Tíminn - 11.10.1981, Síða 30
30
Sunnudagur 11. október 1981
■ Hinn ungi Sadat, nýskriðinn lir herskóla áriö 1938. ■ Sadat og leiötoginn Nasser.
,E6, ANWAR EL l
m,,Ég, Anwar e!-Sadat, bóndi,fæddur og uppalinná
bökkum Nilar..." Þannig hóf Sadat Egyptalands-
forseti ævisögu sína sem hann ritaði og gat út fyrir
nokkrum árum. Sadat er nú fallinn fyrir morð-
ingjahendi.
Hvernig svo sem mönnum hefur fallið Sadat#
stefna hans í málum Austurlanda nær eða þá innan-
lands í Egyptalandi/ þá er varla umdeilt að með
honum féll einn merkasti stjórnmálamaður heims#
maður sem þorði að ganga sínar eigin leiðir til að
vinna að langþráðum friði. Og það þótt hann kæmi
upp á móti sér öllum bræðrum sínum í hinum ara-
bíska heimi. Eiginleika sem hann hafði höfum við
lært að virða/ þar með var ekki hægt annað en virða
Anwar el-Sadat, bónda af Nílarbökkum...
■Við gripum niður i ævisögu
hans.
„Sírópið er komið,” hrópar
kallari þorpsins yfir hiisasund og
torg. Amma min flýtir ser út, og
dregur mig með sér, hún hleypur
i átt að skipaskurðinum þar sem
skip hlaðið sirópi hefur lagst að
bryggju, nýkomið frá Kafr
Zirqan. Leiðin er ekki löng en
hvert skref fyllir mig gleði og
stolti. Menn rísa á fætur er við
förum framhjá og heilsa ömmu
minni. Þó hún kunni hvorki að
lesa né skrifa er hún hverjum
manni náma: hún leysir vanda-
mál og græðir hina sjúku með
eldgömlum arabiskum jurta-
smyrslum og það slær enginn
henni við i okkar þorpi né i' þeim
sem næst liggja.
Við kaupum stóra dós af sirópi
og snúum siðan heim á leið. Ég
tritla á eftir henni — smávaxinn,
dökkur drengur, berfættur i sið-
um arabi'skum kufli yfir hvitri
skyrtunni — og augu min vikja
ekki af 'hinni dýrmætu siróps-
krukku.
Hvað sirópið var bragðgott
blandað saman við mjólk. Ég var
yfir mig hamingjusamur —
ekkertfærði mér meiri hamingju.
Raunar færði þorpið allt mér
mikla hamingju: þegar ég fór Ut
að ná i gulrætur, ekki i næstu
matvörubúð, heldur út á akurinn:
þegar ég smeygði lauk inn i ofn-
inn okkar og steikti hann meðan
fjölskyldan bakaði brauð og fór
svo með hann út i sólarlagið til að
borða hann.leikir okkar drengj-
anna i tunglskininu og skemmt-
anirnar sem voru haldnar á opnu
svæði i hjarta landsins með alla
náttúruna umhverfis og heiðan
himininn fyrir ofan. Og sólarupp-
rás — þegar ég fór út með hópi af
körlum og drengjum, ungum sem
gömlum og við rákum húsdýrin
okkar út á beitilöndin: þegar
bændurnir hófu vinnu á landi
ótakmarkaðra gæða sem teygði
sig að þvi er virtist, út i hið
óendanlega.
Ég taldist til
landsins
Hvaðeina færði mér hamingju i
Mit Abul-Kum, litla friðsæla
þorpinu djúpt inni i óshólmum
Nilar, jafnvel kalda vatnið á vet-
urna þegar við urðum að fara i
dögun að sérstökum skurði sem
fylltist af vatni á aðeins tveimur
vikum, jafnvel sá timi er veita
varð vatni á hverja landspildu i
þorpinu okkar. Það var nauðsyn
aö gera það fljóttog i sameiningu.
Við unnum saman á einni landar-
eigninni i heilan dag, færðum
okkur siðan yfir á þá næstu og
notuðum hverja dælu sem við
fundum, burtséð frá þvi hver átti
hana. öllu skipti að landið fengi
vatn.
Svona samvinna —- meðog fyrir
aðra menn, án nokkurar ábata-
vonar eða launa — færði mér
vissu um að ég taldistekki aðeins
til fjölskyldu minnar heima, og
heldur ekki til hinnar stóru
fjölskyldu þorpsins, heldur taldist
ég til þess em stærra var og
mikilvægara: landsins. Á leiðinni
heim á kvöldin er sólin settist
fylgdistég með sólarlaginu fullur
hlýhug og vissi að ósýnilegt band-
kærleika og vináttu batt mig við
allt i kringum mig — reykinn sem
steig upp af þorpinu og lofaði
dásamlegum kvöldverði, og full-
komin kyrrð og friður var i hjört-
um allra.
Þetta stóra, skuggsæla tré var
gjört af guði: hann skapaði það og
það varð til. Þessar nýgrænu
plöntur sem viö höfðum sjálfir
sáð fyrir væru þarna ekki ef guð
hefði ekki mælt svo fyrir. Landið
sem ég gekk á, vatnið i skurðin-
um, já, allt umhverfis mig var
skapað af alsjáandi guði — mátt-
ugri veru sem íylgist með og elur
önn fyrir öllum, og mér þar á
meðal. Trén sæðið og ávextirnir
voru þvf félagar minir — við vor-
um öll til af landinu og gætum
ekki þrifist án þess. Landið var
þétt og hart, þvi hlaut allt sem þvi
tilheyrði að vera álika hart.
( Við höfum séö, aths. Timans,
að Sadat var innst inni, og i upp-
vexti sinum, rómantiskur hug-
sjónamaður með einlæga trú á
hin fornu gildi: guð og landið.
Þessi siðasta setning benti til þess
sem siðar varð, þvi Sadat var
einnig raunsær maður og sem
forseti Egyptalands var hann
umfram allt „real-pólitikus”, án
þess að missa nokkurn tima
sjónar á hugsjón sinni: friði.)
Ast á lærdómi og
hinni sönnu trú
Jafnvel þó hið mesta sem
þorpsbúi gat vonast eftir að verða
var þjónn moskunnarþá hafði afi
minn ( sem kunni að lesa og
skrifa en það var sjaldgæft á
þessum tima) aðrar hugmyndir
fyrir föður minn. Hann sendi
hann til mennta.en það var mikil-
vægt.þvi bresk herseta í Egypta-
landi var enn ung og kennsla fór
fram á ensku. Þarsem faðir minn
varð fyrstur manna i þorpinu til
að taka próf þá var hann alltaf
kallaður „effendi” en siðar hafa
fleiri þorpsbúar lokið námi og
orðið læknar, verkfræöingar og
háskólaprófessorar.
Er ég var að vaxa upp i þorpinu
var faðir minn langdvölum i
burtu þvi hann var með hernum i
Sudan.ogþað var þvi ammamin,
„móðir effendis” var hún jafnan
kölluð, sem var höfuð fjölskyld-
unnar. Hún vildi að ég færi sömu
leið og faðir minn og fyrst setti
hún mig i Koranskólann i þorpinu
þar sem mér var kennt að lesa og
skrifa og ég var látinn læra
Kóraninn utan bókar. Siðar setti
hún mig í Kopta-skóla iToukh, en
Kqitar eru hin kristna kirkja
Egyptalands. Þar var ég ekki
lengi en ég get enn séð Kóran-
skólann fyrirméri huganum, rétt
eins og ég hefði farið þaðan i gær.
Ég á hinum alúðlega kennara
þar, Sheikh Abdul-Hamid heitn-
um, skuld að gjalda en hann var
fyrstur manna tilaðfylla mig ást
á lærdómi og hinni sönnu trú.
Ég man hvernig ég sat með
skólafélögum minum á gólfinu,
hélt á skriftöflu og sefpenna — en
það voru einu skólatækin. 1 ara-
bisku skykkjunni minni var stór
og djúpur vasi og þar geymdi ég
þurran ost og brauðmylsnu sem
ég nartaði i i kennslustundum eða
milli þeirra.
En þó ég gerðist æ þyrstari i
fróðleik þá tókst mér aldrei að
slita mig frá li'finu i þorpinu. Þar
leið mér alltaf vel. Ég losnaði
heldur aldrei við þá tilfinningu að
allt það sem ég gerði eða sá i
þorpinu væri á einhvern hátt nýtt.
Það gladdi mig mjög. Ekkert var
gamait, ekki einu sinni sögurnar
sem amma min og móðir sögðu
mér þegar ég átti að fara að sofa.
Þó það væru alltaf sömu sögurnar
hlustaði ég á þær i hvert sinn eins
og ég hefði aldrei heyrt þær áður.
Þessarsögur voru heldur ekki um
gömlu, rómanti'sku striöshetjurn-
ar, eins cg al-Shatir Hassan eða
Abu Zayd al-Hilali: heldur voru
þærnærokkur i timanum og fjöll-
uðu um nútimamenn.
Zahran, hetjan
frá Denshway
Ein þessara sagna var um
Mustafa Kamil — einn pólitiskra
leiðtoga okkar— oghvemig Bret-
ar eitruðu fyrir hann en hann
haföi barist þrotlaust gegn her-
setu þeirra i Egyptalandi. Ég
vissi hvorki hver Mustafa Kamil
var néað hann hefði látist i blóma
lifs sins. Ég vissi bara, á þessum
viðkvæma aldri, að til voru fram-
andi öflsem hétu „Bretar” og að
þessi öfl væru slæm vegna þess að
þau eitruðu fyrir fólk .
Amma min fór einnig með fyrir
mig ballöðuna um Adham al-
Sharqawi og hetjuskap hans i
baráttunni við Breta en það sem
hafði mest áhrif á mig var sagan
um Zahran, hetjuna frá
Denshway. Ég man að móðir min
sagði mér þessa sögu þar sem ég
lá hálfsofandi á ryðgaöa ofninum
okkar en bræður minir voru sofn-
aðir — og kaninurnar okkar
sömuleiðis). Denshway var
aöeins þrjár milur frá þorpinu
minu og ságan var sönn. Breskir
hermenn höfðu verið að skjóta
fugla þegarein byssukúlan lenti i
hveitigeymslu og kveikti i henni.
Bændurnir flykktust að og
bresku hermennirnir skutu á þá
og lögðu siðan á flótta. Bændurnir
ráku flóttann og i hamaganginum
sem á eftir fylgdi lét breskur her-
maður lifið. Margir voru hand-
teknir og leiddir fyrir herrétt á
stundinni. Gálgi var reistur áður
en búið var að kveða upp dóma,
nokkrir bændur voru húðstrýktir,
aðrir hengdir. Zahran var hetja
dagsins og sá fyrsti sem var
hengdur. Sagan sagði frá hug-
rekki Zahrans i bardaganum og
æðruleysi hans þegar hann var
leiddur i gálgann, stoltur yfir þvi
að hafa snUist gegn kúgurum sin-
um og drepið einn þeirra.
Ég hlustaði á þessa sögu kvöld
eftir kvöld, hálfvakandi, hálfsof-
andi, og hún siaðist inn i
undirmeðvitund mi'na.
ímyndunarafl mitt flaug um
geiminn. Mig dreymdi Zahran og
ég óskaði þess að ég væri Zahran.
Þarna ofan á ofninum gerði ég
mér grein fyrir þvi að sitthvað
væri athugavert við lif okkar.
Löngu áöur en ég sá Breta i fyrsta
sinn hafði ég lært að hata kúgar-
ana sem húðstrýktu og drápu fólk
okkar.
Það var ekki hið eina sem ég
lærði i Mit Abul-Kum. Þvi ég
lærði annað sem hefur fylgt mér
allt li'fið: að hvert sem ég fer,
hvar sem ég kann að vera, þá
mun égætið vita hvar ég á heima.
Ég mun aldrei villast af leið
vegna þess að ég á lifandi rætur
hér, djúpt i jarðvegi þorps mins, i
landinu sem ég óx upp af, 'eins og
trén og plönturnar.
Fyrstu árum minum var öllum
eytt i þorpinu. Þá fluttumst við
skyndilega til Kairó vegna þess
að faðir minn var að þvi er mér
var sagt kominn heim frá Súdan.
Hversu gamall var ég? Ég hafði
ekki hugmynd um það. Það var
ekki fyrr en siðar að ég skildi að
mikilvægir atburðir i lifi mi'nu
hafa jafnan orðið um sama leyti
og merkilegir, jafnvel sögulegir,
atburðir hafa orðið i landi mi'nu.
Svo virðast örlögin hafa ákveðið.
(Þarna birtist, aths. Timans,
annar riáur þáttur i skapgerð
Anwars el-Sadats, að hann væri
með einhverjum hætti kjörinn til
að hafa forystu fyrir þjóð sinni
sem hann elskaði. Hann efaðist
aldrei um að það sem hann áleit
að væri réttværi einmitt það sem
kæmi egypsku þjóðinni best.)
Að snerta eign
konungs þýddi
dauðann
Ég fluttist til Kairó árið 1925 en
árið áður hafði yfirmaður breska
hersins í Egyptalandi, Sir Lee
Stack, verið myrtur. Ein af refs-
ingum Breta var að egypski her-
inn var kallaður frá Súdan og fað-