Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 34

Fréttablaðið - 07.04.2008, Side 34
 7. APRÍL 2008 MÁNUDAGUR12 ● fréttablaðið ● híbýli - baðherbergi Eitt af grundvallaratriðum hvers baðherbergis er góð handlaug. Notagildið má lesa úr nafninu en útlitið og hönn- unin getur verið margs konar og ræður þar bæði efnahagur og smekkur. Úrval af baðherbergisvöskum er mikið á markaðinum. Augljóslega eru postulínsvaskar sem standa ofan á innréttingunni geysivin- sælir enn. Þeir eru ýmist kringl- óttir eða kantaðir og stærðin er allt frá því að slaga í lengd bað- kars niður í nettar og grunnar skálar. Vaska föt úr gleri þykja líka flott, svo og krómuð ker. Margt fleira er í boði því efnis- val og litaframboð er fjölbreytt. Hvítt hefur tvímælalaust vinn- inginn að sögn sölumanna, en þó er fólk aðeins að sleppa hendinni af hvítu og svörtu og tileinka sér mýkri liti. Vaskar úr gerviefni sem nefnist cortop með áfastri plötu í kring eru til dæmis á mark- aðinum. Þeir eru bæði til hvítir og litaðir, ýmist mattir eða pússaðir, með grjótmylsnu í eða án. Það er gaman að grúska í heimasíðum á netinu og rúnta á milli verslana með hreinlætistæki og hitta þar á draumahandlaugina. -gun Handlaugar á heimilið Hér er handlaugin felld niður í skápinn og plata í kring eykur á þrifnaðinn. Þessi fæst í Egginu. Kantaður postulínsvaskur frá Ido Sem frá Finnlandi. Fáanlegur í Egginu á Smáratorgi. Hægt er að kaupa viðarstatíf fyrir glas og tannbursta og koma fyrir á vask- brúninni. Þessi fæst í Vatnsvirkjanum í Ármúla. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sanindusa-handlaug sem fæst í Vatns- virkjanum í krómuðu rauðu, svörtu og hvítu. Margs konar litir og lögun er á vösknuum í Egginu á Smáratorgi. Öll fjölskyldan getur burstað í sér tennurnar saman við þennan vask sem hægt er að fá í Bykó.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.