Tíminn - 11.10.1981, Page 2
liós vikunnar
Um þetta leyti reiknast okkur
til aö um þa& bil eitt ár sé liöið
frá þvi geröar voru þær breyt-
ingar hjá Visi að upp var tekin
„Mannli'fs-opnan”. Hefur þessi
opna séö okkur lesurum Visis
fyrir guödómlegri skemmtan
þetta ár og i tilefni afmælisins
getum viö ekki látið hjá liða aö
veita umsjónarmanni opnunn-
ar ofurlitla viðurkenningu.
Raunar hefur þaö dregist alltof
lengi.
Þaö er Sveinn Guöjónsson,
blaöamaöur, sem af ótrúlegri
og aödáunarverðri þrautseigju
hefur haldiö opnunni úti i 365
daga og hefur nú annaö starfs-
ár með engu minni brávúr en
einkennt hefur hið fyrra. Svo
dæmi séu tekin: NU uppá sið-
kastiö hefur Sveinn frætt okkur
um — „hneyksli i Mónakó”,
„skapvonsku Barböru Strei-
sand”, „vantraust Jacqueline
Bisset á karlmönnum”, ,,ráð-
ríki Elfsabetar Englands-
drottningar” „óhófsliferni
þekktra leikara i Hollywood”,
„skoöanir Julie Christie á
hjónabandinu”, „athafnir
Brooke Shields i Stúdió 54”,
„málverkin hennar Jackie
Bouvier-Kennedy-Onassis”,
„eftirsjá Dean Martins”, „kór-
anlesturMúhameðs Ali”og svo
ótal ótal margt fleira. Viö höf-
um fengiö að fylgjast reglulega
meö ástamálum þekktra leik-
ara, stjórnmálamanna og ann-
arra „persónuleika” i' útlönd-
um, við vitum jafnan löngu fyr-
irfram hvaö er aö gerast i sjón-
varpsþáttunum „Dallas” og
viöhöfum fylgst af athygli meö
giftingarvandræöum Karólinu
af Mónakó. Við erum, i stuttu
máli sagt: Vel upplýstum gang
mála í Utlöndum.
bó svo okkur gruni að oft hafi
Sveinn Guöjónsson fariö heim
til sin á kvöldin meö snert af
magapinu, og jafnvel höfuö-
verk, eftir óhóflegan lestur
hinna traustu heimildarrita
sinna, þá hefur hann aldrei lát-
iö deigan siga, heldur haldið
áfram af, eins og áöur sagöi,
aödáunarveröri þrautseigju.
„Mannli'fs-opna” Visis hefur
veriö okkur ómetanlegt vegar-
nestiiskammdeginu, jafnt sem
sólarhita, og fyrir starf sitt
veröskuldar Sveinn Guöjónsson
mun rikulegri viöurkenningu
en eitt stykki Antik-kerti frá
Hreini hf. Viö eigum bara ekki
annaö aflögu og þvi' bjóöum viö
Sveini að ganga hér yfir Siöu-
múlann og taka við kerti sinu,
frá einlægum aödáendum
þrjósku hans og staöfestu.
— Ég er húsbóndi á
mínu eigin heimili —
þ.e.a.s. þegar mamma
þin er ekki hérna.
„ÓSÁTTUR VIÐ
FLESTAR GREINAR”
— segir Þorgeir Þorgeirsson, sem sagt hefur sig úr
Rithöfundasambandinu vegna samningsins um þýðingar
■ Þorgeir Þorgeirsson — Von er á bók frá honum á næsta ári.
Fyrir fáum vikum sögðum við
hér i Helgar-Timanum frá nýjum
samningi sem gerður hafði verið
milli bókaútgefenda og Rithöf-
undasambands Islands, fyrir
hönd þýðenda sem i sambandinu
eru. Var slikur samningur ný-
mæli og þótti flestum sem við var
rætt samningur þessi allgóður.
En nú höfum viö frétt að Þor-
geir Þorgeirsson, rithöfundur og
mikilvirkur þýðandi, hafi þótt
þessi samningur svo vondur að
hann hafi sagt sig úr Rithöfunda-
sambandi vegna hans.
Við slógum á þráð til Þorgeirs
og spurðum hvað hefði verið helst
athugavert við samninginn, að
hans dómi.
„Ja”, sagði Þorgeir, „það var
nú sitthvað i flestum greinum
sem ég gat ekki sætt mig við. Þú
ættir að lesa samninginn vand-
lega yfir og athuga svo hvort þú
myndir skrifa undir hann. Það
voru margir hrifnir af þessum
samningi en ég held að flestir
þeirra hafi alls ekki kynnt sér
hann nógu gaumgæfilega.”
— Geturðu nefnt mér eins og
eina grein sem þú ert mjög ósátt-
ur við'?
„Mérfinnst i ákveðnum hlutum
þessa samnings felast niðurlæg-
ing fyrir þýðendur. Hann gefur i
skyn að þýðendur kunni ekki sitt
verk. Einhvers staðar er ákvæði
sem segir að sé útgefandi ekki
ánægður með stil þýðingar, hefur
hann rétt til að ráða sér mann til
að fara yfir hana og leiðrétta
hana. Þannig réttlætir samning-
urinn að útgefendur rengi störf
þýðandans. Það er hrein og bein
niðurlæging.”
— Svo þú gast ekki hugsað þér
að skrifa undir þennan samning?
„Ef ég hefði skrifað undir þenn-
an samning þá hefði ég hætt að
þýða. Ef maður tekur þessari nið-
urlægingu, þá hefur maður ekki
það álit á sjálfum sér að maður
geti yfir höfuð þýtt.”
Gerður fyrir hönd þeirra
sem ekki geta þýtt
— En hvað með launaþáttinn i
samningnum?
„Ja, hann er i sjálfu sér ekkert
slæmur, miðað við að þessi samn-
ingur er gerður fyrir hönd þeirra
sem ekki geta þýtt, þá eru þetta
mjög góð laun. Mér fyndist raun-
ar að sá sem þýðir undir þessum
skilmálum, hann ætti ekki að fá
krónu fyrir verkið, þvi honum er
sýnilega ekki treystandi til að
þýða.”
Þorgeir er eins og áður sagði
mjög mikilvirkur þýðandi, hann
hefur þýtt bækur eftir fjölmarga
höfunda úr fjölmörgum tungu-
málum, þó kunnastar séu þýðing-
ar hans á verkum Færeyingsins
William Heinesen. Ég spurði Þor-
geir hvort hann ynni að einhverri
þýðingu um þessar mundir.
„Já, það kemur einn Heinesen
út nú á næstunni. Bókin heitir
Kvennagullið i grútarbræðslunni,
og er safn smásagna sem komu út
á dönsku kringum 1970.”
— En hvað með frumsamin
skáldverk? Ertu með bók i smið-
um?
„Já, þaö stendur til að skili
einni sögu i kringum áramótin.
Þvi var ég búin að lofa Iðunni fyr-
ir mörgum árum en hef alltaf
svikið jafn óðum. Nú ætla ég að
reyna að koma þessu frá mér.”
— Þú vilt kannski ekki segja
mér hvers konar bók þetta er?
„Ég veit minna og minna um
það sjálfur. Ég er búinn að vera
alltof lengi að þessu.
Sagði Þorgeir Þorgeirsson.—-ij.
heimsmeistaraeinvígið í skák
bidstaðan í 4. skák
Korchnoi
Hvitur: Karpov
Svartur: Korchnoi.
41. ... d3
42. Dd6+ — Df7
43. Re7 — He8
44. Kg2 — He 8
45. Hh!+ — Rh4 +
46. gxRh4 — DxRe7
.47. Dxf5-|--Kg7
48. hxg5 — Db7 +
49. f3 — He2
50. Kfl — Kg8
51. Dxd3 — He6
52. Dd8+ — Kg7
53. Dd4H---Korchnoi gafst upp
Karpov
önnur eins byrjun i heims-
meistaraeinvigi er áreiðanlega
fátið — 3:0 eftir aðeins fjórar
skákir.
Það er álit sérfræðinga að nú
þegar séu allir möguleikar
Korchnois, þeir litlu sem hann
hafði, fyrir bi. Hann hafi enga
möguleika á að vinna upp þriggja
vinninga forskot Karpovs, sér i
lagi vegna þess að heimsmeistar-
inn hefur ekki sýnt annað en mjög
trausta taflmennsku. Hann hefur
unnið skákirnar þrjár
fyrirhafnarlitið, ef til vill fryst og
fremst vegna mistaka Korchnois,
en hann er þó sýnilega mjög
öruggur. Er Karpov er i þvi skap-
inu er varla veikan punkt á hon-
um að finna.
Fjórða skákin fór i bið er hvit-
ur, Karpov, hafði leikið 41. leik
sinum.Korchnoilék biðleik. Stað-
an var þá þessi:
(Stöðumynd)
Þaö sem eftir er af skákinni
skýrir sig að mestu sjálft.
Korchnoi berst örvæntingarfullri
en vonlausri baráttu fyrir jafn-
tefli.
3-0
fyrir
Karpov!
Viktor Korchnoi gaf fjórðu ein-
vigisskák sina gegn Anatóli
Karpov þegar leiknir höfðu verið
53 leikir. Svo virðist sem Karpov
ætli að vinna ótrúlega auðveldan
sigur I þessu einvigi og halda
heimsmeistaratitlinum án nokk-
urrar fyrirhafnar. Raunar spyrja
menn sig nú frekar hvenær
Korchnoi muni hætta tafl-
mennsku i einviginu en þvi hvor
fari meö sigur af hólmi.
Aður en einvigið hófst voru
flestir sem vit hafa á, sammála
að Korchnoi ætti harla litla mögu-
leika á að sigra heimsmeistar-
ann, mun minni en fyrir þremur
árum þegar þeir tefldu siðast um
heimsmeistaratitilinn. Kom þar
hvorttveggja til að Karpov hefur,
ef nokkuð er, eflst enn að styrk-
leika á þessum þremur árum sem
liðin eru, og eins hitt að Korchnoi
er nú orðinn fimmtugur — sem er
i hæsta lagi fyrir skákmann i
sterkasta flokki — og hann hefur
greinilegafariðheldur niðurá við
upp á siðkastið.
Reyndar hagaði Korchnoi sér
mjög undarlega siðustu mánuð-
ma fyrir envigið. Þegar svo mikið
er I húfi sem heimsmeistaratitill-
inn þykir ekki annað sæma en að
menn undirbúi sig af bestu getu
og taki helst nokkra mánuði i
heimarannsóknir og stúderingar,
ásamt aðstoðarmönnum sinum,
en Korchnoi taldi ekki ástæðu til
að verja nema einum mánuði til
þessa. Hann hafði það áður teflt
gifurlega mikið, staðið sig mjög
vel á þremur mótum i upphafi
ársins, en siðan fyrir neðan allar
hellur i öðrum þremur er leið á
árið. Töldu sumir til afsökunar að
hann væri að fela, uppi erminni,
einhver mergjuð leynivopn sem
beita ætti gegn Karpov. Byrjun
hans i þessu einvígi hefur sýnt að
Korchnoi á engin leynivopn. 1
rauninni verður ekki séð að hann
eigi yfirleitt nokkur vopn.
Möguleikar Korchnois
fyrir bí
Karpov tók þrjá mánuði til að
■rannsaka veikleika andstæðings-
ins og svo sannarlega hefur hon-
um tekist að finna þá.