Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 8

Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 8
8 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR *Vextir á SPRON Vaxtabót samkvæmt gildandi vaxtatöflu SPRON 1. apríl 2008. Vaxtaaukinn leggst inn á reikninginn um næstu áramót. A R G U S / 0 8- 01 5 8 Allt að 16,30% vextir +16% vaxtaauki!* Þeir sem stofna SPRON Vaxtabót á Netinu fyrir 15. apríl nk. fá 16% vaxtaauka á áunna vexti til 1. júli nk.* Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is AFGANISTAN Dan McNeill, yfirmað- ur herafla NATO í Afganistan, við- urkennir fúslega að árangri í bar- áttunni við andspyrnuhópa í landinu verði ekki náð nema tvennt komi til. Annars vegar verði að koma í veg fyrir að talibanar og aðrir uppreisnarhópar hafi öruggt skjól handan landamæranna í Pakistan, þar sem þeir geta safnað liði og búið sig undir átök. Hins vegar segir hann nauðsynlegt að upp- ræta ópíumrækt í landinu, vegna þess að hún er megintekjulind andspyrnuhópanna. „Að mínu mati koma líklega tut- tugu til fjörutíu prósent af tekjum uppreisnarmanna frá valmúa- rækt,“ segir McNeill í viðtali við Fréttablaðið. „Sumir félagar mínir telja þetta hlutfall enn hærra, jafnvel yfir sextíu prósent, þannig að augljóslega verður vart hægt að vinna bug á þessari uppreisn án þess að takast á við valmúarækt- ina.“ Sameinuðu þjóðirnar telja lík- legt að ópíumuppskeran í Afgan- istan í ár verði jafnvel enn meiri en í fyrra sem þó var metár og skilaði átta þúsund tonnum af val- múa. Það eru níutíu prósent af allri ópíumframleiðslu heimsins. Fyrir hersveitir NATO er vand- inn sá að það fellur ekki undir umboð þeirra í landinu að takast á við þennan vanda. Það er í verka- hring afgönsku stjórnarinnar, sem hefur reyndar sent hersveitir á vettvang til þess að eyðileggja ópíumuppskeru og greiðir bænd- um sérstaklega fyrir að skipta yfir í aðra ræktun. Nokkur héruð í Afganistan, einkum í norður- og miðhluta landsins, hafa nú þegar fengið staðfestingu á því frá Sameinuðu þjóðunum að þar hafi allri ópíum- rækt verið hætt. Sums staðar í þessum héruðum hafa menn hins vegar skipt yfir í kannabisræktun, eins og McNeill staðfestir: „Þegar ég var á ferð þarna fyrir norðan nýlega, á svæðum þar sem ópíumrækt hefur verið sögð upp- rætt, þá sá ég að þar sem áður var valmúi er nú verið að rækta kanna- bis.“ Um helgina fullyrti Michael Hayden, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, að í landa- mærahéruðum Afganistans og Pakistans hafi liðsmenn Al-Kaída haft öruggt skjól og griðastað. McNeill tekur í sama streng: „Án þess að vilja benda á Pakist- an sérstaklega vil ég einfaldlega segja að allir sem stefna að því að hjálpa Afgönum að ná öryggi og stöðugleika til langframa verða að átta sig á því að það er ekki fram- kvæmanlegt ef uppreisnarmenn geta fundið griðastað rétt fyrir utan umráðasvæði fjölþjóðlega herliðsins hér,“ segir McNeill. gudsteinn@frettabladid.is Ópíumrækt örugg tekjulind Andspyrnuhópar gegn erlenda herliðinu í Afganistan hafa haft örugga tekjulind af ópíumrækt og öruggan griðastað handan landamæranna að Pakistan. Þetta segir yfirmaður fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan. VALMÚINN UPPRÆTTUR Afgönsku hersveitirnar, sem hafa það hlutverk að eyðileggja ópíumuppskeru, þurfa að ganga yfir akrana og tæta plöntur með handafli til þess að eyðileggja ekki hveitið sem oft er ræktað inn á milli valmúans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DAN MCNEILL Yfirmaður herafla NATO í Afganistan staðfestir að bændur eru sums staðar farnir að rækta kannabis þar sem ópíumrækt hefur verið hætt. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐSTEINN VINNUMARKAÐUR Drög að kjara- og ráðningarsamningi fyrir þá kenn- ara og starfsmenn Iðnskólans í Reykjavík sem ætla að ráða sig til starfa við sameinaðan skóla Iðnskólans í Reykjavík og Fjöl- tækniskólans hafa verið lögð fram í samningaviðræðum Félags framhaldsskólakennara og Menntafélagsins. Reynir Vilhjálmsson, formaður Kennarafélags Iðnskólans í Reykjavík, segir að ýmislegt eigi eftir að bæta í samningsdrögun- um þannig að allir flytjist á þeim kjörum sem þeir hafa verið hing- að til. Hann nefnir sérstaklega hvernig útfæra eigi kjör starfs- fólksins og reglur sem giltu fyrir það sem ríkisstarfsmenn. Þær muni ekki gilda í nýja skólanum. Reynir nefnir einnig reglur um rétt til biðlauna þegar störf eru lögð niður og hvernig eigi að útfæra þennan rétt. Þá gildi upp- lýsingalög ekki fyrir starfsmenn á almennum markaði og einnig sé spurning um að setja inn í samn- inginn ákvæði um að svipaðar reglur gildi áfram. „Vissar reglur eru um faglegt sjálfstæði kennara í þessum nýja skóla. Mér finnst persónulega að það þurfi að taka fram að við kennarar berum eftir sem áður þessa faglegu ábyrgð sjálfstætt og eins gagnvart nemendum. Við eigum ekki bara að vera háðir vilja skólameistara,“ segir Reyn- ir og býst við að samningar „gangi saman með tímanum“. Reynir gerði ráð fyrir að samn- ingsdrögin yrðu kynnt fyrir kennurum í Iðnskólanum í Reykjavík á næstunni. Ganga verður frá samkomulagi fyrir lok maí. - ghs Formaður Kennarafélags Iðnskólans í Reykjavík um drög að ráðningarsamningi: Bæta þarf ýmislegt í samningsdrögunum DRÖG LIGGJA FYRIR Drög að kjara- og ráðningarsamningi liggja fyrir í Iðnskól- anum í Reykjavík en Reynir Vilhjálms- son, formaður kennarafélagsins, segir að enn eigi eftir að bæta þau. SIMBABVE, AP Zanu-PF, flokkur forsetans Roberts Mugabe, hefur farið fram á endurtalningu atkvæða úr forsetakosningunum í Simbabve sem fóru fram í lok seinasta mánaðar. Minnihlutaflokkurinn Hreyfing fyrir lýðræðislegum breytingum hefur mótmælt endurtalningunni harðlega þar sem niðurstöður kosninganna hafa ekki enn verið gerðar opinberar. Herskáir stuðningsmenn Mugabes réðust í gær inn á þrjá búgarða og ráku hvíta bændur af landi sínu. Aðgerðirnar þykja benda til þess að Mugabe hyggist beita ofbeldi til að halda völdum. -vþ Forsetakosningar í Zimbabwe: Flokkur Muga- bes fer fram á endurtalningu ROBERT MUGABE Forseti Simbabve. Flokkur hans, ZANU-PF, hefur farið fram á endurtalningu atkvæða í nýafstöðnum forsetakosningum. 1. Hvaða bandaríski tónlistar- maður ætlar að halda tónleika í Laugardalshöll 1. júlí? 2. Hvar fór unglingalandsmót- ið á skíðum fram um helgina? 3. Hvert ætlar tónlistarmaður- inn Þorvaldur Bjarni að flytja í haust? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.