Tíminn - 11.10.1981, Side 10
10
Sunnudagur 11. október 1981
SÆTIR
STRÁKAR
— kafli úr nýrri skáld-
sögu eftir Magneu J.
Matthíasdóttur
■ Hús Skáldsins er litib, varla nægilegt
olnbogarúm þar fyrir þau fjögur, Skáldiö,
konu hans og börnin tvö. En SkáldiB er veí
gift. Kona hans er verklagin, dugleg, út-
sjónarsöm og gædd rikulegri skipulags-
gáfu. Hún hefur komiö öllu svo haganlega
fyrir á heimilinu sem veröa má, viöar-
klæddi i hólf og gólf, afsýröi húsgögn, lakk-
aöi önnur i skærum litum, saumaöi glugga,-
tjöld úr óbleiktu lérefti meö blúndu-
kanti og milliverki, smiöaöi furuhillur
undir bækur, plötur og skrautmuni, bætti
viö þær, þegar litasjónvarp hélt innreiö
sina á heimiliö, hengdi upp myndir af
fádæma smekkvisi, klæddi aflóga
gjafasófasett snoturlega mynstruöum
striga, lagöi teppi upp á hæöina, vegg-
fóöraði svefnherbergin tvö björtum blóma-
myndum, lakkaöi baöherbergiö, heklaöi
eldhúsgardinur og fyrir gluggann i
útihuröinni, raöaöi pottaplöntum hvarvetna
og lagöi sit yfirleitt alla fram um aö skapa
heimili, sem dönsku vikublööin heföu sleg-
ist um aö fá aö kynna á siöum sinum. Allt
þetta geröi hún i frlstundum frá vinnu og
barnastússi og Skáldiö þurfti hvergi nærri
aö koma, en gat helgaö sig sköpunarstarfi
sinu. En Skáldiö var óánægt. Skáldiö
þreifst ekki — hann skorti mannsæmandi
vinnuaöstööu. Þetta var allt of þröngt,
of litiö, of borgaralegt, of andlaust til
aö hann gæti skrifaö. Hvernig átti hann
aö geta skapaö ódauöleg meistaraverk i
þessu altfordamerneumhverfi? spuröi
hann. Höföu þeir mikla ónafngreindu
meistarar sungiö sinn svanasöng fyrir
framan sjónvarpsskerminn meö bila-
brautir barnanna einsog vafningsviö
uppeftir leggjunum á sér? Skáldiö reifst
en konan hans dó ekki ráöalaus fremur en
fyrri daginn. Hún tjaldaöi fyrir eitt
stofuhorniö, blúndulausum óbleiktum lér-
eftstjöldum i stil viö gluggana.setti skrif-
borö Skáldsins inn fyrir tjöldin, stól og rit-
vélina hans, lampa og stóran pakka af vél-
ritunarpappir, hengdi upp plakat meö
freistingu heilags Antoniusar teymdi
Skáldiö siöastan þangaö inn og sagöi hon-
um aö þegja. Þarna væri fullgóö vinnuaö-
staöa fyrir hann. Og Skáldiö maldaöi ekki
frekar i móinn, nöldraöi rétt þegar hann
var fullur eöa ef honum gekk illa aö semja
en þá hlustaöi heldur enginn á hann.
En nú er stofan öll á öörum endanum.
Stóra málverkiö yfir sófanum er horfiö,
sömuleiöis allar bækur úr hillum og afrisku
trégrfmurnar tvær. Meira aö segja ræktar-
lega gúmmiplantan I gluggahorninu er
horfin. Ég litast agndofa um. Hvaö er eigin-
lega á seyði?
„Hvar eru bækurnar?” spyr ég Skáldið
þegar hann kemur inn eftir aö hafa gert upp
bflinn. „Eruö þið aö flytja?”
„Nei, langt frá þvi”, segir hann Ibygginn.
„Þannig er mál meö vexti, aö ég er búinn
aö fá nóg af aö vera annars flokks borgari á
eigin heimili. Ég er alltaf sniögenginn,
alltaf látinn sitja á hakanum. Hvar á ég aö
vinna? Hvernig á ég aö geta skapaö lista-
verk, þegar ekkert er gert til aö hlú aö
mér? Þaö eru ómanneskjulegar kröfur sem
til min eru gerðar.”
„Þú hefur vinnuherbergi er þaö ekki?”
spyr ég ánalega.
„Virxnuherbergi?” Hann hnussar fyrirlit-
lega. „öllu má nú nafn gefa! Vinnuher-
bergi! Það var þá! Nei én ég er búinn aö
bæta úr þvi. Komdu, ég skal sýna þér þaö.”
Skáldiö leiöir mig bakvið tjaldið fyrir
hinu allra heilagasta, skotinu sinu. Hann er
búinn aö endavenda öllu þar inni. Skrif-
boröiö er komiö framá mitt gólf, afrisku
grimurnar blasa viö þvi og málverkiö
hangir á endaveggnum og nýtur sin engan-
veginn i þrengslunum. Aftan viö stólinn
gnæfa risavaxnar dökkar og fornfálegar
bókahillur, troönar af bókunum úr stofunni.
Gúmmiplantan hirist viö hliö þeirra, lasleg
meö lafandi blöö. Aö venju er skrifboröiö
þakiö pappir og blaö I ritvélinni.
Ég segi þaö sem mér kemur fyrst I hug:
„Ertu ekki hræddur um aö fá skápinn i
hausinn einhvern daginn?”
Skáldiö hlær, djúpum og þekkilegum
hlátri sinum.
, Þaö hefur hvarflaö aö mér”, játar hann.
„En >vernig list þér á? Er þetta ekki allt
annaö lif? Þetta er miklum mun andlegra
umhver'fi, þú getur ekki neitaö þvi. Ég sat
hérna i gær, gjörsamlega fastur i erfiöum
kafla strandaöur, andlega stiflaöur og ekk-
ert gekk. Hvaö er aö? hugsaði ég. Hvers
vegna get ég ekki skrifað? Er ég oröinn
gamall, uppþornaöur, andlega geldur —
eöa er þaö eitthvaö annaö? Og þá rann upp
fyrir mér ljós. Hvernig átti ég lika að geta
skapaö I þvi spartanska umhverfi sem mér
var búiö? Þaö heföi enginn getaö — Hómer
heföi fengiö harölifi, Shakespeare lagst 1 of-
drykkju, Blake skoriö sig á háls. Ég er viö-
kvæm sál, listamaöur, ég þarf hlýju og inn-
blástur. Þaöereitthvaö svona sem vantaði.
Nú er ekkert eftir nema finna þægilegan
stól fyrir blaöamanninn. Sjálfur sit ég auö-
vitaö viö skrifboröiö.”
„Blaöamanninn?” át ég upp eftir honum
og skil nú allt betur. „Varstu aö þessu fyrir
blaöamenn?”
„Nei, alls ekki ”, segir Skáldiö. „Af
hverju helduröu þaö? — Eiginlega var ég
miklu frekar aö þessu fyrir ljósmyndara.
Þú hlýtur aö hafa séö viötölin viö öll stór-
skáld þjóöarinnar, Tómas, Laxness, alla þá
gúbba. Hrúgur af bókum og listmunum upp
um alla veggi þar. Kúltúr, ef svo má segja.
— Hvernig á ég aö geta boðiö hingaö blaöa-
mönnum og ljósmyndurum og ekki haft
kúltúr I kringum mig?Nú er þaö komiö.
Þeir eru velkomnir hvenær sem er — auö-
vitaö eftir aö ég er búinn aö finna hæginda-
stólinn. Ég verö aö skapa mér rétta imynd
útáviö, I augum þjóöarinnar.”
„Nú, ertu aö biöa eftir blaöamönnum?”
spyr ég.
„Ekki I svipinn. En þaö kemur. Ef ekki
fyrr, þá i haust. Mörg viötöl, blööin, viku-
ritin, sjónvarp og útvarp, þaö fer ekki hjá
þvi. Bókin min slær i gegn. Hún verður
meistaraverk — er þaö þegar, þó hún sé enn
I buröarliönum.”
„Hvaö ertu aö skrifa? Ljóöabók?”
„Skáldsögu”, segir Skáldið hreykinn.
„Mina fyrstu. Meistaraverk — hún veröur
gerbylting i islenskri skáldsagnagerö.
Hennar á eftir aö veröa minnst um aldir I
bókmenntasögu þjóöarinnar.”
„Ég efast ekki um þaö”, segi ég og hverf
fram fyrir tjaldiö.
„Þaö eina sem fyllir mig efasemdum”,
segir Skáldiö áhyggjufullur og eltir mig
fram, „er hvernig konunni veröur viö, þeg-
ar hún kemur heim og sér aö ég er búinn aö
breyta.Sjálfsagt veröur hún spólandi vit-
laus — það er meira skapiö sem hún hefur.
Það má ekki hreyfa viö neinu án þess aö
hún sleppi sér. Stundum hvarflar þaö aö
mér, aö hún elski þessa stofu meira en mig.
En ég ætla ekki að gefa mig i þessu efni —
ekki haggast. Ég er nógu lengi búinn að
láta i minni pokann. Alltof lengi. Konan á
aö vera manni slnum undirgefin. Það sagöi
Páll postuli og hann vissi hvaö hann var að
segja. Maöurinn er höfuö konunnar sagöi
hann. Ég las um daginn grein eftir ein-
hverja kellingu i Mogganum, sem benti á
þetta sama — man ekki hvaö hún hét, enda
skiptir þaö engu máli. En hún kryddaði
þetta þvers og kruss meö röksemdum úr
Bibliunni.”
„Ég vissi ekki aö þú værir trúaöur”, segi
ég áhugasöm og sest I sófann. Kannski
Skáldiö fari aö sýna á sér nýja og spennandi
hlið. Ég horfi yfir viöurstyggö eyöilegging-
arinnar, sem blasirglögglega viö sæti minu
og vonast hálft I hvoru eftir eldheitri trúar-
játningu. Vonandi predikar hann samt ekki
of lengi. En Skáldið er ekki á þeim buxun-
um.
„Ég er ekki trúmaöur”, segir hann og
sest hjá mér I sófann, „en þaö breytir samt
ekki þeirri staðreynd aö staöa konunnar er
lóörétt I eldhúsinu og lárétt i svefnherberg-
inu. Komdu aö riöa”. Hann leggur hand-
legginn um axlir minar og reynir aö kyssa
mig á hálsinn.
„Láttu ekki svona”, segi ég. „Þú ert full-
ur.”
„Auðvitað er ég fullur”, segir Skáldið.
„Hvaö get ég veriö annaö? Þetta er sama
gamla sagan um mýsnar og kettina skil-
uröu? Vissiröu aö konan min er ljón? Sjálf-
ur er ég naut. Nautin eru frábærir elskhug-
ar, ertu viss um aö þú viljir ekki riða?
Kannski seinna. Nautin eru menn lifs-
nautnanna. Viltu I glas? Þú þarft. aö slappa
svolitiö af svo getum viö fært okkur upp.
Auövitaö viltu i glas. Hvar er svo glasiö
mitt?” Hann sprettur á fætur og hefur leit.
Skömmu siöar sest hann svo aftur hjá mér,
nú vopnaöur tveim glösum og annaö ætlaö
mér.
„Hvaö er þetta?” spyr ég og þefa af glas-
inu. Þaö leynir sér raunar ekki af lyktinni.
„Viski”, svarar Skáldiö. „Ég drekk ekki
annaö. öll mikilmenni drekka viski —
Hemingway stútaöi minnst tveim flöskum
á dag. Eöa var þaö Churchill?” Hann grip-
ur enn þéttingsfast um axlir minar dregur
mig nær sér og gerir nýja tilraun til aö
kyssa mig. Þaö fer ekki fjarri þvi, aö Tán-
ingurinn hafi haft á réttu aö standa. Viniö
leitar niöur i likama hans. Ég þekki gang
mála héðan — best aö koma honum til að
hugsa um annað.
„Un hvaö ertu aö skrifa núna?” spyr ég
og fitja þar uppá kærasta umræöuefni
Skáldsins ef persóna hans' er undanskilin.
Þaö hrifur.
„Um lifið”, segir hann og réttir sig upp.
Hann sýpur hugsandi á glasinu sinu. „Um
lifiö og ástina.”
Ég er engu nær.
„Einhver nánari lýsing?” spyr ég hik-
andi, þegar hann gerir sig ekki liklegan til
að halda áfram. Venjulega þarf ekki aö ýta
undir frásagnargleöi hans. Hann gæti auð-
vitaö veriö að búa sig undir meiriháttar
fyrirlestur. Likast til best að leyfa honum
sjálfum aö ráöa feröinni.
Enda reynist þaö vera. Eftir drykklanga
stund hefur Skáldiö upp raust sina:
„Hefuröu einhverntima hugleitt þaö, hve
áfengið leiöir mikiö böl yfir mannkyniö?
Hvernig þaö brýtur niöur fólk, lif þess og
heimili, hamingjuna, sálina, aleiguna —
allt sem einhvers er viröi?”
Nei, ekki get ég nú kannast viö slikar
hugleiöingar minar.
„Þaö er ef til vill ekki aö furöa”, segir
Skáldiö vorkunnlátt. „Þorri manna er
bundinn á klafa áfengisbölsins, blindur á
bölvunina sem fylgir þvi. Mig langar til aö
opna augu þessa fólks, sýna þvi hvaö raun-
verulega á sér staö á heimili drykkju-
mannsins.leiöa þaö i allan sannleika um
þær fórnir og þá neyö, sem drykkjunni eru
samfara, opna fyrir mönnum hjörtu og sál-
ir þeirra, sem eiga i daglangri baráttu viö
Bakkus, ýmist beint eöa óbeint. Ég vii fá
fólk til aö afneita vinugjöfunum og vim-
unni”, segir Skáldiö og er mikið niöri fyrir.
Þaö munar ekki um þaö! Er hann aö æfa
sig fyrir blaöamanninn strax? En hann er
auövitaö nýkominn af Freeport. Þaö er
sjálfsgt ekki viö ööru aö búast.
Hann er enganveginn búinn aö ljúka sér
af.
„Ég er aö skrifa um fólk”, segir Skáldiö,
„venjulegt fólk, verkafólk, sem veröur á-
fengisófreskjunni aö bráö. Þau eru ung, full
af björtum vonum, byggja sér heimili og
ala börn. Þá dynur ólániö yfir — hann hefur
alltaf veriö heldur gefinn fyrir flöskuna.það
keyrir um þverbak og hann missir alla
stjórn á drykkjunni, heimilið hrynur i rúst-
ir, hann kemur fullur heim öll kvöld nema
útborgunardaginn, þá kemur hann ekki
fyrr en næsta dag ofurölvi, ber hana og
börnin og brýtur húsgögnin .Égermeðeina
svolitiö góöa senu þar sem hann kyrkir
köttinn. — Þau skilja. Hann er vonlaus
drykkjusjúklingur sem ekkert biöur nema
ræsiö, hún útslitin og taugaveikluð skúring-
arkona og lifir aöeins fyrir börnin, sem hún
reynir að koma til manns við litil efni, þó
sálarlif þeirra sé stórlega skaddaö. Elsti
drengurinn er bliölyndur og tilfinninga-
næmur draumhugi — ég er aö hugsa um að
gera hann aö homma, ég er ekki viss —
hann hefur aldrei borið sitt barr eftir nótt-
ina hræöilegu, þegar faöir hans myrti kött-
inn. Hugurinn stendur til mennta, en móðir
hans getur ekki hjálpaö honum og hann er
tilneyddur að fá sér vinnu viö höfnina innan
um rustamenni sem hæöa hann og niöur-
lægja á allan veg. Eöa finnst þér að ég ætti
frekar að senda hann á togara? Þaö gefur
ef til vill minni möguleika á ástarlifslýsing-
um hans — eöa hvaö finnst þér? Er lifið
ekki miskunnarlausara á togurum?”
Ég er ekki viss.
„Jæja, hvaö um þaö — hin börnin eru
engu betur heppnuö. Einkadóttirin — hún
er næstelsta barniö, þau eru þrjú — hún
slæst i félagsskap meö þjófapakki kornung
— þrettán eöa fjórtán ára, leggst I drykkju-
skap og eiturlyf einsog faöirinn og er
nauögaö á endanum. Hún kemur ólétt heim
til móöur sinnar, lætur sér samt ekki segj-
ast, þó hún beri nú ábyrgð á þessu litla lifi,
sem hún fæddi I heiminn, strýkur aö heim-
an svo aö segja i blóöböndunum og kastar
sér aftur i hringiöuna og sukkiö en lætur