Tíminn - 10.12.1981, Page 4

Tíminn - 10.12.1981, Page 4
'4 „Við erum komin út i kaupskap á jólum, sem eru hreinar öfgar” Ég minnist þess aö veöriö var fagurt, sólskin og bliöa og kirkjan fagurlega skreytt blómum og ljósum. Pétur var mættur hálftima fyrir athöfnina, ásamt bróöur sin- um, sem var svaramaöur hans. Siöan komu boösgestirnir og siö- ast átti ég aö koma ásamt fööur minum, sem var minn svaramaö- ur og leiddi mig inn kirkjugólfiö. Og þvi gleymi ég aldrei aö þegar orgelleikurinn hófst og viö geng- um inn kirkjuna, þá stóöu allir upp. Kirkjan var full af fólki, þvi sóknarbörn Péturs höföu fjöl- mennt til kirkjunnar. — Athöfnin sjálf er okkur náttúrlega ógleym- anleg. — Tengdafaöir minn var þeirrar geröar aö geta gert allar sinar kirkjuathafnir aö stórhátiö- um og öllum viöstöddum eftir- minnilegar. Þaö eru margir á Ak- ureyri, sem enn þann dag i dag minnast þessarar athafnar.” — Hér bætir Pétur viö: ,,Þaö verö ég aö segja aö þaö er alveg ómetanlegt fyrir mig aö hafa eignast mina konu og mitt heimili þvi þá er þaö, sem ég fer aö snúa mér aö þessum verkefnum sem kirkjuna varöa, þegar ég fann þig, elskan min”, segir Pétur og brosir bliölega til konu sinnar. Sólveig brosir mót manni sinum um leiö og hún svarar: ,,Já, þetta hefur gengiö mjög vel hjá okkur.” — Þiö eigiö börn, ekki satt? „Jú, viö eigum 4 börn. Elstur er Pétur, sem er nú aö vinna aö sinni doktorsritgerö i Lundi i Sviþjóö. Hann er þjóöfélagsfræöingur, en hans sérnám er á kirkjulegu sviöi og ritgerö hans mun fjalla um trúarhreyfingar og breytingar i þjóöfélaginu okkar I 50 ár þ.e.a.s. frá 1890 til 1940. Svo eigum viö þrjár dætur, Guörúnu, Kristinu og Sólveigu. Tvær þeirra eru bú- settar hér i Reykjavik, en Kristin er nýflutt noröur á Akureyri”. Varð fyrir sterkum áhrif- um i Bandaríkjunum hvað varðar æskulýðsstarfsemi — Pétur, nú hefur þaö orö giarnan fariö af þér aö þú hafir i raun byggt upp nýtt, ferskt og op- ið æskulýösstarf á vegum kirkj- unnar fyrir noröan. Hvaöan hafö- ir þú þinar hugmyndir þegar þú hófst þetta uppbyggingarstarf sem ungur prestur? „Þegar ég var i náminu vestra, og kynnti mér kirkjustarfið þar, þá varö ég mjög heillaöur af æskulýösstarfinu sem þar fór fram. Starfiö var bundiö viö kirkjuna. 1 flestum kirkjum eru salir þar sem æskufólkiö gat komiö saman. t hverri einustu kirkju sem ég kom i, þar var hóp- ur æskufólks, að visu ekki stór, en afar starfsamur og dugmikill hópur sem presturinn á hverjum staö rækti mjög vel. Ég hugsaöi mér þá strax, aö ég heföi hug á aö koma upp slikri starfsemi, ef ég einhvern tima yröi prestur. Þetta var mér þvi efst i huga þegar ég hóf prestsstörf min á Akureyri. Fyrsti hópurinn sem ég fermdi, voriö 1947 var svo uppistaöan i þessum félagsskap, þegar ég fór af staö meö þetta veturinn á eftir. Viö stofnuðum félag og aö sjálf- sögðu þurfti aö sinna þessu starfi óskaplega mikið. Ég var með þeim á hverjum einasta fundi og meö þeim i þvi aö undirbúa fund- ina. Ég fékk ungan mann, sem var árinu eldri en hin ungmennin til þess aö taka aö sér formennsku i félaginu. Sá ungi maöur, er reyndar nú i dag, formaöur sókn- arnefndar á Akureyri og heitir hann Gunnlaugur Kristinsson. Nú, ég var þarna meö þennan hóp annaöhvert sunnudagskvöld, eöa var þaö ekki svo”, spyr Pétur konu sina og hún hlær viö um leiö og hún segir: „Mér finnst nú aö ■ „Þegar ég fann þig, elskan min.” ■ „Heyröu góöi, hvaö ert þú aö gera?” þaö hafi veriö á hverju kvöldi.” Pétur fræöir blaöamann áfram um æskulýðsstarfiö og segir: „Svo stofnaöi ég róöraklúbb og viö höföum allt aö 10 sveitir sem kepptu. Mörg kvöldin voru þær aö æfingum eöa aö keppa úti á Poll- inum á Akureyri. Svo uröu þeir Islandsmeistarar. Ég lagöi mig mjög fram I þessu starfi og þjálf- aöi þá i róörinum og bjó þá undir landskeppni sem þeir launuöu meö þvi aö koma heim meö sigur- inn. Þaö er gaman aö geta þess hér, að ein fyrsta uppörvandi hönd sem mér var rétt frá hendi ferm- ingarbarnanna, var aö þaö beiö min, áöur en einn fundurinn byrj- aði, einn ungur drengur frammi i anddyrinu og rétti mér bók og spuröi hvort hann mætti lesa upp úr þessari bók á fundinum. Ég leit á bókina, og þaö voru þá ræöur Kaj Munks. Þetta var séra Jón Bjarman, núverandi fangaprest- ur. Hann átti lika sinn þátt i þvi aö allur þessi hópur hittist 25 árum eftir ferminguna. Þá kom hópur- inn I flugvél noröur og hélt sam- sæti, þar sem ég var boðinn. Þetta var 1972 og hópurinn færöi mér þá aö gjöf ákaflega fallegt gullúr, meö Akureyrarkirkju grafinni i, sem mér þykir einkar vænt um. Viö séra Birgir höfum mikiö starfaö saman aö þessum málum s.l. 20 ár. önnur æskulýösfélög voru stofnuö á öörum stööum fyrir norðan i kjölfar þess aö félagiö var stofnaö á Akureyri. Félög voru stofnuð á Grenjaöarstaö, Siglufiröi, Sauöárkróki og viöar og þvi fengum viö áhuga á þvi aö stofna Æskulýössamband Hóla- stiftis og þá sérstaklega til þess að reisa sumarbúöirnar, sem siö- ar risu við Vestmannsvatn I Aöal- dal, sem er afskaplega fagur staöur. Það vorum viö séra Sig- uröur Guömundsson nýkjörinn vigslubiskup, sem i sameiningu fundum þennan staö, sem er al- veg tilvalinn sumardvalarstaöur. Bændur voru ákaflega fúsir til þess aö veita okkur liö og láta okkur fá land og svo byrjuöum viö, reyndar meö tvær hendur tómar, aö byggja þetta. En þaö er einhvernveginn þannig að þegar eitthvaö er komiö af staö sem hef- ur áhuga fólksins meö sér, þá er ekkert aö þvi aö spyrja, þá koma peningarnir enda varö sú raunin á hjá okkur, þvi viö fengum pen- inga til framkvæmdanna bæöi frá kirkjunni, einstaklingum og bæj- arfélögum. Ég lit þannig á, að starf þaö sem farið hefur fram á vegum kirkjunnar viö Vestmannsvatn sé einna allra árangursrikasta og blómlegasta starfið sem viö höf- um hrint i framkvæmd þarna fyrir noröan. Þaö sem sumardvöl barnanna skilur eftir, ekki aðeins þaö aö vera úti I sveit, heldur einnig að vera i þessum kristilega anda, er að minu mati ómetanlegt veganesti.” Börnin f jögur á sitt hvoru árinu — Sólveig, mig langar til þess aö spyrja þig hvort það hafi ekki veriö erfitt fyrir þig aö sjá svo mikiö á bak manni þinum á þess- um árum, þegar hann helgaöi sig uppbyggingu æskulýösstarfsem- innar? „Sjálfsagt hefur mér stundum fundist heldur mikill timi fara i þetta hjá honum. En þetta var nú bæöi starf hans og áhugamál, og hann lagöi sig allan fram. Ég var sjálf svo önnum kafin, haföi fjög- ur ung börn sitt á hvoru árinu, til aö annast um og erilsamt heimili. Annars var heimiliö og starf Pét- urs afar samofiö. Skrifstofa em- bættisins var á heimilinu, hann vann mikiö aö prestverkum sin- um heima, fundarhöld og allskon- ar undirbúningsstörf fóru þar fram o.s.frv. og þótt hann heföi sérstakan viötalstima var leitaö til hans meira og minna allan daginn, þannig aö þú sérö aö ég hef bæöi beint og óbeint tekiö þátt I starfinu meö honum. Auðvitaö var þetta oft erfitt, ekki neita ég þvi, og mikiö álag á heimiliö oft og tiöum, en þannig var lika starfsvettvangur hans mikill heima. Þegar ég hugsa til baka, finnst mér þetta hafa geng- iö alveg ótrúlega vel, — já bara alveg ljómandi vel.” — Pétur tekurupp þráöinn, þar sem Sólveig hverfur frá og segir: „Það var nú minn styrkur, aö Sól- veig stóö ákaflega vel i þvi aö annast börnin. Það varö ég svo margoft var viö og það létti nátt- úrlega á. En óneitanlega var þetta mikiö álag á heimiliö eins og það var fyrstu árin okkar fyrir noröan. Nú, eins og Sólveig sagöi, þá var skrifstofan min á heimilinu og auðvitaö þurfti hún oft að svara fyrir mig. Prestskonan er I rauninni aöstoöarprestur, þvi hún vinnur svo mikiö af störfum prestsins og aöstoöar hann á allan mögulegan hátt. Þá hefur Sólveig einnig tekiö virkan þátt i guös- þjónustunni meö mér, hún hefur komiö meö mér I guösþjónustuna, fylgt mér i heimboð, veislur og viöar, og tekiö þátt i starfinu meö mér. Ég veit aö söfnuöurinn kann ákaflega vel aö meta þetta og satt að segja, þá finnst mér ég vera nokkuð einn, þegar svo vill til aö hún, einhverra hluta vegna, kemst ekki meö”. Stóö fyrir útgáfu Æsku- lýösblaösins strax á fyrsta árinu — Þú réöst fljótlega i blaöaút- gáfu fyrir noröan Pétur, er þaö ekki rétt? „Það var strax fyrsta haustið mitt, þá dreif ég i þvi aö gefa út Æskulýösblað, sem hefur sjálf- sagt mikiö veriö vegna blaöaá- huga mins. Ég haföi það þannig að ég safnaöi efninu, fékk ungl- : m inga til aö skrifa og kollega, fór i prentsmiöjuna og sat yfir prent- aranum á meöan hann var aö raöa blaöinu niöur. Blaöiö var svo tilbúiö fyrir helgina og þegar sunnudagaskólanum var lokiö á sunnudögunum, þá kallaöi ég i börnin og sagöi þeim aö nú væri blaöiö komið út og ég þyrfti að leita aðstoðar þeirra til aö selja blaðiö. Börnin rööuðu sér svo I göturnar og seldu blaöiö og skil- uöu mér svo peningunum um kvöldiö og á mánudagsmorgnum fór ég og borgaöi blaöiö. Börnin voru svo dugleg og svo mikill liös- auki af þeim, aö þetta gekk allt á- gætlega. Mér er þaö einnig minn- isstætt hve eldri börnin voru dug- leg i sunnudagaskólanum aö aö- stoöa mig viö aö gæta þeirra yngri á meðan sunnudagaskólinn stóö. Ég gat veriö meö stóran sunnudagaskóla og veriö eini full- oröni maöurinn, meö þvi aö fá eldri börnin til þess aö gæta bekkjanna i kirkjunni og i staö þess aö setja ofan i viö þau sem eitthvaö voru óþekk, þá verölaun- aöi ég þau sem sátu stillt og prúö.” — Sólveig rifjar upp heimsókn sina i kirkjuna, þegar sunnudaga- skólinn stóö og segir: „Mér er þaö afar minnisstætt þegar ég sat eitt skiptiö uppi á lofti og fleiri hundr- uö börn sátu á bekkjunum niöri i sunnudagaskólanum. Þau voru náttúrlega svo litil aöþegar Pétur sagöi: „nú skulum viö biöja”, þá beygöu þau litlu kollana sina, þannig aö mér virtust öll sætin vera tóm. Það var skemmtileg reynsla aö sitja þarna uppi, horfa yfir kirkjuna sem ég vissi aö var full af börnum, en virtist tóm, og enn frekar vegna þess að ekki heyrðist hljóö frá börnunum.” Pétur kosinn vígslubiskup og í kirkjuráð — Hvenær er það svo sem þú verður kirkjuráösmaður? „Áriö 1969 varö ég vigslubisk- up. Arið eftir var ég kosinn i kirkjuráð. Ég hef setið á kirkju- þingum og veriö i kirkjuráði æ siöan. 1 gegn um þau störf fékk ég aö kynnast þeim málum sem nú hafa komið i minn hlut að fjalla um, svo þaö var mér mikilvæg og dýrmæt reynsla, aö ekki sé nú tal- að um aö fá aö kynnast starfi for- vera mins i embættinu og sjá hvernig hann tók á málunum, en þaö gaf mér einmitt margar leið- beiningar.” — í hvaöa ljósi sérö þú kirkj- una á íslandi i dag? „Kirkjan er afar þýöingarmikil fyrir allt okkar þjóölif. 1 persónu- legri baráttu hvers og eins gegnir hún þýöingarmiklu hlutverki og þegar hátið ber aö höndum, þá er leitaö til kirkjunnar og hún helgar hátiöina. Staöa kirkjunnar i gegnum ald- irnar sýnir það, hve kirkjan hefur veriö þýðingarmikil stofnun fyrir þetta þjóöfélag. Auðvitað sjáum viö agnúa á kirkjunni og við sjá- um hvar kirkjunni hefur mistek- ist, en kirkjan er af öðrum þræði mannleg stofnun, hvaö hlýtur náttúrlega að endurspeglast. Þrátt fyrir þaö er hún eins og ljósastikan sem á aö halda á ljós- inu, svo lýsi öllum sem eru i hús- inu, eins og stendur i Fjallræö- unni. Mér er þaö alltaf ljósara, eftir þvi sem lengra liöur, hve starf prestsins er nauðsynlegt. Þrátt fyrir mikilvægi prestsstarfsins, þá verðum viö aö gera okkur glögga grein fyrir þvi aö kirkjan ■ „Þetta hefur gengiö mjög vel hjá okkur”, segir biskupsfrúin, Sólveig Asgeirsdóttir, þegar hún rifjar upp sambúö þeirra hjóna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.