Fréttablaðið - 07.04.2008, Síða 58

Fréttablaðið - 07.04.2008, Síða 58
30 7. apríl 2008 MÁNUDAGUR                                                  Enska úrvalsdeildin: EVERTON - DERBY COUNTY 1-0 1-0 Leon Osman (56.). MIDDLESBROUGH - MAN. UNITED 2-2 0-1 Cristiano Ronaldo (10.), 1-1 Alfonso Alves (35.), 2-1 A. Alves (56.), 2-2 Wayne Rooney (74.) STAÐA EFSTU LIÐA: Man. United 33 24 5 4 70-17 77 Chelsea 33 22 8 3 58-23 74 Arsenal 33 20 11 2 63-27 71 Liverpool 33 17 12 4 57-25 63 Everton 33 18 6 9 49-27 60 Portsmouth 32 15 8 9 46-33 53 Enski bikarinn: Cardiff-Barnsley 1-0 1-0 Joe Ledley (9.) Meistaradeildin í handb.: Ciudad Real-Hamburg 34-27 (18-14) Ólafur Stefánsson skoraði 9/6 mörk fyrir Ciudad í leiknum. Kiel-Barcelona 41-31 (20-15) ÚRSLIT FORMÚLA 1 Fjörið hélt áfram í For- múlunni í gær þegar Felipe Massa vann kappaksturinn í Barein. Þar með hefur mismunandi ökumaður unnið hvert mót og tímabilið stefn- ir í að verða opið og skemmtilegt. Það voru liðsmenn Ferrari sem opnuðu flestar kampavínsflöskur enda varð Kimi Raikkonen annar og hann er því kominn á topp stiga- lista ökumanna en Lewis Hamil ton varð að sætta sig við 13. sætið í gær. Hann lenti í árekstri við sinn gamla liðsfélaga, Fernando Alonso, og það atvik mun eflaust ekki bæta kalt samband á milli þeirra. Pólverjinn Robert Kubica varð þriðji og félagi hans hjá BMW, Nick Heidfeld, fjórði. Kovalainen á McLaren kom fimmti í mark og Toyota-ökumaðurinn Jarno Trulli varð sjötti. „Síðustu tvær vikur hafa ekki verið auðveldar en svona er lífið stundum,“ sagði Massa eftir kapp- aksturinn en hann var gagnrýndur harðlega fyrir að missa stjórn á bíl sínum í Malasíu. „Þetta var hvorki í fyrsta né síð- asta skiptið sem maður lendir í gagnrýni. Ég átti tvo vonda daga í fyrri keppnunum tveimur en ég vissi alltaf að við værum með hraðskreiðan bíl. Ég elska þessa braut hér enda annar sigur minn hér í röð,“ sagði Massa. - hbg Felipe Massa vann kappaksturinn í Barein: Dagur Ferrari-liðsins KÁTUR Felipe Massa kann vel við sig í Barein og hann fagnaði grimmt eftir sigurinn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Fyrri leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildar- innar fóru fram í gær. Ciudad Real lagði þýska liðið Hamburg, 34-27, á Spáni og Kiel flengdi Barcelona í Þýskalandi, 41-31. Ólafur Stefánsson og félagar áttu í miklum vandræðum með að hrista Hamburg af sér allan leikinn og ljóst að það verður barátta að verja sjö marka forskotið. Ólafur spilaði mjög vel í leiknum og var öryggið uppmál- að á vítalínunni. Leikur Kiel og Barcelona var hreint út sagt stórkostleg skemmtun. 72 mörk á 60 mínútum segja sína sögu. Kiel náði mest 13 marka forystu en mörkin 10 ættu að duga liðinu í úrslitin. - hbg Meistaradeildin í handbolta: Sigrar hjá Kiel og Ciudad Real ÓLAFUR STEFÁNSSON Spilaði vel gegn Hamburg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Það verða Cardiff og Portsmouth sem mætast í úrslitum ensku bikarkeppninnar 17. maí næstkomandi. Það varð ljóst í gær þegar Cardiff lagði Barnsley í seinni undan úrslita- leiknum á Wembley. Joe Ledley skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu með glæsilegu skoti í teignum. „Þetta eru stórkostleg tíðindi fyrir Cardiff. Þetta er búið að vera frábært tímabil og við munum mæta fullir sjálfstrausts í úrslitaleikinn sem við ætlum að vinna,“ sagði Ledley eftir leikinn. „Ég tel að við höfum átt skilið að vinna. Við vörðumst vel og vorum þéttir fyrir. Hvað varðar markið þá var þetta erfiður bolti að taka en ég lét vaða og heppnin var með mér í þetta skiptið,“ sagði Ledley. Niðurstaðan hlýtur að vera grátleg fyrir Barnsley sem var búið að ryðja bæði Chelsea og Liverpool úr vegi sínum á leið í undanúrslitin. „Við fengum 80 mínútur til þess að koma okkur aftur inn í leikinn en það átti greinilega ekki að gerast. Við erum engu að síður gríðarlega stoltir af árangri okkar í þessari keppni,“ sagði Simon Davey, stjóri Barnsley, eftir leikinn í gær. - hbg Enski bikarinn: Cardiff lagði Barnsley TILFINNINGAR Það féllu gleði- og sorg- artár eftir leikinn í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Spennan heldur áfram að magnast á toppi ensku úrvals- deildarinnar en forysta Man. Utd. er þrjú stig eftir leiki helgarinnar. United sótti Middlesbrough heim á Riverside í gær og varð að sætta sig við jafntefli, 2-2, í skrautlegum leik. Cristiano Ronaldo kom United yfir snemma í leiknum en Boro neitaði að gefast upp og Afonso Alves skoraði í tvígang. Wayne Rooney jafnaði fyrir United. Loka- mínútur leiksins voru æsilegar þar sem United pressaði stíft og Boro náði stórhættulegum skyndi- sóknum. Inn vildi boltinn ekki og því sættust liðin á skiptan hlut. „Við hefðum vissulega getað tapað þessum leik. Boro fékk færi og varnarleikurinn hjá okkur var mjög tæpur á köflum. Á móti hefð- um við vel getað unnið leikinn líka því við spiluðum stórkostlegan fótbolta á stundum. Við litum vel út í stöðunni 1-0 og Rooney var óheppinn að vera dæmdur rang- stæður þegar hann var það klár- lega ekki,“ sagði Sir Alex Fergu- son, stjóri Man. Utd. „Þeir fóru í 4-4-2, komust yfir og í kjölfarið var boðið upp á stór- kostlegan knattspyrnuleik. Bæði lið sóttu af krafti og eiga mikið hrós skilið fyrir að spila þetta góðan fótbolta á þessum árstíma. Þetta var hreint út sagt stórkost- legur knattspyrnuleikur á að horfa. Þó svo að forystan hafi minnkað leggjum við ekkert árar í bát. Þetta lið hefur sýnt sterkan karakter á erfiðum stundum. Við sendum stanslaust út skýr skila- boð þess efnis að við berjumst í hverja einustu mínútu af hverjum leik. Hver veit nema þetta stig skipti öllu máli þegar upp er stað- ið.“ Man. Utd. varð fyrir miklu áfalli þegar Rio Ferdinand haltraði af velli. Óvíst er hvort hann geti leik- ið gegn Roma í vikunni en eins og menn muna meiddist Nemanja Vidic í fyrri leiknum og því um gríðarlegt áfall að ræða fyrir Unit- ed. Ekki síst í ljósi þess að um næstu helgi mætir liðið Arsenal og svo bíður Chelsea 26. apríl. „Vonandi eru meiðsli Rios ekki alvarleg en hann var haltrandi of lengi inni á vellinum. Það var hættulegur leikur af okkar hálfu,“ sagði Ferguson. Gerard Pique leysti Rio af hólmi og stóð sig vel. „Strákurinn stóð sig hreint frá- bærlega og hjálpaði okkur mikið,“ sagði Ferguson. henry@frettabladid.is Chelsea nálgast United Forysta Man. Utd. á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er aðeins þrjú stig eftir að United varð að sætta sig við jafntefli, 2-2, á útivelli gegn Middlesbrough. United missti Rio Ferdinand meiddan af velli og óvissa er um þátttöku hans gegn Roma. ÖSKRAÐ Stjórarnir Ferguson og South- gate tóku vel á því á hliðarlínunni og skiptust einnig á skotum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HART BARIST Aðstæður á Riverside voru skrautlegar en það hindraði liðin ekki í því að spila frábæran fótbolta. Wayne Rooney sést hér í loftköstum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES NBA Ótrúlegt gengi Boston Celtics hélt áfram um helgina þegar liðið pakkaði Charlotte Bobcats saman, 101-78, og það án stórstjarna sinna. Um leið tryggði Boston sér heimavallarrétt út úrslitakeppn- ina. Viðsnúningur Boston á milli tímabila er lyginni líkastur og sá mesti í sögu NBA-deildarinnar. Árangur Boston í vetur er núna 61-15 en Celtics lauk tímabilinu 24-58 í fyrra. Liðið er því nú þegar búið að vinna 37 fleiri leiki á þess- ari leiktíð. Metið í mesta viðsnúningi á milli tímabila var í eigu Spurs sem fór úr 20-62 í 56-26 leiktíðina 1997-98. Það var árið sem Tim Duncan kom til liðsins úr háskólavalinu. - hbg NBA-deildin: Boston tryggði heimavallarrétt BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson urðu Íslands- meistarar í gær eftir snarpa úrslitaleiki í TBR-húsunum. Ragna var að vinna sinn sjötta Íslands- meistaratitil en Helgi sinn þriðja. Ragna lagði Söru Jónsdóttur í tveimur lotum í úrslitunum. Fyrri lotuna vann Ragna örugglega, 21- 12, en Sara veitti Rögnu harða keppni í annarri lotunni sem end- aði með sigri Rögnu, 22-20. Ragna því meistari sjötta árið í röð. Það var meiri spenna í úrslita- rimmunni hjá körlunum þar sem Helgi Jóhannesson lagði Magnús Inga Helgason. Helgi vann fyrstu lotuna, 21-19, en Magnús Ingi jafn- aði metin í annarri lotu með örugg- um sigri, 21-13. Oddalotan var spennandi en þar hafði Helgi betur, 21-18. Helgi og Magnús Ingi urðu síðan meistarar í tvíliðaleik þar sem þeir unnu gömlu brýnin Brodda Kristjánsson og Þorstein Pál Hængsson. Ragna og Katrín Atla- dóttir unnu tvíliðaleik kvenna þar sem þær mættu Söru Jónsdóttur og Tinnu Helgadóttur. - hbg Íslandsmeistaramótið í badminton: Ragna og Helgi urðu tvöfaldir meistarar ÓVENJULEGUR SIGURKOSS Ragna fagnaði sigrinum í gær á óvenjulegan hátt er hún smellti kossi á hnéð sem hefur angrað hana svo lengi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.