Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 10

Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 10
10 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR RV U N IQ U E 04 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Réttu tækin í þrifin - háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur frá 8.888 kr. Nilfisk P160 1-15 B X-tra Dæluþrýstingur: 160 bör Vatnsmagn: 650 l/klst. Nilfisk E140 2-9 X-tra Dæluþrýstingur: 140 bör. Vatnsmagn: 500 l/klst. Nilfisk C100 4-5 Dæluþrýstingur: 100 bör. Vatnsmagn: 320 l/klst. Nilfisk Buddy 18 ryk- og vatnssuga Loftflæði: 3600 l/mín. Mótor: 1300W 15 l tankur Nilfisk C120 2-6 Dæluþrýstingur: 120 bör. Vatnsmagn: 520 l/klst. 20% afslá ttur ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 02 96 0 4/ 08 Ókeypis áfylling á bílinn alla daga! Eigendur rafbíla fá lykil að orkupóstum í afgreiðslu Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og bílastæðaskífur hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni 10-12. or.is • reykjavik.isÓkeypis hleðsla: Bankastræti • Kringlan • Smáralind HEILBRIGÐISMÁL Félag læknanema fékk á föstudaginn afhendan farand- bikar Blóðgjafamánaðar Háskóla Íslands sem haldinn var í mars. Er þetta í fyrsta sinn sem Blóðgjafar- mánuðurinn er haldinn en markmið hans er að vekja athygli á vaxandi þörf Blóðbankans og hvetja ungt fólk til að gerast blóðgjafar. Var efnt til keppni milli nem- endafélaga háskólans og gáfu hlut- fallslega flestir læknanemar blóð eða 15,5 prósent. Í öðru sæti var Hvarf, félag efna- og lífefnafræði- nema, þá Haxi félag líffræðinema og svo Soffía, félag heimspeki- nema. Fróði, félag sagnfræðinema var svo í fimmta sæti. Að sögn Eyjólfs Þorkelsson, hjá Lýðheilsufélagi læknanema gekk Blóðgjafarmánuðurinn mjög vel en á annað hundrað nemendur gáfu blóð á umræddum tíma. Hann segir það hlutfallslega samsvara því að 70 Íslendingar hefðu gefið blóð á hverjum degi. Bæði hafi blóðgjaf- arbíllinn verið við Háskólann en svo hafi nemendur einnig gefið blóð í Blóðbankanum. „Læknanemar hafa vissuleg svo- lítið forskot þar sem læknadeildin er nær Blóðbankanum en margar aðrar deildir,“ segir Eyjólfur. Á móti sé læknadeildin mjög fjöl- menn og þá þurfi fleiri til að ná hárri prósentu. Lýðheilsufélag læknanema, Stúdentaráð, Blóðbankinn og Voda- fone standa að Blóðgjafamánuði Háskóla Íslands. - ovd Blóðgjafamánuður Háskóla Íslands haldinn í fyrsta sinn í nýliðnum marsmánuði: Læknanemar duglegastir að gefa blóð FRÁ UPPSKERUHÁTÍÐINNI Félag læknanema hlaut farandbikar á uppskeruhátíð Blóðgjafamánaðar HÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MINJAR Unnið er að raðtilnefningu á minjum frá víkingatímanum á heimsminjaskrá UNESCO í sam- vinnu við hinar Norðurlandaþjóð- irnar, Þjóðverja, Frakka, Kanadamenn, Breta og Íra. Afar lík- legt er að staðirnir Jelling í Danmörku, Birka í Svíþjóð og L‘Anse aux Meadows í Kanada verði tilnefnd- ir ásamt Þingvöllum. Verið er að skoða hvort fleiri staðir komi til greina, jafnvel í öðrum löndum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra hefur skrifað bréf til menntamálaráðherra ofan- greindra þjóða til að kanna hvort þjóðirnar hafi áhuga á að taka þátt í verkefninu og er búist við svari frá þeim á næstunni. Ef allt geng- ur eftir tilnefna nokkur lönd staði sem fulltrúa fyrir víkingatímabil- ið á heimsminjaskrá. Ragnheiður Helga Þórarinsdótt- ir hjá menntamálaráðuneytinu segir að þegar séu fjórir staðir frá víkingatímanum á heimsminja- skrá þó að þeir hafi ekki verið til- greindir þannig sérstaklega. Það eru grafreiturinn og minnismerk- ið í Jelling í Danmörku, víkinga- borgin Birka í Svíþjóð og land- námsstaðurinn L‘Anse aux Meadows í Kanada auk Þingvalla á Íslandi. Aðrir staðir koma einnig til greina. Rætt er um að Norð- menn tilnefni hugsanlega verslun- arstaðinn Kaupang við Óslóarfjörð- inn og víkinga bæinn Borg á Lófóten, Slés- vík-Holtsetaland í Þýskalandi tilnefni verslunarstaðinn Heið- arbæ og varnarvegg- inn Danavirki. Á Íslandi er rætt um ýmsa staði. Sem dæmi má nefna þingstaði á borð við Múlaþing, Kjalarnesþing og Þorskafjarðarþing og Hrísbrú þar sem vangaveltur eru um hvort gröf Egils Skallagrímssonar sé að finna, landnámsskálann og/ eða skálann í Aðalstræti. Ragnheiður segir að hver þjóð verði að fara yfir það hvaða staðir uppfylli þau skilyrði sem sett séu fyrir raðtilnefningu, ákveða hvaða stað eða staði hún ætlar að tilnefna og ganga frá rökstuðningi í umsóknina. Íslendingar leiða vinnuna og afhenda plöggin þegar þar að kemur. Ráðuneytið sinnir undir- búningsvinnunni núna en á næstu dögum eða vikum verður málinu vísað til Heimsminjanefndar Íslands. Í henni eru Björn Bjarna- son formaður og þau Össur Skarp- héðinsson og Sæunn Stefánsdóttir. ghs@frettabladid.is Víkingaminjar fari á heims- minjaskrá Stefnt er að því að Íslendingar tilnefni minjar frá víkingatímanum á heimsminjaskrá UNESCO í sam- starfi við aðrar þjóðir. Íslenskir þingstaðir tilnefndir. HRÍSBRÚ Fjórir staðir, sem þegar eru á heimsminjaskrá, gætu verið inni í raðtilnefn- ingunni, að sögn Ragnheiðar Helgu Þórarinsdóttur, starfsmanns menntamálaráðu- neytisins. Vinnan er á frumstigi og því hafa engar ákvarðanir verið teknar. Meðal staða sem nefndir hafa verið er Hrísbrú. FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR RAGNHEIÐUR HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR MEÐ TVÖ ANDLIT Þessi litla indverska stúlka fæddist með fjögur augu, tvö nef og tvo munna. Foreldrar hennar segja hana þó anda og nærast eðli- lega og dafna vel. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.