Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 12

Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 12
12 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is Viðskiptafræði VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík er fjölbreytt og krefjandi nám sem opnar þér dyr að margvíslegum starfstækifærum, góðum launum og framhaldsnámi. Við stefnum að því að vera fyrsta val fólks sem vill læra viðskiptafræði á Íslandi. • BSc-nám í viðskiptafræði við HR einkennist af framúrskarandi kennslu. • Námið er í stöðugri þróun og í sterkum tengslum við atvinnulífið. • Við sýnum í verki að hver einasti nemandi í HR skiptir máli. Við stefnum að því að vera fyrsti valkostur þeirra sem vilja ráða nýútskrifaða viðskiptafræðinga. • Viðskiptafræðingar frá HR eru framúrskarandi vel að sér á helstu sviðum viðskiptafræðinnar. • Viðskiptafræðingar frá HR geta unnið sjálfstætt sem einstaklingar og eru öflugir liðsmenn á sínum vinnustöðum strax frá fyrsta degi. Kynntu þér nám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík á vef deildarinnar, www.vidskiptafraedi.is. UMM er spennandi nýjung í matarflóru Íslendinga sem h entar öllum sem hugsa um líkama sinn og vilja borða vel. UMM er bragðsterk veisla frá öllum heimshornum; salöt, tortillur, ávextir, kús kús, orkustykki og ... umm, hvað þetta er gott. UMM ER GLÆNÝR HEILSUBITI ÚR SPENNANDI HRÁEFNI BORÐAÐU VEL – BORÐAUVEL-B OR L - Ð A Ð U VE úÞ færð UMM-réttina í Ne sti á N1 stöðinni. GÆLUDÝR „Mér voru settir tveir valkostir, annar var að láta svæfa kisa en hinn var að hann gengist undir erfiða aðgerð fyrir tugi þús- unda króna,“ segir Margrét Lára Einarsdóttir, gæludýraeigandi. Margrét á fallegan skógarkött sem heitir Snúður og langaði hana að gleðja hann með nýju leikfangi. Hún keypti litlar gervimýs sem fást í flestum gæludýrabúðum og í sérvörudeildum matvöruverslana og kisi tók strax að leika sér að einni. Honum tókst þó að ná leik- fanginu í sundur og át einhvern hluta af því. Sá hluti festist í iðrum hans. „Hann byrjaði svo að kasta upp. Ég fór með hann til dýra- læknis og þar fékk hann olíur sem áttu að skila innihaldi magans út en ekkert gekk. Þegar líða tók á var hann orðinn mjög veikur af vökvaskorti. Mér var síðan til- kynnt að annað hvort yrði að svæfa köttinn eða gera á honum aðgerð,“ segir Margrét sem tók seinni kostinn og greiddi fyrir 52 þúsund krónur. Hún hafði samband við eiganda gæludýraverslunarinnar sem seldi henni leikfangið en segir hann ekkert hafa viljað fyrir sig gera. „Ég vil bara vara fólk við því að kaupa svona dót fyrir dýrin sín því þetta getur reynst kisum og smáhundum stórhættulegt,“ segir hún. - kdk Gæludýraeigandi varar við hættulegu leikfangi: Leikfangamús banaði næstum skógarketti VILDI GLEÐJA KISA MEÐ LEIKFANGAMÚS Kisi náði leikfangamúsinni sinni í sundur og át hluta af henni. Sá hluti festist í maga hans og kostaði hann næstum því lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HÆTTULEGT LEIKFANG Margrét Lára varar fólk við að kaupa leikfang sem þetta. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.