Fréttablaðið - 07.04.2008, Síða 21
MÁNUDAGUR 7. apríl 2008 3
Það er hátíðleg stund þegar
litlu barni er boðið til borðs í
fyrsta sinn og ómæld hamingja
í brjóstum viðstaddra að verða
vitni að stolti þess og ánægju
yfir því að setjast í eigin mat-
arstól.
Að mörgu er að huga þegar barna-
stóll er valinn, en úrvalið er mikið
og glæsilegt. Sumir stólar eru þess
eðlis að þá má brjóta saman og
pakka með lítilli fyrirhöfn í bíl til
ferðalaga, á meðan aðrir búa yfir
möguleikum til leikja og dundurs
þegar stóllinn er felldur og úr
honum verður til bíll, ruggustóll
eða leikborð.
Á myndunum hér á síðunni er
rétt stiklað á stóru í framboði mat-
arstóla fyrir smábörn, en þar
gefur að líta sígilda hönnun í bland
við nýrri.
thordis@frettabladid.is
Mat, mamma mín!
Glaðlegur
matarstóll
með gíröffum og
fiðrildum frá Fisher
Price á 16.990 krónur frá BabySam í
Skeifunni og Smáralind.
Sívinsæll Hokus Pokus-barnastóll sem
nýtist líka sem lágur stóll með borði
og ruggustóll með stýri. Kostar 9.490
krónur í BabySam.
Tripp Trapp-stóllinn
sem vex með
barninu og stilla
má eftir aldri
þess og hæð.
Fæst einn og
sér á 15.890 í
BabySam, en
kostar sam-
tals 23.270
með
sessu
auka-
lega,
bogaslá,
leðri og
plast-
baki.
Framúrstefnulegur Bloom-barnastóll er
flott viðbót inn á fallega hönnuð heimili
og fæst í BabySam á 39.990 krónur.
Ítalskur og elegant
Boss-stóll með borði
frá L‘Rossi í Ólavíu
og Oliver. Kostar
15.700.
Frísklegur
Graco Tea
Time-ferða-
stóll sem einnig
er frábær til
heimilisnota
vegna nettleika.
Kostar 6.800 í
Ólavíu og Oliver.
Rómantískur og
sígildur barna-
stóll sem ber
nafnið Gam-
aldags og er
frá Basson.
Hægt að
nota sem
lágan
stól og
borð
þegar
brot-
inn saman. Kost-
ar 7.390 í Ólavíu
og Oliver í Glæsibæ.
Allir gömlu góðu réttirnir
Kjúklingastaðurinn
Suðurveri
Nú er
orðin
n stór
Alltaf góð
ur!
Allir gömlu góðu réttirnir
og frábærar nýjungar
Komdu til okkar,
taktu með eða borðaðu
á staðnum