Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 16
16 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR
UMRÆÐAN
Skipulagsmál
Það er fagnaðarefni að
núverandi stjórnvöld,
bæði borgarstjórn og
ríkisstjórn, vilji festa
Reykjavíkurflugvöll í
sessi. Nauðsynlegt er
að eyða þeirri skipu-
lagslegu óvissu sem
hefur ríkt og losa þá
starfsemi sem er við
völlinn úr þeirri spennitreyju sem
hún hefur verið í til þessa. Áætl-
anir yfirvalda um að hefja loks
byggingu samgöngumiðstöðvar er
skref í þessa átt og sérstaklega
ánægjulegt.
Flugvöllur í Vatnsmýrinni er
samgöngumiðstöð þjóðarinnar,
sem tryggir þjóðinni gott og
öruggt aðgengi að höfuðborginni
þar sem er að finna þungamiðju
stjórnsýslu, viðskipta og heil-
brigðisþjónustu. Allt of lengi
hefur hávær minnihluti (sbr.
nýlegar skoðanakannanir) haft sig
í frammi og talað um að flugvöll-
urinn og starfsemi sem honum
tengist eigi að víkja fyrir öðru
mikilvægara, að þeirra mati.
Vatnsmýrin er sögð
svo dýrmæt sem bygg-
ingarland að „þjóð-
hagsleg hagkvæmni“
kalli á að þarna rísi
íbúðabyggð. Þegar
menn setja upp slík
reikningsdæmi og fá
út „þjóðhagslega hag-
kvæmni“, leyfi ég mér
að stórefast um þær
fjölmörgu forsendur
sem liggja til grund-
vallar slíkum útreikn-
ingum. Það vakti t.a.m. óskipta
athygli að allar verðlaunatillögur í
samkeppni um framtíðarskipulag
í Vatnsmýri nýverið, gerðu ráð
fyrir lágreistri byggð, keimlíkri
þeirri sem fyrir er í miðborginni.
Er slíkt í samræmi við forsendur
sem heyrst hafa um tuttugu þús-
und manna byggð?
Meira en mannvirki
Reykjavíkurflugvöllur er annað
og meira en þarft mannvirki í höf-
uðborginni. Á Reykjavíkurflug-
velli starfa ekki færri en um 500
manns við störf sem tengjast beint
þeirri flugstarfsemi sem þar fer
fram; farþegaflugi, kennsluflugi,
sjúkraflugi og útsýnis- og
leiguflugi. Fjölmörg fyrirtæki
hafa fjárfest verulega í aðstöðu á
vellinum, ekki hvað síst á allra síð-
ustu árum, enda hefur staðsetn-
ingin verulegt gildi fyrir rekstur-
inn. Þetta á sérstaklega við þegar
litið er til þess hagræðis í tíma og
kostnaði fyrir sveitarfélög, stofn-
anir og fyrirtæki sem ferðast til og
frá borginni. Þetta hefur verið
staðfest m.a. með síaukinni umferð
um flugvöllinn á síðustu árum.
Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er
afar vel staðsettur með tilliti til
veðurfars og atvinnuflugmenn
þekkja vel hversu mikilvægt hlut-
verk vallarins er sem varaflug-
völlur. Í því sambandi styðja
Reykjavíkur- og Keflavíkurflug-
völlur hvor annan sérlega vel, en
standa mjög höllum fæti einir og
sér. Þetta hefur verið staðfest oft í
vetur, þegar reynt hefur á vara-
flugvöll í slæmum veðrum – hvort
sem er fyrir innanlandsflug eða
millilandaflug. Væru ekki tveir
nothæfir flugvellir á suðvestur-
horni landsins, þýddi það skert
öryggi og verulegan aukinn kostn-
að flugrekendur. Þá liggur fyrir að
með tilliti til almannavarna, er
ekki boðlegt að hafa einungis einn
flugvöll þar sem mikill meirihluti
landsmanna býr.
Fleiri flugvelli
Það væri þjóðráð að bæta við flug-
velli í nágrenni borgarinnar OG
halda Reykjavíkurflugvelli. Það
liggur fyrir vilji til að búa til flug-
braut í nágrenni Reykjavíkur til
að nota í æfinga- og kennsluflugi.
Slíkt er þarfaþing og um leið ætti
að gera þá braut þannig úr garði
að hún gæti nýst t.d. sem vara-
braut í útsynningi fyrir innan-
landsflugið. Öryggisnefnd FÍA
hefur ítrekað bent á nauðsyn þess
að hafa til reiðu braut á suðvestur-
horninu sem liggur suðvestur/
norðaustur og ekki hvað síst þar
sem samsvarandi braut hefur
verið lokað í Keflavík! Það er eðli-
leg krafa flugmanna að slík braut
sé til reiðu á svæðinu – öryggisins
vegna. Slík braut kæmi þá í stað
sambærilegrar brautar á Reykja-
víkurflugvelli og losaði þá um leið
byggingarland í Vatnsmýrinni.
Á undanförnum vikum og mán-
uðum hefur mikið verið spáð og
spekúlerað um mögulegan flutn-
ing Reykjavíkurflugvallar. Per-
sónulega tel ég að það að ætla sér
að færa starfsemi Reykjavíkur-
flugvallar upp á Hólmsheiði eða
til Keflavíkur yrði mikil afturför;
óásættanlegt fyrir fyrirtækin á
vellinum og illgerlegt. En það
vantar veðurfarsupplýsingar og
fleiri gögn til að taka upplýsta
afstöðu um önnur möguleg flug-
vallarstæði. Ekki síst í ljósi þess,
eigum við að virða tilveru Reykja-
víkurflugvallar og þau fyrirtæki
og það fólk sem þar starfar, með
því að tala ekki um að völlurinn sé
það ómerkilegur að hann skuli
víkja. Þvert á móti eigum við að
hlúa að flugvellinum og virða
atvinnustarfsemina sem þar er.
Hún er ekki síður mikilvæg en
arkitektúr og kaffihúsamenning í
miðborginni.
Höfundur er flugmaður og
formaður Félags íslenskra
atvinnuflugmanna (FÍA).
Flugvöllur og fólk
JÓHANNES BJARNI
GUÐMUNDSSON
... tel ég að það að ætla sér að
færa starfsemi Reykjavíkur-
flugvallar upp á Hólmsheiði
eða til Keflavíkur yrði mikil
afturför; óásættanlegt fyrir fyr-
irtækin á vellinum og illgerlegt.
UMRÆÐAN
Mannréttindi
Helgi Áss Grétarsson, sérfræð-ingur í auðlindarétti, hefur hér
í blaðinu fjallað um þá niðurstöðu
Mannréttindanefndar Sameinuðu
þjóðanna að kvótakerfið feli í sér
brot á mannréttindum. Helgi er all-
vel heima um gang þessara mála og
ætla mætti að þar sé kominn mað-
urinn sem sagt getur þjóðinni sögu
kvótakerfisins og þá væntanlega
hvort núverandi staða þess sé í
samræmi við vilja þjóðarinnar.
Reyndar virðist hann ekki átta
sig til fulls á því sem mestu skiptir
þegar aðgengi manna að takmörk-
uðum gæðum eru settar skorður,
sem er jafnræði og sanngirni. Hann
er í sérkennilegri vörn fyrir núver-
andi ástand, sem hann þó öðrum
þræði virðist telja að skapast hafi
fyrir klúður. Hann hirðir lítt um
hvernig kvótakerfið hefur snert þá
sem grundvallað hafa atvinnu og
búsetu á aðgengi að fiskimiðum út
af ströndum Íslands.
Festast í kenningum
Fræðimönnum hættir nokkuð til að
festast í kenningum og gengur jafn-
vel erfiðlega að halda þeim í tengsl-
um við veruleikann. Verra er þó
þegar fræðimaður kemst í þann
skilgreiningarvanda að hann sverji
af þjóðinni auðlindir hennar, nema
að vísvitandi sé verið að rugla
menn í ríminu. Í einni af greinum
sínum segir Helgi, að þegar viður-
kenning á 200 mílna lögsögunni var
í höfn 1976 hafi það ekki innsiglað
eignarrétt þjóðarinnar á umræddu
hafsvæði og segir: „Með því öðlað-
ist íslenska ríkið ekki eignarrétt
yfir hafsvæðinu heldur fullveldis-
rétt.“ Þá vitnar hann í ónefnda
fræðimenn um að ákvæði laga um
sameign þjóðarinnar á
auðlindum sjávar séu
marklaus og segir:
„Lög hafa því ekki fært
íslensku þjóðinni eða
íslenska ríkinu eignar-
rétt yfir Íslandsmiðum,
nytjastofnum eða kvót-
um.“
Þrætubókarstagl
fræðimanna snýst hér
um fullveldisrétt og
eignarrétt og svo þjóð
og ríki. Ekki verður séð hverju sá
munur skiptir varðandi þær vald-
heimildir sem hér um ræðir. Á síð-
ustu öld fékk íslenska þjóðin viður-
kenningu sem fullvalda ríki. Í því
lýðræðisskipulagi sem þá komst á
fer þjóðin með öll völd hins sjálf-
stæða ríkis. Þau tæki sem hún á og
notar eru forseti, Alþingi, ríkis-
stjórn og dómstólar. Þjóðin er hús-
bóndinn og framantaldar stofnanir
eru með beinum hætti skipaðar af
henni sjálfri eða lögskipuðum full-
trúum hennar og lúta lögum sem
Alþingi setur fyrir hennar hönd. Þá
hafa Íslendingar undirgengist
ýmsa sáttmála sem til heilla þykja
horfa í samfélagi þjóðanna. Ríkis-
valdið er því í hendi þjóðarinnar en
ekki öfugt og þess vegna hefur
þjóðin óskorað nýtingarvald yfir
efnahagslögsögunni. Skiptir þá
engu hvort menn tala um eignar-
rétt eða fullveldisrétt, eða Ísland,
Íslendinga, íslensku þjóðina, eða
íslenska ríkið. Í hugum Íslendinga
er merkingin sú sama. Efnahags-
lögsagan er á valdi íslensku þjóðar-
innar og nýting hennar á að lúta
hennar vilja.
Íslenskur aðall
Það voru ekki íslenskir sægreifar
sem börðust í þorskastríðinu og
báru af því herkostnaðinn. Það var
ekki íslenskur útgerðaraðall sem
fékk alþjóðaviðurkenn-
ingu á að hann einn
hefði veiðirétt í hafinu
umhverfis Ísland þegar
sá sigur var í höfn, og
þótt svo væri og skrif
Helga ættu við rök að
styðjast, hvernig gæti
þá íslenskur löggjafi
tekið sér það hlutverk
að skipta þeim gæðum
sem þar er að finna?
Nei, höfum það sem
rétt er og satt. Kjörnir fulltrúar
þjóðarinnar hafa misfarið með
umboð sitt og vald og brugðist
henni með því að fá fáum hags-
munaaðilum þessar gríðarlegu auð-
lindir til afnota. Þessir aðilar hafa
einnig fengið ólögmæta heimild frá
Alþingi til að framselja hana eins
og um einkaeign væri að ræða.
Fyrsta kynslóð íslensks aðals er
veruleiki.
Skrif Helga eru allskýr frásögn
af því hvernig þetta var fram-
kvæmt. Ályktanir hans eru hins-
vegar óásættanlegar því niðurstað-
an blasir við, er veruleiki án allra
tilfinninga. Hún er brot á þeim
grundvallarrétti manna að nýta
náttúruauðlind sér til lífsviðurvær-
is, sem hefur verið og á að vera
grundvöllur búsetu á ströndum
Íslands. Þá hefur yfirlýstur tilgang-
ur stjórnunar fiskveiða, sem var
hagkvæmni, verndun fiskistofna,
og traustari byggð, farið lönd og
leið. Sjávarbyggðirnar hafa hrunið.
Fiskistofnarnir sömuleiðis og
skuldir útgerðar í áður óþekktum
himinhæðum. Fræðimenn sem
reyna að réttlæta slíka stjórnar-
hætti og slíka niðurstöðu eru á villi-
götum og eiga ekki að leiða umræðu
um þjóðfélagsmál.
Höfundur er fyrrverandi sjómaður
og bóndi.
Virðum mannréttindi
ÁMUNDI LOFTSSON
1958 – 200850 ÁRA
1958 – 200850 ÁRA
Óhefðbundnir samningar
við verklegar framkvæmdir
Morgunverðarfundur um
samningskaup og „partnering”
Í tilefni af 50 ára afmæli VSÓ ráðgjafar býður fyrirtækið til morgun-
verðarfundar þriðjudaginn 8. apríl kl. 8:30-10:00 í Háteigi A á
Grand Hótel, Reykjavík.
Undanfarin ár hafa nýjar aðferðir verið reyndar til að leysa flókin
verkefni í samstarfi verktaka og verkkaupa. Á fundinum verður
fjallað um tvær þeirra, samningskaup og partnering.
Danska verkfræðifyrirtækið NIRAS hefur tekið þátt í fjölda verkefna
þar sem partnering aðferðin hefur verið reynd með misgóðum
árangri. Fjallað verður um reynslu NIRAS af þessari aðferð og
lærdóma sem draga má af henni. Meðal annars kom NIRAS að
nýbyggingu danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio.
Eignarhaldsfélagið Portus hf. vinnur nú að byggingu Tónlistar- og
ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn, verkefni sem fyrirtækið hreppti
að undangengnu samningskaupaútboði á vegum ríkisins og
Reykjavíkurborgar. Félagið fjármagnar, hannar, byggir og rekur
mannvirkið og alla starfsemi í húsinu næstu áratugi. Gerð verður
grein fyrir samningskaupaaðferðinni og reynslu félagsins af henni
allt frá útboði til dagsins í dag.
Dagskrá:
Partnering – hvað þarf til að aðferðin heppnist?
Anders Kirk Christoffersen verkfræðingur.
Samningskaup – lærdómur af byggingu
Tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík,
Helgi S. Gunnarsson, verkfræðingur og
framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Portus hf.
Umræður, spurningar og svör.
Fundarstjóri: Grímur M. Jónasson, framkvæmdastjóri VSÓ ráðgjafar.
Fundurinn er ætlaður fjárfestum, verktökum, verkkaupum, ráðgjöfum, opinberum
aðilum og öðrum þeim sem standa að stórum og flóknum byggingaframkvæmdum.
Aðgangur er í boði VSÓ.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 7. apríl nk. til: bergny@vso.is
UMRÆÐAN
Slysaforvarnir
Á síðari árum hefur slysum sem tengjast
hestum og reiðmennsku
fjölgað. Nú er sá árstími
þegar flestir ríða út og á
sama tíma fjölgar einnig
slysum á hestamönnum;
sérstaklega þeim sem
óvanir eru. Alls kyns hópferðir
tíðkast hjá hestamannafélögum á
vorin og í byrjun sumars og þá er
gestum gjarnan boðið með. Í þeim
tilfellum er afar mikilvægt að
hestamenn velji hesta við hæfi og
getu gesta sinna og setji aldrei of
viljugan hest undir óvanan knapa;
jafnvel þótt gesturinn telji sig
vanan og þykist vita
betur. Oftar en ekki er
sú „reynsla“ bundin við
sveitastörf í bernsku og
á ekkert skylt við
nútímahestamennsku.
Best er að byrja með
þægan hest og breyta
síðan yfir í annan vilj-
ugri, þegar ljóst er að
gesturinn veldur honum.
Hesturinn er flóttadýr
og bregst við áreiti með því að
hlaupa. Mörg alvarleg slys í hesta-
mennsku má rekja til þess að knap-
inn hefur ekki vald yfir hestinum
og kann ekki að bregðast við
óvæntum atvikum í umhverfinu.
Notkun reiðhjálma hefur farið
vaxandi undanfarin ár og heyrir
nánast til undantekninga ef hesta-
menn ríða út án hjálms
Það er aftur á móti áhyggjuefni
að svo virðist sem hinn almenni
hestamaður sé mun ábyrgari í
þeim efnum en þeir sem hafa
hestamennskuna að atvinnu. Það
skýtur svolítið skökku við þar sem
ætla má að tamningamenn, og
aðrir sem þjálfa hesta, séu í mikilli
hættu af að detta af baki. Þekktir
hestamenn eru átrúnaðargoð og
fyrirmyndir barna og unglinga
sem eru að byrja í hestamennsk-
unni og því mikill ábyrgðarhluti að
sýna gott fordæmi í þessu
skemmtilega sporti – hvort sem
um er að ræða endurskinsmerkja-
eða hjálmanotkun – því eftir höfð-
inu dansa limirnir.
Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS.
Eftir höfðinu dansa limirnir
RAGNHEIÐUR DAVÍÐS-
DÓTTIR