Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 55

Fréttablaðið - 07.04.2008, Page 55
MÁNUDAGUR 7. apríl 2008 27 Áfram Ísland! er önnur plata Morð- ingjanna, en sú fyrsta, hin bráð skemmtilega Í götunni minni kom út fyrir tveimur árum. Á henni voru tólf stutt og hröð pönklög, en á nýju plötunni eru lögin orðin heldur lengri og tónlistin orðin fjölbreytt- ari þó að þetta sé allt saman hrátt rokk ennþá. Það eru 14 lög á Áfram Ísland! og það er óhætt að segja að áhrifin komi víða að. Á stöku stað eru fyrir- myndirnar augljósar, t.d. minnir lagið Eiturlyfjafíklar mjög á Fræbbblana og byrjunin á Er þetta ekki að verða komið gott? er tilvís- un í Holiday in Cambodia með Dead Kennedys. Sú sveit er reyndar greinilega mikill áhrifavaldur hjá Morðingjunum. Mér finnst þeir líka vera undir miklum áhrifum frá Dr. Gunna. Söngur Hauks minnir oft á Gunna og sumar lagasmíðarnar eru líka Gunnalegar, t.d. Ekki í dag. Auk þess er eitt tökulag á plötunni, lagið Bölvun fylgi þeim sem var upphaf- lega með vinnuskólapönkhljóm- sveitinni F-8 sem Gunni var með- limur í. Textar Morðingjanna eru margir skemmtilegir. Umfjöllunarefnin eru tekin úr hversdagslífinu, en húmorinn er ríkjandi í úrvinnslunni hvort sem það er verið að syngja um skemmtanalífið, eiturlyfjaheim- inn eða Airwaves. Textinn við lagið Airwaves er kostuleg upptalning á hljómsveitum sem spiluðu á hátíð- inni í fyrra: „Drekka bjór með Worm is Green/Reykja sígó með Singa- pore Sling/Far’í partí með Amiina/ og kyssa Bloodgroup stelpuna“... Það er kannski ekki hægt að segja að tónlist Morðingjanna marki djúp spor í tónlistarsöguna. Þetta hljóm- ar allt of kunnuglega til þess. Hins vegar hefur þeim Atla, Hauki og Helga tekist að búa til skemmtilega rokkplötu sem gaman er að blasta á hæsta styrk og það er ekki lítils virði. Trausti Júlíusson Melódískt pönk TÓNLIST Áfram Ísland! Morðingjarnir ★★★ Hrátt pönk með húmorískum textum. Mörg laganna eru melódísk og grípandi og fjölbreytnin hefur aukist mikið frá fyrri plötunni. Gaman. Ópera um líf Önnu Nicole Smith er nú á teikniborðinu. Það er Richard Thomas sem sér um textasmíði og segir hann líf Play- boy-fyrirsætunnar afar „óperulegt“ og „stórbrotið“. Óperan mun fjalla um lífshlaup fyrirsætunnar, en sleppa því fjölmiðlafári sem tók við eftir dauða hennar, þegar stórskrýtið faðernismál vegna hinnar nýfæddu Dannielynn tröll- reið öllu svo vikum skipti. „Fyrir mér lýkur þessu með henni,“ segir Thomas. Rapparinn Snoop Dogg er ekki einn þeirra sem styðja Barack Obama. Femalefirst vitnar í rappar- ann þar sem hann heldur því fram að Obama hafi fengið fjárstuðning frá hinum alræmdu Ku Klux Klan- samtökum. „Fjölmiðlar segja fólki það ekki. Þeir vilja ekki að fólk viti það,“ segir rapparinn. „Við vitum öll að forsetar ljúga til að komast í embætti. Það er vinnan þeirra,“ segir Snoop, sem telur þó að Obama muni fara með sigur af hólmi. Af fleiri röppurum. 50 Cent stendur aftur í málaferlum við barns- móður sína, Saniqua Tomkins. Fyrr á árinu snerust átök þeirra um meðlag með syni þeirra, Marquise, en nú segir Tomkins rapparann hafa brotið loforð um að kaupa handa þeim mæðginum hús. 50 Cent vann síðustu málaferli, þar sem úrskurðað var að hann þyrfti eingöngu að greiða Tomkins andvirði hálfrar milljónar íslenskra króna á mánuði hverjum. Vinna við gerð nýrrar plötu með Lindsay Lohan virðist ganga hægt fyrir sig. Samkvæmt Perezhilton. com er Lohan þung í taumi og hefur tvívegis aflýst fundi með stjörnuupptökustjóranum Timba- land, sem útgefendur plötunnar vildu fá til að vinna með Lohan. Áætlað var að platan myndi koma út um mitt þetta ár, en allt útlit er fyrir að það frestist. Síðasta plata hennar, A Little More Person- al (Raw), kom út í desember 2005 og hlaut dræmar viðtökur. FRÉTTIR AF FÓLKI Félagar í góðverkasamtökunum Betri bær máluðu yfir veggjakrot í miðbænum á dögunum við mikinn fögnuð verslunareigenda og almennings. Ungu mennirnir sem skipa hópinn vilja ekki koma fram undir nafni en féllust á viðtal. „Við vorum ekki nema þrír sem gerðum þetta,“ segir talsmaður hópsins. „Allt verkið tók ekki nema tæpa tvo klukkutíma frá Snorra- braut og niður að Lækjargötu. Sums staðar fórum við meira að segja tvær umferðir hjá heppnum húsnæðiseigendum. Það var ótrú- lega lítið mál og fljótlegt að mála yfir þetta. Að vísu er kannski hægt að kenna myrkrinu um hve víða eru gloppur. En þær verða hugsan- lega lagaðar í næstu umferð.“ Er búið að „tagga“ á veggina aftur? „Eftir því sem ég best veit hefur það ekki verið gert. Sem þýðir jú ein vika af fallegri miðbæ fyrir vikið.“ Hvernig væri hægt að refsa þess- um krotandi krökkum til að stoppa þá af í eitt skipti fyrir öll? „Það er svo sem ekki okkar að ákveða. En okkur finnst sjálfsagt að þeir krakkaormar sem næst í skottið á fái að laga eftir sig skemmdirnar.“ Af hverju viljið þið ekki koma fram undir nafni? „Við vissum að aðgerðirnar myndu vekja mikla athygli, og við vildum frekar að sú athygli beind- ist að málstaðnum en okkur sjálf- um.“ Eruð þið í sérstökum ofurhetju- búningum þegar þið látið til skara skríða? „Eins og myndirnar sýna voru búningarnir ekki tilbúnir, en verið er að sauma á okkur búninga ekki ósvipaða búningi íþróttaálfsins. Með tækjabelti fyrir málningar- bursta að sjálfsögðu. Einnig erum við að vinna að því að setja máln- ingarburstamerki á friðarsúluna svo að hægt sé að kalla okkur út.“ Er von á að samtökin láti til sín taka aftur? „Það er von á því, en hvenær veit enginn. Nema náttúrlega við.“ - glh Ofurhetjubúningar saumaðir á Góðverkasamtökin Betri bæ LAPPAÐ UPP Á ÓGEÐSLEGAN MIÐBÆ Liðsmenn Góðverkasamtakanna að verki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.