Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 2

Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 2
2 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Gott á mánudegi Fiskibollur Þú sparar 400 kr. 598kr.kg. LÍKAMSÁRÁS Ungur karlmaður hlaut mjög alvarlega áverka þegar hann var sleginn í höfuðið með flösku í verslun 10-11 í Austurstræti snemma í gærmorgun. Maðurinn er öryggisvörður í verslun- inni. Meintum árásarmanni hafði um einni og hálfri klukkustund áður verið vísað út úr versluninni vegna óláta. Var árásarmaðurinn, maður á þrítugsaldri, strax handtekinn og fluttur í fanga- geymslur lögreglunnar þar sem hann var látinn sofa úr sér áfengisvímu. Var hann yfirheyrður í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag. Áverkar öryggisvarðarins voru mun alvarlegri en talið var í fyrstu. Hann hlaut meðal annars skurð á höfði og tók að blæða inn á heila. Hann var því strax sendur í aðgerð og að því búnu fluttur á gjörgæsludeild. „Hugur okkar er hjá þessum unga manni,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri 10-11. „Við erum í sjokki eins og margir yfir ástandinu í miðborginni og þeim uppákomum sem sífellt eiga sér þar stað.“ Sigurður segir öryggisverði vera í öllum verslunum þeirra á nóttunni. Verðirnir séu með öryggishnappa og talstöðvar. „Vegna staðsetning- arinnar eru oft uppákomur í þessari búð en þær hafa allar verið innan þeirra marka sem menn ráða við.“ Hann segir að ekki hafi komið til tals að breyta opnunartíma verslunarinnar og á ekki von á að þessi atburður breyti því. - ovd Ungur karlmaður þungt haldinn eftir að hann var sleginn með flösku í höfuðið: Blæddi inn á heila eftir höfuðhögg REYKJAVÍK Hópur fólks sem fór inn í gamla Sirkushúsið við Klappar- stíg á föstudagskvöld og hélt þar tónleika boðar fleiri slíkar aðgerðir. Í tilkynningu sem hópurinn sendi frá sér í gær segir að hópurinn afskrifi hugmyndina að baki niðurrifi hússins. „Í ljósi aðgerðaleysis yfirvalda gagnvart vísvitandi vanrækslu auðmagnsins á húsnæði í eigu þess er nauðsynlegt að við tökum málin í eigin hendur. [...] Ef hús standa ónotuð og í niðurníðslu hafa eigendur þeirra fyrirgert eignar- og afnotarétti sínum af þeim og það er skylda okkar og réttur að grípa inn í og nýta húsin,“ segir í tilkynningunni. - þo Brutust inn á Sirkus: Telja sér skylt að nýta húsin HÚSTAKA Hópurinn fór inn í gamla Sirkushúsið og hélt þar tónleika en var að lokum vísað út af lögreglu. FRAKKLAND Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti fordæmdi í gær skemmdarverk sem unnin voru á gröfum 148 múslimskra hermanna sem börðust í fyrri heimsstyrjöldinni. Samkvæmt vef breska ríkisútvarpsins, BBC, eru grafirnar í Notre Dame de Lorette herkirkjugarðinum nálægt Arras, en þar áttu nokkrar mestu orustur fyrri heimsstyrj- aldarinnar sér stað. Svínshöfuð var hengt á einn legsteinanna og á aðra var skrifaður hatursáróð- ur. Svipuð skemmdarverk áttu sér stað í garðinum fyrir ári síðan þegar hakakrossar voru málaðir á legsteina á múslimagröfum. - vþ Skemmdarverk í Frakklandi: Grafir múslima vanvirtar Fjórir á slysadeild Þó nokkuð var um pústra og líkams- árásir í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Komu fjórir á slysadeild Landspítal- ans til aðhlynningar eftir slagsmál í miðbænum. Fótbrotnaði í Bláfjöllum Lögregla og sjúkraflutningamenn sóttu í gær skíðamann í Bláfjöll sem hafði fótbrotnað. LÖGREGLUFRÉTTIR Þrír teknir í Reykjanesbæ Tveir ökumenn voru teknir undir morgun í Reykjanesbæ í gær grunaðir um ölvun við akstur. DANMÖRK Tæplega 200 Danir tilkynna um stolin reiðhjól á degi hverjum, þar af um fimmtíu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt dagblaðinu Politiken hefur hjólaþjófnaður aukist umtalsvert undanfarin ár þar sem lögregla leitar sjaldnast að stolnum hjólum og auðvelt er að koma þeim í verð. Yfirvöld í Kaupmannahöfn taka þetta vandamál þó alvarlega þar sem 36 prósent borgarbúa hjóla til og frá vinnu á degi hverjum. Því er nú leitað lausna og meðal annars litið til Hollands þar sem mikið er um vaktaðar hjólageymslur og önnur úrræði sem draga úr hjólaþjófnaði. - vþ Samgönguvandi í Danmörku: Hjólaþjófnaður færist í aukana HJÓLAMERGÐ Á STRIKINU Danir ferðast mikið um á reiðhjólum enda þægilegur og ódýr ferðamáti. Egill, hvernig lýst þér á viður- nefnið langsokkur? Egill langsokkur! Glæsilegt. Frá og með deginum í dag er ég ekki leng- ur stóri G-maðurinn. Egill Einarsson, betur þekktur undir viður- nefninu Gillzenegger, segir að sögusagnir um að vissir líkamspartar séu ýktir í nýja myndbandinu með hljómsveitinni Merz- edes Club úr lausu lofti gripnar. Engin þörf sé fyrir ýkjur á þeim bænum. FÓLSKULEG ÁRÁS Maðurinn sem ráðist var á er öryggisvörður í verslun 10-11 í Austurstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NEYTENDAMÁL Stjórn Verkalýðs- félags Vestfirðinga gagnrýnir harðlega þá bylgju hækkana sem launþegar hafa þurft að taka á sig að undanförnu. Í ályktun félagsins segir að spyrna þurfi við ört hækkandi eldsneytis- og matarverði ásamt hækkunum á öðrum nauðsynjum sem dynja á lands- mönnum. Þar segir að það sé óásættanlegt að fyrsti kostur skuli vera að hækka vöruverð og þjónustu til neytenda og sama gildir um þau „vinnubrögð birgja og heildsala að lauma breytingum á vaxta- og geng- ismun inn í boðaða hækkun vöruverðs“. - shá Verkalýðsfélag Vestfjarða: Verðhækkanir fordæmdar STJÓRNSÝSLA Geir H. Haarde for- sætisráðherra og Björgvin G. Sig- urðssonar viðskiptaráðherra halda í dag til Riksgränsen í Norður-Sví- þjóð með þotu sem forsætisráðu- neytið hefur tekið á leigu. Þeir eiga fund með norrænum forsæt- isráðherrum en fundarefnið er alþjóðavæðing og áhrif hennar. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem ráðamenn leigja slíka vél en mikil umræða skapaðist þegar forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra fóru á fund NATO í Rúmeníu í síðustu viku með leigu- þotu. Ráðherrar og fylgdarlið þeirra koma heim á miðvikudags- kvöldið. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu kemur fram að með leigu á vélinni sparist einn til tveir ferðadagar á mann. Lauslega áætl- aður kostnaðarauki miðað við að fljúga í áætlunarflugi er sagður vera um 8-900 þúsund krónur. Að þessu sinni leigir ráðuneytið flugvél af flugfélaginu Erni. Kostnaður við leigu vélarinnar fékkst ekki uppgefinn. „Ég tel að þetta ágæta fólk sem gegnir ráðherrastöðum eigi að deila kjörum með þjóðinni en ekki með þotuliðinu,“ segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar - græns fram- boðs. Hún segir málið annars vegar spurningu um stíl og skila- boð til þjóðarinnar en hins vegar um umhverfismál. „Á sama tíma og menn eru að segja þjóðinni að hún eigi að herða sultarólina og það séu blikur á lofti, sem allir skynja vegna vax- andi verðbólgu, þá skuli ráðherrar velja sér þennan ferðamáta sem hingað til hefur einkennt nýríka Íslendinga.“ Álfheiður telur það ekki aðalat- riðið hvort flugið sé einhverjum þúsundkallinum dýrara eða ódýr- ara. „Það er klárt að frá umhverf- issjónarmiðum er þetta alltaf dýr- ara.“ Álfheiður segir að í íslensku samfélagi hafi hingað til verið reynt að viðhalda tilteknum jöfn- uði. „Þá höfum við viljað að stjórn- málamenn og ráðherrar séu eins og einn af þjóðinni en þarna hefur verið tekinn upp annar stíll. Menn kjósa þægindi þotuliðsins umfram það að deila kjörum með þjóðinni. Það eru skilaboðin og þau eru ömurleg.“ Að þessu sinni munu sjö manns fljúga með leiguþotu Ernis til Sví- þjóðar. Auk ráðherranna og starfs- manna þeirra munu tveir gestir verða með í för. Það eru Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. olav@frettabladid.is Leigja aftur þotu fyrir ferð forsætisráðherra Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra fara með leiguþotu til Svíþjóðar í dag. Kostnaðarauki miðað við áætlunarflug er hátt í eina milljón króna. Þingmaður Vinstri grænna fordæmir leiguna og segir ráðherra kjósa þægindi þotuliðsins. ÞOTA FLUGFÉLAGSINS ERNIS Ráðherrarnir fjúga ásamt fylgdarliði með einkaþotu til Svíþjóðar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÍNA Kínverski listamaðurinn Liu Jin náði heldur betur að vekja athygli með listagjörningi sínum í Shanghai um helgina. Hann átti hins vegar ekki beinlínis von á að áhorfendur fengju hjartaáfall við að líta verkið augum. Verkið kallaðist Særðir englar og samanstóð af nokkrum gínum í fullri stærð sem héngu utan á skýjakljúfum með vængi á bakinu. Vegfarendur rak í rogastans þegar þeir urðu varir við gínurnar enda töldu flestir að hér væru á ferðinni menn af holdi og blóði sem ætluðu sér að stökkva til jarðar. Lögreglu bárust fjölmargar ábendingar frá skelfingu lostnum borgarbúum og slökkviliðið var kallað á staðinn til að bjarga fólkinu sem reyndist þegar betur var að gáð ekki mennskt. Líklega tók þó enginn verkið jafn nærri sér og öldruð kona sem fékk hjartaáfall þegar hún sá gínurnar. Hún var flutt í snarhasti á sjúkrahús til aðhlynningar. - þo Listamaðurinn Liu Jin bjó til áhrifaríkara listaverk en hann óraði fyrir: Naktar gínur ollu hjartaáfalli SÆRÐIR ENGLAR Gínurnar voru svo raunverulegar að vegfar- endur töldu þær af holdi og blóði. Ég tel að þetta ágæta fólk sem gegnir ráðherrastöðum eigi að deila kjörum með þjóðinni en ekki með þotuliðinu ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR ÞINGMAÐUR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.