningja
í te og kökur