Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 23
fasteignir
7. APRÍL 2008
Fasteignasalan Ás hefur til sölu 2-4 herbergja
íbúðir í nýju lyftuhúsi á fjórum hæðum í Hafn-
arfirði.
Í húsinu eru 19 2-4 herbergja íbúðir og þrír bíl-skúrar. Húsið er sérlega vel staðsett og er fallegt útsýni úr flestöllum íbúðunum.
Íbúðirnar eru vandaðar sem sést best á því að
allar afhendast þær fullbúnar án gólfefna nema á
baðherbergi og þvottahúsi verða flísar. Gólfhiti er í
öllum íbúðum. Sérstaklega góð hljóðeinangrun er á
milli hæða og allar innréttingar ná upp í loft og eru
vandaðar, frá AXIS. Í eldhúsi eru granítborðplöt-
ur og vönduð tæki frá Húsasmiðjunni, meðal annars
span suðuhelluborð og fleira. Myndavéladyrasími og
sérinngangur í sumar íbúðirnar. Suðursvalir á flest-
um íbúðum og fallegt útsýni og hraunlóð.
Íbúðirnar skiptast í forstofu, þvottahús, baðher-
bergi, svefnherbergi, eldhús, stofu og borðstofu og
fylgir sérgeymsla í sameign. Húsið afhendist fullfrá-
gengið að utan, lóð tyrfð, stéttir hellulagðar og bíla-
stæðin malbikuð.
Afhending er áætluð í maí og júní 2008. Verktaki
er tilbúinn að lána allt að 90% strax á eftir Íbúðalána-
sjóði.
Verð frá 18,9 milljónum og verð á bílskúrum er
3,5-4 milljónir.
Gólfhiti og granítplötur í
nýju húsi í Hafnarfirði
Kvistavellir 44 er lyftuhús á fjórum hæðum.
Brúarlán Netbankans er þægileg leið til að brúa bilið frá kaupum
á nýrri íbúð til sölu á þeirri gömlu. Farðu á www.nb.is og kynntu
þér málið eða fáðu nánari upplýsingar í síma 550 1800.