Tíminn - 10.12.1981, Qupperneq 14

Tíminn - 10.12.1981, Qupperneq 14
14 ■ Myrkrið grúfði yfir þorpinu, eða bænum, og það var bæði þykkt, áþreifanlegt og blániða. Það hafði rignt mikið um daginn, en nú hafði stytt upp og dularfull þoka hélt sig við jörðina, sem stakk i 'stúf, við stjörnurnar á himninum, sem unnt var að greina ef maður einbeitti sér. Fjöllin risu á þrjá vegu og þau virtust brattari en ella,og þau virtust einnig hafa færst nær, eins og þau hefðu talið það öruggara, svona undir nóttina. Dauf ljósin frá húsunum spegluðust i pollum og dældum á götunni og um götu- ljósin var fingerður hvitur hringur, eða geislabaugur. Þögnin var nær algjör, þvi engir voru á ferli. Það var vist eitthvað i sjónvarpinu, hugs- aði hann með sér, en lifinu var nú skipt nálega til helminga i bónus og sjónvarp, og i bónusnum talaði fólkið um sjónvarpið þegar það gleymdi sér við vinnuna og fyrir framan sjónvarpið hugsaði það um bónus- inn, þegar það hélt ekki lengur þræði, vegna þreytunnar, sem sótti á eftir að dag- sett var orðið. Um helgarnar vissi hann minna, hvort þær voru lika ef til vill i bónus, og hann gekk hægt áfram i áttina að gistihúsinu, sem lá i hjarta bæjarins. —Já i hjarta bæjarins, hafði hótel maöur- inn sagt, þegar hann pantaði herbergið. Þú hlýtur að finna okkur, hafði hann sagt og hann hafði hlegið með sjálfum sér. Hafði þessi bær nú fengið hjarta lika? Enginn hafði beðið um það hér áður. Menn höfðu beðið um að fá að bera grjót, að moka kol- um, eða komast i fisk, en um hjarta hafði vist enginn beðið neitt sérstaklega. Hann gekk hægt og myrkrið var volgt. Hann þreifaði á vegg á gömlu húsi. Báru- járnið var kalt og á þvi var þunn, köld vatnsmóða, sem þéttist, þegar fingurgóm- arnir snertu járnið og hann fann að vatns- dropi varð til og rann niður vegginn. Honum sárnaöi að húsin skyldu Dlæða við þessa snertingu. Hann þekkti þetta hús vel. Jóhann skósmiður hafði búið þar meö ailar dæturnar sinar, og hann virti fyrir sér lokuð augu hússins og hann velti þvi fyrir sér hvort það stæði autt. Engin ljós voru i gluggunum. En svo sá hann blóm i einni gluggakistunni, og ef blómið var ekki úr plasli, þá hlaut aö búa hér fólk, þótt Jói væri íarinn fyrir löngu til þeirra staða i kerfinu þar sem litið er geng- ið á skóm, og dæturnar vist komnar suður, eða þaðanaf syðra, þvi þetta voru glaövær- lika, en fiðiumaðurinn varð fljótt drukkinn, eins og sumarnóttin, þannig að þegar slags- málin byrjuðu, varðfiðlan löngu horfin með sinn siðasta tón inn i fjallið. Hann hægði á göngu sinni, þegar hann nálgaðist húsið, eða hótelið. Vilditreina sér þetta kvöld. Ekki af þvi að það veitti honum einhvern sérstakan unað, heldur fremur sársauka. Hann færði sig nær veggnum, meðan litill bill ók hjá. Hann var eineygður eins og hann sjálfur, og von bráðar hvarf billinn inn i sofandi bæinn, og hann hélt áfram göngunni. Hann þreifaði eftir lyklin- um að húsinu og að herberginu, i frakka- vasanum, og hann fann velliðan blandast sársaukanum i sálinni og hjartanu. Það yrði nú gott að leggjast til svefns. Sofa með þungum fjöllum og húslegum húsunum. Verst var að hafa ekki fengið kaffi, en hann myndi bara drekka vatn og svo myndi hann sofna með bónusinn i hvitum kroppn- um. Já, i raun og veru hefði hann verið á bón- us i allan dag, við að leita að minningar- brotum um sitt eigið lif eftir þrjátiu ára fjarveru, þvi allt hafði breyst og var öðru- visi. Já alveg eins og þeir i frystihúsinu, sem voru á bónus við að finna orma i dauð- um fiski. II Hann háttaði sig og lagði föt sin varlega frá sér á stólinn, þvi þau voru rök. Hann hafði skilið vota skóna eftir niðri i forstofu, til að vekja ekki húsið. Það glumdi mikið i þessu húsi, dúndraði i þvi eins og þunnum is viðminnsta hávaða. Ef maður missti smá- pening á gólfið, glumdi i húsinu, eins og tómur mjólkurbrúsi hefði dottið i mjólkur- stöð. Hann virti fyrir sér hvitt rúmið, sem minnti hann á litið hreiður, fremur en rúm. Bláhvit sængurfötin voru köld, en smám saman hitnaði honum. Hann slökkti ljósið, og dauf skiman frá götuljósinu streymdi þögul og án afláts inn i þessa vistarveru, sem nú var um það bil það eina, sem eftir var af þeirri veröld, sem hann var að leita að. Frú Hansen var að visu ekki hér lengur. Hún hlýtur að hafa farið, sagði hótelmaður- inn hálf ráðþrota, þegar hann spurði um hana. En hann vissi ekki hvert. —Ég er nýr hérna sagði hótelmaðurinn bónuslega og hélt áfram við að þerra imyndað ryk af diskinum i sjoppunni, og hann áræddi ekki að spyrja meira. — SMÁSAGA EFTIR JÓNAS GUÐMUNDSSON ar stúlkur, sem höfðu alið sig upp sjálfar, eins og hann. Hann gekk hægt áfram og reyndi að komast af án fótataks, þvi hann vildi ekki valda kyrrðinni sársauka. Þokan þéttist eftir þvi sem neðar dró og hann grillti gul ljósin á hafskipabryggjunni i fjarska og marglit ljósin á bátunum og togaranum mynduðu kyniegar myndir i þokunni. A bátum var aldrei slökkt ljós, eða eitt og eitt ljós réttara sagt. Þeir voru keyptir með ljósum, skiglingaljósum, dekkjaljósum og guð veit hvað, og annaðhvort var ljós um borð eða allt var slökkt, nema þegar bátur- inn fór á uppboð, eða ljósavélin var tekin upp. Sjómenn höföu allt á hreinu, ljós eða ekki ljós. Hann nam snöggvast staðar og leit um öxl, rýndi enn á húsið hans Jóa skósmiðs, rétt eins og hann hefði átt von á aö ljósin hefðu aðeins verið slökkt meðan hann gekk fram hjá. En húsið svaf áfram, og hann stóðnokkra stund kyrr, en hélt siðan áfram göngunni. Þetta haföi ekki verið neinn fagnaðar- timi, þessi dagur, hugsaði hann með sér, og þótt margir væru nú dánir, eða farnir ann- að, þá fann hann það nú, að i rauninni var það sárast, að húsið þeirra var ekki lengur til. Þar stóð nú matvöruverslun i dökku steinhúsi og bak viö það var grasflöt og steinveggur umhverfis hana. Þaö var sama hvernig hann reyndi að finna sitt hús i við- miðun við önnur hús, sem höfðu fengið aö lifa. Honum varð ekkert ágengt. Hans hús varð ekki lengur staðsett, að minnsta kosti ekki svona á almannafæri, þvi hann hafði tekið eftir þvi að fólk horfði á hann fullt grunsemda, þegar hann var að reyna að miða út sinn eigin uppruna gegnum veggi og gras með þvi að blimmskakka augunum. Nýlenda var ekki lengur til, en svo hafði húsið verið nefnt i daglegu tali, en Templarasund 22A i opinberum bréfapósti, sem var litill. Hann fann til einkennilegs söknuðar, vegna þess að hans hús var ekki lengur til. Honum fannst það á einhvern hátt vera eins og hann væri án raunverulegs uppruna. Eins og dauður maður, sem átti ekki einu sinni gröf. Ekki einu sinni vanrækt leiöi með efjugrasi, smára og grasarfa. Ekki svo að skilja að þau hefðu átt húsið. Þau leigðu þar aðeins á loftinu. En samt. Hans eigin uppruni hafði verið rifinn borð fyrir borð nagla fyrir nagla og þar með var hann sjálfur i vissum skilningi ekki lengur til, nema sem hugarburður. Ef húsið á hinn bóginn hefði staðið, hefði honum verið rórra.: Þarna bjó ég, hefði hann getað sagt, i Nýlendu. En nú var bón- us. Aðrir timar, tvöfalt gler og sjónvarp og myrkrið lagðist þétt upp að sofandi húsun- um og dularfullum ljósunum. Hann greikkaði sporið um stund, eins og hann væri að flýta sér. Samt fór hann ekki stystu leið eða framhjá sjúkrahúsinu og kirkjunni. Heldur gekk hann utar á eyrina. Já, nú var þessi bær kominn með hjarta. Það hafði hótelmaðurinn sagt, og hann virti fyrir sér sjúkrahúsið, sem nú virtist svo undarlega litið, miðað við það sem þeim fannst i gamla daga, þegar það var reist. Þeir fengu lóð fyrir spitalann við hliðina á kirkjugarðinum, og það hafði orðið talsvert veður út af þvi. thaldið sagði, að kirkju- garðurinn væri þegar orðinn of litill, en bolsarnir sögðu, að þegar búið bæri að byggja spitalann þyrfti minni kirkjugarð. Það varð ofaná, að spitalainn var byggður við kirkjugarðsvegginn, og nú var vist ver- ið að reisna nýjan spitala i hliðinni og byrj- að var að grafa menn úti i Urð, sem var dálitinn spöl utan við bæinn. —Já þeir urða menn núna, hugsaði hann með sér og það setti að honum hroll. Og núna voru bæði kirkjugarðurinn og spital- ainn orðnir of litlir fyrir dauðann, sem lik- lega var kominn á bónus lika, þvi allir sem hann þekkti nú á þessum stað, eftir þrjátiu ára fjarveru virtust að minnsta kosti vera dauðir, eða farnir annað. I enn einkenni- legri pláss og myrkrið varð allt i einu lik- bleikt i þokunni. Hanngreindi gistihúsið i fjarska. „Hótel” stóð á plastskilti. Það var reyndar það eina, sem ekki hafði breyst til muna. Að visu hafði það verið nefnt Svinastian a.m.k. af betra fólki, þegar hann var barn. En það var ekki i önnur hús að venda. Þar bjuggu aðkomusjómenn, vörubjóðar og lausamenn og þeir borðuðu hjá Kristinu Hansen, sem var dönsk og lét sig engu skipta hvað sagt var um æru húsa i svona plássum. —Jeg er danska mellan, sagði hún gjarn- an til að kynna sig og þaulvanir netamenn roðnuðu niðri tær. Og um sildartimann voru þar haldin skröll og dapurlegar visur voru kveðnar á trégólfið i danssporum undir hundrað og tuttugu bassa harmónikutónum frá honum Gisla i Dal. Og stundum var fiðla Hann lá og reyndi að stækka likama sinn, svo hann væri jafnlangur rúminu, en á það vantaði örfáa sentimetra, og hann fór að hugsa um þessa undarlegu ferð, sem hófst fyrir tveim dögum. Já, eða kannski fyrir þrjátiu árum. Að minnsta kosti hafði það staðið til mjög lengi, að heimsækja æskustöðvarnar, eins og það hét á fornislensku. Ein einhvern veginn hafði þó aldrei orðið af þvi. Hann hafði farið suður með mikinn draum. Hafði ætlað að verða eitthvað, eins og allir fyrir sunnan. Að visu var það óskil- greint og þokulegt, hvað hann ætlaði að verða. En eitthvað hlaut hann að verða. Það virtist eins og sjálfsagt mál. En i raun og veru hafði samt ekkert gerst. Hann vann á verkstæðinu og þvoði vélar, eða parta úr vélum. Það var allt og sumt,ognúvar hann sjálfur orðinn aðeins- konar parti lika i einhverri vél, sem var jafn óskilgreind og þokan úti i holdmiklu myrkrinu fyrir utan hótelið. Hann hugsaði mikið heim fyrir sunnan. Hugsaði á þennan stað og stöku sinnum hitti hann lika gamla kunningja fyrir sunn- an,erhöfðu flúið eins og hann. Stundum las hann um eitt og annað i blöðunum. Einkum á seinni árum, eftir að byggðastefnan og bönusinn komu eins og hárvöxtur á sköllótta fjallkonuna. Hann hafði oft hugleitt að koma, en ein- hvern veginn varð þó aldrei af þvi. Ef til vill hafði hann kosið að vera orðinn einhver þekkt stærðfyrst. Eitthvaömikið, en smám saman hafði honum þó orðið það ljóst, að hann var aðeins venjulegur maður, orðinn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.