Tíminn - 11.10.1981, Page 21
Sunnudagur 11. október 1981
slw
i» —'*'• -*->- iVvV.vPwffplflP*
íillOiJI
SfT
Iönin og sjálfsaginn ræöur úrslitum
„Snilligáfa eins og Bach haföi
er I ætt viö guðlega hluti. Hún
veitir innsýn inn i heima sem
venjulegir menn geta ekki lokið
upp. Er aö þvl leyti af guðlegum
uppruna.”
t framhaldi af þessu spyr ég
Gunnar hvort hann eigi sér ein-.
hverja lifsspeki?
„Ég á helst þá von heitasta að
geta látið gott af mér leiöa. Ég
hef margt til að vera þakklátur
fyrir. Virðing min gagnvart lifinu
og hjargföst trúá kærleika guðs
eru fastir punktar i minu lifi.”
En hefurðu.þá lagt stund á ein-
hverja ákveöna trúarspeki?
„Ég get ekki sagt það. Ég hef á-
huga á allri heimspeki, austrænni
sem vestrænni, en ég hef aldrei
iðkað hana eftir kerfisbundinni
metóðu, ekki nema þá likamlegt
jóga mér til heilsubótar.”
Að hafa sálina
meðferðis
Hverjir eru mestir sellistar i
dag?
„Þeir eru margir mjög góðir,
þar á meðal ungir menn sem hafa
komið fram á siðustu árum. Af
viðurkenndum meisturum er
hægtaðnefna Rostropovich, Tor-
telier, Navarra, Fornier, og hvaö
hét hann nú aftur Ungverjinn..
Janos Starker. Þessir heyra
frekar eldri kynslóðinni til, en
margir yngri mannanna eru stór-
kostlegir hljóðfæraleikarar.”
Heldurðu að sellistar hafi sér-
staka skapgerð, aðra en t.d. fiðlu-
leikarar.
„Ég er ekki frá þvi að hægt sé
að flokka hljóðfæraleikara niður i
týpur, manngerðir, eftir þvi hvaö
þeir spila á. Ég held að ég gæti
t.d. þekkt söngvara á færi, séö á
manni hvorthann er söngvari eða
ekki. Þaö er erfiðara með hljóð-
færin, en þó er ég ekki frá þvi að
vissir hlutir skini I gegn.”
Nú eru margir góðir tónlistar-
menn ásakaðir um að spila af
mikilli tæknilegri fullkomnun en
litilli innlifun — hinir svokölluðu
virtúósar. Er þetta vandamál til
staðar?
„Ég játa að ég hef mikið velt
þessu fyrir mér. Ég hef oftsinnis
heyrt heimsfræg nöfn spila, hina
svokölluðu virtúósa, gera verkun-
um fullkomin tæknileg skil án
þess aö það komi við hjartaö á
mér. Ég er ekki frá þvi að vand-
inn liggi i þvi að heimurinn er
orðinn minni, samgöngurnar
örari. Þessir frægu spilarar þjóta
úr einu heimshorni i annað, i stað
þess að vera kannski vikur á leið
yfir heimshöfin eins og áður var,
og það er alvanalegt að þeir haldi
upp undir 200 hljómleika á ári.
Hér er hætta á að þeir hafi ekki
tima til að lifa, heldur einangrist i
þessu starfi, missi sambandið við
lifiö fyrir utan. Þá fara þeir eöli-
lega að spila hluti sem manni
koma ekki við, höföa ekki til
hjartans, kannski til heilans, en
alls ekki til manneskjunnar i
manni. Þaö eru til menn i dag
er þessi hætta ljós, t.d.
Swatoslav Richter, sem aldrei
heldur meira en 40 hljómleika á
ári og feröastmeð skipum og lest-
um I stað flugvéla. Það má segja
að hann hafi sálina meðferðis.
Þetta minnir mig á sögu sem ég
heyrði einhverju sinni um trú-
boða eða landkönnuð i Afriku sem
lagði upp i gegnum frumskóginn.
Eftir nokkurn tima settust
burðarkarlarnir niður og neituðu
að fara lengra. Landkönnuðurinn,
gott ef þaö var ekki Stanley
sjálfur, spuröi túlkinn hverju
sætti. Hann sagði að þeir væru að
biða eftir þvi að sálin næði þeim.
Þetta er vandamál sem að vissu
leyti á við alla okkur vesturlanda-
búa.”
En allur tónlistarbarningurinn i
kringum okkur, grammófónar,
útvörp gæti hugsast að hann væri
óhollur?
Boltaleikur
„Það er allt i lagi og gott ef
maður kann með þessi tæki að
fara, grammófóna og grammó-
fónplötur. En það er reginfirra ef
menn imynda sér að slikt geti
komið i staðinn fyrir tónlist sem
er flutt á staðnum. Það er I eðli
tónlistarinnar að verða til i núinu.
Aðvísu skjátlaðistmönnum lika ef
þeir reikna meö að geta farið i
tónleikasal og fundiö þar tækni-
lega fullkomnun á borð við
grammófónplötur. En það er
andrúmsloftið, stemmningin sem
þar er sem vegur þyngst á metun-
um. Og ekki nóg með þaö. Ef tón-
leikar heppnast vel eru áhorf-
endur meðskapandi, taka þátt i
þessari sköpun i núinu. Mér
dettur i hug að líkja þessu við
boltaleik milli flytjenda og áheyr-
enda. Boltanum er varpaö út til
áheyrenda og ef tekst að skapa
stemmningu og fá heyrendur með
i leikinn, taka flytjendur aftur við
boltanum frá áheyrendum og
siðan koll af kolli. Þeta er ólýsan-
leg tilfinning, sem reyndar á ekki
eingöngu við um tónlist, heldur
allt sem fer fram á þennan hátt,
leiklist og fleira.”
Hvað með popptónlistina sem
nú virðist hafa flest völd?
":i$*íP
flttlp
Mm/í
p *kJl i •;
1 “ • '11 n v »£■
í? * Hí M f Æi
I ^ ” ^'11
’ fi 'tg£i
|ij m \
Ijjfe*
■ Stórkostlegt aö koma heim og sjá að heil ný kynslóð hefur vaxið úr
grasi.
„Sjálfur iðka ég ekki popptón-
list eins og er og fylgist litiö með
henni. En ég hef ekkert á móti
henni, hún hefur sinn rétt og sinn
tilgang og er náttúrulega misjöfn
eins og hin svokallaða seriösa
tónlist”.
Aldrei ætlað að
verða stjarna...
Vikjum talinu aftur að sjálfum
þér. Hvar hefur þú haldiö tón-
leika?
„Ég hef aöallega leikið á
Norðurlöndum og svo haldiö fá-
eina tónleika utan þeirra, i
Þýskalandi, Frakklandi og
Bandarikjunum”.
Það er væntanlega enginn
hægðarleikur að komast áfram á
þessum markaöi.
„Það rikir gifurleg. samkeppni
og það er ógrynni af frábæru tón-
listarfólki sem reynir að komast
áfram. En ég hef aldrei álitið mig
stjörnu eöa ætlað að verða
stjarna. Ég er fyllilega sáttur við
mitt lifsform, hér eru verkefni
sem ég hef gaman af að takast á
við og ennfremur góðir mögu-
leikar á að halda tónleika
erlendis. Island er alls ekki jafn
einangrab og hér áður fyrr,
hingað kemur mikið af góöu tón-
listarfólki og nú orðið eru nokkur
brögð aö þvi að islenskir
tónlistarmenn fari út I lönd og
sýni listir sinar”.
Ætlarðu þá að ilendast hér eftir
rúmlega 15 ár i Kaupmannahöfn?
„Mér þykir margt benda til
þess, ekki hvað sist með tilliti til
kennslu. Mér finnst vera þörf á
minni reynslu og kunnáttu hér,
það er bæði ánægjulegt og upp-
lifgandi aö lita yfir þau verkefni
sem biða min hér.”
En er ekki eftirsjá að heims-
borginni Kaupmannahöfn?
„Dönsk tónlistarhefö hvilir á
gömlum merg, en heföir þurfa
ekki alltaf aö vera til góðs. Fast-
mótuð form geta staðiö i veginum
og verið eðlilegri þróun til traf-
ala. Það er skemmtilegt til þess
að hugsa aö hér er engin hefö sem
hægt er að tala um, að minu viti
getur það veriö jákvætt. Það
vekur hjá mér vonir að hér megi
skapast tónlistarlif á mjög háu
stigi ef rétt er staðið aö málum”.
Tónleikahöll
Einhverjir vankantar hljóta þó
aö vera á islensku tónlistarlifi?
„Það er einna helst vöntun á
tónleikahöll sem háir tónlistarlifi
hér á landi, einkum er aðstaða
Synfóniuhljómsveitarinnar bág-
borin. Ýmsir ágætir aðilar hafa
vakiö máls á þvi að eitthvað verði
gert til úrbóta. En það hefst ekki
nema meö sameiginlegu átaki.
Nú er tslenska óperan loks að
komast á laggirnar og þaö er eðli-
legt að hún, Synfónian, allir
þessir stóru kórar, Tónlistar-
félagið, Kammermúsikklúbbur-
inn, Mucica nova og fleiri gengju i
bandalag um að skapa þetta hús.
Tónleikahöllin yrði að vera
myndarleg með 3-4 sölum, helst
ætti þar aö vera aðstaða til tón-
leikahalds fyrir megnið af
islensku tónlistarfólki og auk þess
fast aðsetur synfóniunnar og
óperunnar. Tónlistarskólinn og
Tónmenntaskólinn sem báöir
eiga við húsnæðisvanda að striöa
ættu lika að geta fengiö þar inni.
Þetta er mjög aðkallandi fyrir
allt okkar tónlistarlif og ætti aö
takast með sameiginlegu átaki”.
Tónleikar á
Lpgalandi í kvöld
Aö lokum Gunnar, hvar eigum
viö von á að heyra I þér á næst-
unni?
„1 vetur held ég ýmsa tónleika
hér heima. Um helgina leik ég út
á landi ásamt vini minum, Gisla
Mágnússyni pianóleikara. A
laugardaginn Uta verðum við á
Logalandi I Borgarfiröi og á
sunnudaginn I Stykkishólmi. 1
næsta mánuöi leik ég á vegum
Kammermúsikklúbbsins trió á-
samt Arna Kristjánssyni pianó-
leikara og Laufeyju Siguröar-
dóttur. Svo er afráðið að ég leiki
með Synfóniuhljómsveitinni með
vorinu verk eftir Jón Nordal og
Mz Bruchnes. 1 vor langar mig
svo að halda einleikshljómleika
og leika verk eftir Bach og Vagn
Holmboe, danskt tónskáld”. eh
WM&jSmk
mgmm
Sfiilll
•viw
■ ...að þeir væru að biða eftir að sálin næði þeim.